Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 19
18 SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982. SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982. 19 Guðmundur Finnbogason. Ásgrímur Jónsson. ■ Á öðrum og þriðja áratug þessarar aldar, sem voru mikil gróskuár í íslenskri myndlist, starfaði í Reykjavík Listvinafélag íslands, samtök myndlist- armanna og áhugafólks um fagrar listir. Þetta félag gegndi merku hlutverki við að kynna almenningi myndlist, einkum með opinberum samsýningum, og verðskuldar að sögu þess sé gaumur gefinn. Við rifjum hér upp höfuðþætti í sögu félagsins í tilefni af því að á þessu ári er hálf öld liðin frá því það leið endanlega undir lok. í frásögninni er stuðst við bæjarblöðin í Reykjavík og gerðabók félagsins sem varðveitt er á Þjóðminjasafninu. Upphaf Listvinafélagsins - Um tildrög þess að Listvinafélagið var stofnað segir í gerðabókinni: „í júní- mánuði 1915 átti Ríkarður Jónsson mynd- höggvari tal við Einar Jónsson myndhöggv- ara um að stofna til félagsskapar meðal íslenskra listamanna og þeirra er áhuga hafa á fögrum listum hér á landi. Kom þeim saman um að gera tilraun til auka þekkingu á íslenskum listum erlendis." Á fundinum var kjörin þriggja manna stjórn. Ríkarður Jónsson myndhöggvari var kosinn formaður til þriggja ára, Matthías Þórðarson fornminjavörður var kosinn ritari og Þórarinn B. Þorláks- son var kosinn gjaldkeri. 27 manns skráðu sig stofnfélaga Listvinafélags erindi þau um listir og listasögu sem þar voru flutt af og til. Hluti þessara erinda var gefinn út í tveimur bókum Smárít Listvinafélagsins I-U, og komu út með nokkrum styrk úr ríkissjóði 1920 og 1925. Fyrsta erindið var flutt listvinum af Matthíasi Þórarðsyni í febrúar 1917. Hann talaði þá um Bertel Thorvaldsen. Hann átti síðan eftir að flytja tíu önnur erindi á fundum Listvinafélagsins fram til 1926: um skjaldarmerki íslands um listir Forn-Egypta, Babýloníumanna og Assýringa, um listamennina Hjalta Þor- steinsson, Sæmund Hólm, Ólaf á Kóngs- bergi, Helga Sigurðsson, Þorstein Hjal- talín og Þorstein Guðmundsson. Aðrir fyrirlesarar voru Alexander Jóhannesson, Ársæll Árnason bókbind- ari, Bjarni Jónsson frá Vogi, Guðmund- ur Finnbogason prófessor., Guðmundur Hannesson læknir, Ríkarður Jónsson, Sigfús Blöndal bókavörður og þrír útlendingar: Ljuba Friedland frá Rúss- landi Hildur Arpi frá Uppsölum og dr.phil. Karl Kortsen. Alexander ræddi um list Einars Jónssonar og 1920 talaði hann um expressionisma, og „sagði á honum kost og löst frá sjónarmiði mótstöðumanna og fylgismanna" eins og komist er að orði í gerðabók félagsins. 1922 flutti hann enn erindi um málaralist nútímans. Guðmundur Finnbogson tal- aði um gullinsnið og síðar um lista- skynjanir; Guðmundur Hannesson sagði frá gömlu sveitabæjunum á íslandi og húsagerð á Norðurlöndum; Ríkarður Jónsson talaði um ítalska list. Útlensku gestirnir ræddu um list í heimalöndum sínum, Rússlandi og Svíþjóð, og eins um tengsl sálarfræði og listar. í gerðabókinni segir að á eftir slíkum erindum hafi jafnan verið borið fram kaffi og bakkelsi og listvinir skipst á skoðunum. Formannaskipti urðu í -félaginu á þriggja ára fresti, eins og félagslög kváðu á um: 1922-25 var Þórarinn B. Þorláksson formaður, 1925-28 var Matt- hías Þórðarson formaður, Finnur Jóns- Hálf öld frá því Listvinafélag Islands leið nndir lok: Sýnendum fjölgaði aðeins um tvo við þessa breytingu, en nokkur hópur þeirra sem sýnt hafði 1924 kom ekki fram að þessu sinni, þannig að nýliðar voru fleiri en heildartalan gefur til kynna. Listsýningin 1927 Á félagsfundi í Listvinafélaginu í mars 1927 var samþykkt að leigja Listvinahús- ið, en halda þó opnum möguleika á sýningu þar um vorið. Þetta eru fyrstu merki þess að félagið sé að draga saman seglin. Félagið hafði sætt gagnrýni fyrir tvær fyrri sýningar og sá frískleiki sem einkenndi fyrstu starfsárin virðist nú hafa verið farinn að dvína. Sjöunda almenna listsýningin var þó haldin í maí sama ár. Á sýningu þessari voru 108 verk eftir 16 málara. Tólf þeirra eru nefndir í bæjarblöðunum, en sýningarinnar er ekki getið í gerðabók félagsins. Þessir sýnendur voru: Ásgrímur Jónsson, Brynjólfur Þórðarson, Einar Jónsson, Finnur Jónsson, Guðmundur Einarsson, Jón Jónsson, Óskar Scheving, Ríkarður Jónsson, Sigríður Erlendsdóttir, Sigrún Kjartansdóttir, Snorri ArinbjarnSr og Þorvaldur Skúlason. í annað sinn var engin dómnefnd starfandi. Af þeim sökum urðu harðar deilur um sýninguna á opinberum vett- vangi, þótt að hluta til snérust þær um önnur efni. Jóhannes Kjarval birti t.d. auglýsingu í Alþýðubiaðinu 10. maí og varaði „alla þá er listsýningar sækja að fara ekki (svo) á sýningu Listvinafélags- ins... vegna þess að hann álítur að hætta stafi af að vera í miðsal (sýningar-) hússins vegna sprunginna veggja og rangrar byggingar á þakinu." Formaður Listvinafélagsins, Thorvaldur Krabbe, kvað þetta fjarðstæðu eina. Alþýðublaðið lagði orð í belg: „Það er að vissu leyti rétt sem meistari Kjarval segir að það er háskalegt að koma á listsýninguna en ekki fyrir það að hrynja muni á mann raftarnir eins og hann heldur, heldur er hún drepandi fyrir þá (Ki ■ F.inar Jónsson. Hnignun og endalok Listavinafélagsins Eftir umrótið í kringum sjöundu listsýninguna lá starfsemi Listvinafélags- ins að mestu niðri. Þó var haldinn aðalfundur í febrúar 1928, en ekki er að sjá að þar hafi neinar umræður farið fram um starfsemi félagsins. í nóvember sama ár var haldinn fundur með eigend- um hlutabréfa í Listvinahúsinu og sú ákvörðun tekin að selja húsið. Það var auglýst til sölu í janúar 1929. Á aðalfundi félagsins í mars 1929 kvað skyndilega við annan tón. Rætt var um listsýningu á vori komanda og nefnd kosin til að ræða við listamenn um tilhögun hennar. Formaður félagsins upplýsti að sýning væri undir því komin að búið væri að reisa sýningarskála á vegum ríkisins, eins og farið hefði verið fram á. Af þessari sýningu varð ekki. í júní var enn haldinn fundur með eigendum Listvinahússins en félagið hafði þá staðið í samningum við bæjar- stjórn um sölu þess. í júlí var gengið frá kaupunum og húsið selt bænum fyrir 12 þúsund krónur. Árið 1930 lá allt starf Listvinafélagsins ■ Rikarður Jónsson. hafið nýtt landnám, er miðar að því að höndla það sem fagurt er og sérkennilegt í ásýnd lands og lýðs öldum og óbornum til yndis.“ Þegar sigurinn hafði unnist í stjórn- málum og fullveldið var fengið stóðu Islendingar á krossgötum. Framundan var tími þjóðfélagslegrar og mcnningar- legrar formleitar" skrifar Björn Th. Björnsson. Að Listvinafélaginu stóð tveir hópar: annars vegar borgarastétt Reykjavíkur, embættismenn, menntamenn og kaup- menn, og hins vegar myndlistarmenn. Ekki er fjarri að ætla að Guðmundur Finnbogason hafi mælt fyrir munn margra í hinum fyrrnefnda hóp er hann lýsti viðhorfi til myndlistar með þessum hætti á listsýningunni 1919: „Vér þráum að sú fegurð er líðandi stund bregður skyndilega yfir láð og lög mætti verða varanleg eign vor og allra þeirra sem hennar eru hæfir að njóta...Hlutverk listamannsins er að gera þennan auð að varanlegri eign þjóðarinnar, festa sér- kennileikann jg fegurðina á léreftið, eða móta í málm og stein." En myndlist getur ekki lifað eftir forskriftum. Ef einhvern lærdóm má Gamla Iðnskólahúsið í Reykjavík: Þar voru hugmyndir um stofnun Listvinafélagsins fyrst reifaðar sumarið 1915. yyDinglaði meinleysislega við afleiðinguna í stað þess að taka karlmannlegum höndum á orsökinni” Félagið átti mikilvægan þátt í að ryðja íslenskri nútímamyndlist braut, en liðaðist í sundur vegna ágreinings um listræn gildi að koma á fót slíkum félagsskap og áttu síðan tal við nokkra aðra listamenn og listvini í Reykjavík um þetta. Síðan komu þessir menn allir saman í kennslu- stofu Iðnskólans við Lækjargötu, Rík- arður og Einar, Ásgrímur Jónsson og Þórarinn B. Þorláksson málarar, Guð- jón Samúelsson nemandi í húsbygg- ingarfræði Sigríður Björnsdóttir og Kristín J. Jacobsen, ennfremur Brynjólf- ur Björnsson tannla&knir og Matthías Þórðarson fornminjavörður. Urðu nokkrar umræður á fundinum og kom öllum saman um að gera bæri tilraun til að stofna listamannafélag. Var rætt um í sambandi við það bæjarskipun og bæjarprýði og fleira, er slíkur félags- skapur ætti að láta til sín taka. Lista- mennirnir kváðust sjálfir of fáir til að mynda félag út af fyrir sig; vildu mynda samband allra listvina hér á landi.“ Listvinafélag stofnað Nokkuð dróst það að boðað væri til stofnfundar listvinafélags. Hann var ekki haldinn fyrr en í febrúar árið eftir. Þar voru samþykkt lög fyri'r félagið í 14 greinum og stjórn kjörin. Önnur grein félagslaga hljóðaði svo: „Tilgangur félagsins er: að efla þekk- ingu og áhuga íslendinga á fögrum listum í þrengri merkingu, þ.e. dráttar- list, prentlist, höggmyndalist og húsa- gerðarlist; að vinna að útbreiðslu góðra listaverka og eftirmynda þeirra; að gera íslenskum listvinum hægra fyrir að kynnast framförum erlendra lista, og að íslands. Af þjóðkunnum mönnum má nefna Alexander Jóhannesson málfræð- ing, Ásgrím Jónsson listmálara, Baldvin Björnsson gullsmið, Bjarna Jónsson forstjóra, Björnsterne Björnsson gullsmið, Einar Erlendsson húsasmið, Einar Jónsson myndhöggvara, Emil Thoroddsen tónskáld, Guðjón Samúels- son arkitekt, Guðmund Hlíðdal verk- fræðing, Guðmund Thorsteinsson list- málara, Jón Helgason prófessor í guð- fræði, Sigríði Zöega og Steinunni Thor- steinsson ljósmyndara. Veita má því athygli að hér eru á ferð brautryðjcndur íslenskrar nútímamynd- listar og listvinirnir eru „betri borgarar í Reykjavík, embættismenn, mennta- menn og kaupmenn. Alþýðufólk var ekki í listvinahópnum og fyrir því eru augljósar ástæður. Félagsleg •. kjör þess leyfðu enn ekki munað listalífs, og það varð að sætta sig við hlutverk hins óvirka áhorfanda. Innra starf Listvinafélags- ins Fyrstu árin starfaði Listvinafélagið eingöngu sem klúbbur; öll starfsemi fór fram á lokuðum samkomum félags- manna og gesta þeirra. Þetta breyttist hins vegar þegar félagið fór að beita sér fyrir listkynningu opinberlega. Félagsfundir voru haldnir þrisvar til fjórum sinnum á ári, ætíð á ljósmyndastofu Sigríðar Zöega á Hverfisgötu. Þar ræddu listvinir áhugaefni sín og skipulögðu starfsemi félagsins, en merkilegust verður að telja son var formaður 1928-31 og á síðasta aðalfundi Listvinafélags í apríl 1931, eftir að félagið var í raun og veru hætt allri starfsemi, var Guðbrandur Jónsson prófessor kjörinn formaður. Fyrsta almenna listsýning- in í Reykjavík Hugmyndinni um opinbera samsýn- ingu íslenskra listamanna var fyrst hreyft á félagsfundi í Listvinafélaginu í desember 1918. Frumkvæðið kom frá Magnúsi Jónssyni dósent í guðfræði. Tillagan hlaut góðar undirtektir, og haustið eftir var hún orðin að veruleika. Fyrsta almenna listsýningin í Reykjavík, þ.e. samsýning Iistamanna, var opnuð í Barnaskóla Reykjavíkur í ágúst 1919. Þar sýndu 17 listamenn 90 verk, þar af 67 málverk og teikningar, 22 líkneski og eina teikningu. Fimm manna dómnefnd hafði valið verkin, en samþykkt hafði verið að „selja hinum þremur frumherj- um íslenskrar listar, Þórarni Þórláks- syni, Einari Jónssyni og Ásgrími Jóns- syni sjálfdæmi um það hver verk sín þeir hefðu á sýningunni.“ Forvitnilegt er renna augum yfir lista þeirra sem þama áttu verk: Arngrímur Ólafsson, Ásgrímur Jónsson, Emil Thoroddsen, Emile Wattens, Eyjólfur Jónsson, Finnur Thorlacius, Guðmund- ur Thorsteinsson, Jóhannes Kjarval, Jón Helgason, Jón Þorleifsson, Júlíana Sveinsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Nína Sæmundsson, Ólafur Túbals, Ríkarður Jónsson og Þórarinn B. Þorláksson. Listsýningin í Barnaskólahúsinu vakti verulega athygli í Reykjavík og bæjar- blöðin veittu henni nokkurt rúm á síðum sínum. Morgunblaðið sagði óhætt að fullyrða að aldrei hefði betra úrval íslenskra lista verið samankomið á einum stað en nú í Barnaskólanum. „Satt að segja er það undravert að hægt skuli að sýna jafn fagran 0g litríkan ávöxt eftir ekki lengri tíma en liðinn er síðan fyrstu listamennirnir okkar ruddu brautina.“ Talsvert seldist af verkum á sýning- unni. Til gamans má geta þess að samkvæmt frétt í Morgunblaðinu seldist verk Ásgríms Jónssonar Morgunn á 800 kr., Kvöldsól á Skarðsheiði eftir Þórar- in B. Þorláksson seldist einnig á 800 kr., Sigluljörður eftir Guðmund Thor- steinsson fór á 700 kr. og Kvöld í verinu eftir sama listamann fór á 300 kr. Að meðaltali voru greiddar 50-200 kr. fyrir verkin á sýningunni. Á þessum tíma var dagvinnutímakaup í almennri hafnar- vinnu í Reykjavík tæp króna. Aðgangs- eyrir að listsýningunni var einnig ein króna og hana sóttu 2300 manns. Bæjarbúar voru þá á átjánda þúsund. Listvinir færast í aukana Listvinum þótti listsýningin 1919 heppnast vel og árangur hennar hleypti fjöri og áræðni í starf þeirra. Næstu árin voru haldnar sex almennar listsýningar í Reykjavík á vegum Listvinafélagsins og kannski .er ekki út í hött að líkja mikilvægi þeirra fyrir listalífið í bænum við virðulegar árssýningar í opinberum listasöfnum erlendis. Að minnsta kosti virðast þær hafa náð athygli bæjarbúa því aðsókn á sýningarnar mun hafa verið allgóð. í mai„ 1922 sótti Listvinafélagið um það til bæjarstjórnar Reykjavíkur að fá lóð undir sýningarhús sem það ráðgerði að smíða. Undirtektir voru góðar og í kjölfar þess var gerður samningur milli félagsins og bæjarstjórnar sem kvað á um að félagið fengi að láni, ókeypis og leigulaust, lóð á Skólavörðuholti, „norð- an við hið opna svæði kringum Skóla- vörðuna... með því skilyrði að hús sem á henni er eða verða kynni reist verði eingöngu notað til listsýninga eða annar- ra listiðkana." Hús Listvinafélagsins, Listvinahúsið, eins og það hefur verið nefnt, var til marks um stórræði listvina á þessum árum. Húsið átti eftir að verða vettvang- ur margra listsýninga, og löngu eftir að félagið var allt var þar starfrækt lista- og listiðnaðarverkstæði. Önnur sýning Listvinafélagsins var haldin í júlí 1921. Þar voru sýnd verk eftir 23 listamenn: málverk, teikningar og líkansmíði. í október árið eftir var þriðja sýningin haldin, og þá í ófullgerðu húsi félagsins á Skólavörðuholti. Þar sýndu 14 Iistamenn verk sín. Fjórða almenna listsýningin var haldin haustið 1923 og sýndu þar 13 manns. Baldvin Björnsson sagði í Morgunblaðinu að hún væri að mörgu leyti fjölskrúðugari en fyrri sýningar, þótt þátttaka væri lítil. Hann lét í ljós óánægju með hve lítt væri keypt af listaverkum á slíkum sýningum og bætti við: „Það má auðvitað segja sem svo: að annað sé við peninga að gera, ekki síst á þessum síðustu og verstu tímum, en að kaupa fyrir þá listaverk. En þegar litið er á hversu mikið innflutt og keypt er af allskonar verksmiðjuprjáli, sem engan snefil af listgildi hefur að geyma, ætti mönnum að skiljast að þeim peningum mundi betur varið til að kaupa fyrir þá verk unnin af efnilegum og jafnvel ágætum íslenskum listamönnum...heldur en að hrúga að sér allskonar smekkspillandi verksmiðjurusli; allt slíkt „kunsturrogat" er andstyggilegt og ætti að minnsta kosti ekki að vera menntuðum mönnum samboðið." Ágreiningur Þegar farið var að undirbúa fimmtu almennu listsýninguna ári síðar kom í ljós að listamenn voru orðnir áhuga- minni en áður. í vikublaðinu Verði segir að reka hafi orðið þá til þátttöku með bréfum og blaðagreinum. í geröabók Listvinafélagsins kemur fram að á félagsfundi í október 1924 lýsti Jóhannes Kjarval yfir mikilli óánægju með þann drátt sem á sýningu hafi orðið. Frey- móður Jóhannesson vildi þá leysa vandann með því að efna til sýningar á Akureyri, en fékk ekki undirtektir. Hvergi er kveðið skýrt að orði um ástæður þessarar deyfðar og sundrungar listamanna og listvina, en hún virðist einkum snúast um það hvemig velja eigi verk á sýningar. í máli formanns Listvinafélagsins, Magnúsar Jónssonar, kemur fram að hann óttast að hinir bestu málarar dragi sig í hlé ef dómnefnd verði ekki skipuð. Slíkar hugmyndir hljóta þá að hafa verið viðraðar, kannski af einhverjum sem mislíkað hafði val dómnefndar á fyrri sýningum. Á félags- fundinum var samþykkt að leita bréflega álits listamanna og var það gert. Enginn þeirra sem bréfinu svaraði kvaðst hafa á móti dómnefnd. Þetta varð til þess að drifið var í að koma sýningunni upp og var hún opnuð í nóvember 1924; 18 listamenn áttu þar verk. Ekki voru allir ánægðir með þessa sýningu. Emil Thoroddsen skrifaði í Vörð: „Auðséð er að margt hefur verið tekið til þess að fylla stofurnar, en ekki vegna listgildis, og ekki von að vel fari þegar sýningarnefndin þarf að betla um myndirnar." Árið 1925 breytti Listvinafélagið út af venju sinni og efndi í samvinnu við Den Frie Udstilling í Kaupmannahöfn til danskrar listsýningar í Reykjavík. Þar sýndu 37 danskir málarar 158 myndir. Til gamans má geta þess að dýrasta málverkið á sýningunni var verðlagt á 16 þúsund krónur, auk verðtolls og vöru- skatts. Það var verk eftir Niels Skov- gaard. I júlí 1926 var haldin sjötta almenna listsýningin. Minnug deyfðarinnar tveimur árum fyrr ákvað nú stjórn Listvinafélagsins að engin dómnefnd skyldi starfa og þau verk sýnd sem bærust. Dómnefndarstörf voru eftirlátin áhorfendum og gagnrýnendum blað- anna. virðingu sem menn kunna að hafa haft fyrir íslensxri myndgerðarlist. Sýningin er Listvinafélaginu og íslenskum lista- mönnum til háborinnar háðungar.“ Valtýr Stefánsson skrifaði í Morgun- blaðið: „En fer þá ekki svo að sumir listamenn vorir verði óánægðir með félagsskapinn þegar byrjendum er hleypt að? Og að hverjum er meiri fengur, byrjendum eða hinum sem lengra eru komnir? Listvinafélagið hefur opnað faðminn fyrir byrjendum og sú gestrisni hefur sett ótvíræðan svip á sýninguna." Og Emil Thoroddsen sagði í Verði: „Nokkrir sýnendur fyrri ára undi ekki matinu á myndum sínum og mæltust til þess að dómnefndin yrði afnumin. Það lýsir vel stjórnleysinu sem ríkir hér í ýmsum efnum að stjórn Listvinafélagsins skuli taka tilmælin gild og afnema orðalaust alla dómnefnd. Kunnáttulausu kákurum er þar með selt skilyrðislaust sjálfdæmi og agaleysið fær forsæti á árshátíð myndlistarinnar." Óll þessi óánægja varð til þess að hinn 29. maí birti stjórn Listvinafélagsins tilkynningu í Morgunblaðinu þar sem sagði að félagið sæi sér ekki fært að halda listsýningum sínum áfram fyrst um sinn. Var skírskotað til þeirrar gagnrýni sem sjöunda listsýningin hafði fengið í blöðunum. Ekki er að finna stafkrók um þessa ákvörðun í gerðabók Listvinafélagsins þótt hún sé hin afdrifaríkasta úr sögu félagsins. Þess ber einnig að geta að tilkynningin í Morgunblaðinu er hvorki auðkennd né undirrituð. niðri. í apríl 1931 varefnt til aðalfundar, en engar umræður um starf félagsins eru skráðar í gerðabók. Síðasta bókunin er frá 20. mars 1932. Þá boðar stjórn félagsins listamenn á sinn fund og skýrir þeim frá samkomulagi sem tekist hafi milli félagsins og Helga Briem bóksala. Það fól í sér að stöðug sölusýning íslenskra listaverka yrði í verslunarhúsi hans í Reykjavík. Listkynningarhlutverki félagsins hafði nú verið falið bókabúð og áhugi ekki fyrir neinu innra félags- starfi. Listvinafélagið var liðið undir lok. Átök landnámsstefnu og nýstárleika í upphafi var þess getið að Listvinafé- lagið hefði orðið til á gróskuárum íslenskrar myndlistar. Þetta voru jafn- framt ár sem einkenndust af sókn íslendinga til fullveldis í stjórnmálum. Það er ekki út í hött að skoða myndlist tímabilsins í samhengi við stjórnmálin ef menn gæta þess að láta slíkan samanburð ekki leiða sig afvega. Við veitum því athygli að landslag íslands er ríkjandi viðfangsefni myndlistarmanna. Kannski var það vegna þess að íslending- ar voru að taka við landi sínu öðru sinni og þeim var nauðsyn að sjá það og meta alnýjum augum. Kannski fól landslags- verkið í sér þessa endurskoðun, þetta endurnám landsins, eins og Björn Th. Björnsson listfræðingur hefur leitt að getum að í myndlistarsögu sinni. Þessi hugmynd Björns fær stuðning af ávarpi sem Guðmundur Finnbogasson flutti við opnun fyrstu almennu listsýn- ingarinnar 1919. „Með hinni ungu íslensku myndlist,“ sagði hann, „er hér draga af listasögu Vesturlanda er hann einmitt sá að þegar efni og form er fjötrað að hefð og vana fer henni að hnigna. Nýstárleiki er kvika allrar sannr- ar listar. Þegar expressionisminn nam land á þriðja áratugnum vakti hann beyg sumra, og listgildi verka í þessum nýja stíl var dregið í efa. Umræður í Listvinafélaginu um kost og löst þcssarar myndlistarstefnu bera þess vott. Sú mæta borgarastétt í Reykjavík sem kjörið hafði sig verndara lista og mótað með sér einhvers konar landnámsviðhorf í myndlist hlaut að taka nýmælum, svo sem expressionisma, með nokkurri tor- tryggni og þótt deilurnar í Listvinafélag- inu á árunum upp úr 1924 snúist öðrum þræði um það hver skuli meta gildi listaverka og hvernig, virðist búa að baki djúpstæðari togstreita um listræn gildi: átök landnámsstefnu og nýstárleika. Listvinafélagið komst aldrei út úr þessari úlfakreppu. Það reyndi aðleysa vandann með tilslökun við andstæðar skoðanir og afnám í því skyni dómnefndir á sýningum sínum. En sú ráðstöfun rak endahnútinn á listkynningu félagsins, „agaleysið fékk forsæti á árshátíð mynd- listarinnar." Listvinafélagið var búið að vera haustið 1927 þótt það tórði í nokkur ár til viðbótar. Ekki er að sjá að það hafi nokkru sinni verið leyst upp formlega; síðasta fundargerð er frá 1932. En um það leyti var líka fótum kippt undan starfseminni því kjölfesta félagsins, lista- mennirnir, höfðu stofnað með sér eigin samtök og efnt til listsýninga. „Listvinafélagið á það sammerkt við flestar aðrar félagsstofnanir að dingla meinleysislega við afleiðinguna í stað þess að taka karlmannlegum höndum á orðsökinni" skrifaði Þórbergur Þórðar- son í Bréfi til Láru 1924. Þau ummæli kunna nú að virðast sönn eftirmæli. GM. - Á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.