Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 27

Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 27
SUNNUDAGUR S. DESEMBER 1982. 27 erlend hringekja bækur ■ Konum er verulega hættara við lifrarskemmdum en körlum, að því er talið er. Hér má sjá heilbrigða lifur en steinlifur að neðan. DREKKIÐ AÐ- EINS UM HELGAR — segir yfirlæknir við Kaupmannahafnarspítala ■ „Ég ræð fólki til þess að drekka ekki meira en fimm einfalda á dag,“ segir danski læknirinn Finn Hardt, sem skrifar um áfengismál í Extrabladet. „ Að öðru leyti gæti ég gefið eftirfarandi ráð: „Drekkið ekki áfengi daglega, heldur aðeins um heigar. Dagleg áfengisneysla er þess eðlis að hún vill fara sífellt vaxandi. Vera má að lifrin skemmist ekki strax, en heilinn verður fyrir óheppilegum áhrifum. Alkóhól er upplausnarefni á lífræn efni og bæti sá, sem er ekki á of tryggum stalli í starfi, heilaskemmdum ofan á annað, þá verða líkumar ekki góðar á að fá nýja vinnu, ef menn tapa starfinu. Atvinnurekendur eru snöggir að sjá það út hverjir eru háðir áfengi þegar þeir fyrst koma til viðtals." Ekki er vitað hvenær skemmdir taka að gerast og vitum ekki af fyrr en skaðinn er skeður. Lifraskaðar eru almennastir hjá þeim sem innbyrða tíu einfalda á dag og þaðan af meira. Samt ræð ég fólki til að halda sig innan við fimm snafsa markið. Þegar fólk hefur orðið fyrir heilaskemmdum fer það að segja sama hlutinn aftur og aftur, fætur karlmannanna bila og þeir verða getuiausir í rúmförum, sem leiðir af sér hverskyns vandræði fyrir hjónabandið. Við erum einnig famir að hafa áhyggjur af kvenfólkinu, eftir að það komst í tísku hjá konum að drekka. Við vitum um fjölda kvenna undir þrítugu sem farnar em að bíða alvarlegan skaða af ofneyslu áfengis og það af magni, sem ekki hefur hingað til verið álitið mjög hættulegt, - svona ein léttvínsflaska á dag. Rætt er um hve næmar konur séu fyrir skaðvænlegum áhrifum alkóhóis. Ekki er það vísindalega sannað, en við höfum vitað margar konur undir þrítugu lagðar inn, konur sem hafa fengið lifrarskaða af því að drekka eina flösku af léttu víni á dag. Svo er að sjá sem konur þoli minna áfengi en karlar og sú er líka reynsla Frakka og Breta. Konur missa náttúmna af áfengisneyslu og tíðahringur þeirra ruglast, eða þá að þær hætta alveg að fá vanalegar blæðingar. Við höfum því miklar áhyggjur af kvenfólkinu, því nú er sá hemill úr sögunni sem áður var að fundið sé að því að konur drekki af almenningsálitinu. í vissum hópum þykir það sjálfsagt að hafa jafnan vín með matnum. Alltaf þegar fólk kemur saman er vín dregið fram. Sjá má breytt mynstur í áfengisneyslu alls staðar í Evrópu," segir Finn Hardt. En hvað um æskulýðinn? Svo virðist sem áfengisneytendur byrji æ yngri. Vandinn er líka sá að samtíðin lætur það gott heita. En vonandi temur æskulýðurinn sér ekki drykkjuvenjur þeirra sem nú em fullorðnir. Því fyrr sem drykkjan hefst, því fyrr fá menn heilaskemmdir. Þeir sem koma til okkar á Kaupmannahafnarspítalann hafa byrjað 12,13 og 14 ára að drekka og eru komnir með skorpulifur 24-26 ára. Margir hafa hlotið alvarlegar heilaskemmdir fyrir 35 ára aldur, en þær eru einna verstar af mörgu illu sem ofdrykkju fylgir. Tröll ■ Bókaútgáfan Öm og Örlygur hefur gefið út bók um Tröll með teikningum eftir Hauk Halldórsson myndlistarmann. Haukur hefur valið sér það verkefni að lýsa íslenskri þjóðsagnaveröld með óvenjulega þjóðlegum og stórbrotnum teikingum. Listamaðurinn valdi sjálfur eða samdi nokkrar þjóðsögur og myndskreytti. Sögumar vom jafnframt þýdd- ar á ensku og samhliða íslensku útgáfunni kemur sjálfstæð ensk útgáfa. í íslenskum þjóðsögum er fjöldi frásagna um ýmist vinsamleg eða fjandsamleg við- skipti manna og trölla, og margar sagnanna eru hinar kímilegustu. Mörg orðtök eru íslensku máli tengd tröllum, svo sem tröllatryggð, tröllatrú, þursabit, skessuskak o.sv.frv. HaukurHall- dórsson leitast við í mörgum mynda sinna að draga fram meiningu slíkra orðtaka. Bækurnar eru unnar í prentsmiðjunni Hólum. íslenskri þjóðsagnaveröld lýst með stórbrotnum og þjóðlegum teikningum. Sögur og teikningar úr íslenskri þjóðsagnaveröld. Tvxr sjálfstæðar bækur, ensk og íslensk. Verktakar VélsmiÖiur jmm Við hjá Sindia spyrjum: Eru starfsmenn ykkar að smíða stigapalla, stiga milli hæða, stiga á tanka, landgöngubrýr? Vantar ristarefni þar sem loft og Ijós þarf að komast á milli hæða? Vantar þrep og palla utan á tankinn, verkstæðisbygginguna? Er gætt fyllsta öryggis varðandi þrep og palla utan dyra t.d. vegna snjóa? Það má lengi spyrja, en við hjá Sindra Stál teljum að ristarplötur, pallar og þrep frá Weland séu svar við þessum spurningum. Framleiðsluvörur Weland eru úr gæðastáli og heitgalvaniseraðar til að tryggja þeim lengsta endingu. Gœtum hagkvœmni - gœtum öryggis. Lausnin er Weland ristarplötur, pallar, prep. Þrep 900 x 230 mm 900 x 260 mm 1000 x 260 mm Þessar stærðir eru til á lager: Þrep með Pallar hálkuvörn 900x1000 mm 700x230 mm ,000xl000 mm 900 x 230 mm 900 x 260 mm Ristarplötur Úr 25 x 3 mm stáli: 1000 x 6000 mm Úr 30 x 3 mm stáli: 1000 x 6000 mm Leitið upplýsinga SINDRA STALHF PÓSTHÓLF 881, BORGARTÚNI 31, 105 REYKJAVÍK, SÍMAR: 27222 & 21684

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.