Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 32

Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 32
32 ISÍÍlIiií SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982. nútíminn Umsjón: Friðrik Indriðason og Eirlkur S. Eiríksson Egó - í mynd /Steinar Jafnvel þótt himininn dragi giuggatjöld sín frá, liggur dáleiöandi þokan glugga þínum á. Himininn brotnar í Ijóðum, nakið undur, kristaldýr í garðinum molnar í sundur. Einhvern tímann hefði það verið talið stórskáld sem þannig orti, en í dag eru það breyttir tímar og höfundurinn er enginn annar en Bubbi Morthens, forsprakki hljómsveitarinnar Egó. Til- vitnunin hér að framan er tekin úr laginu „Mescalin“ á nýju plötu Egósins, „í mynd“ og það er engin tilviljun að ég vel beina tilvitnun í texta til að opna umfjöllunina um þessa nýju plötu Bubba Morthens, bróður hans Begga, Magga trommara og Rúnars bassaleikara. Text- amir á þessari plötu eru það haganleg- asta og besta sem ort hefur verið á íslenskri rokkplötu fram að þessu. Eða hafið þið fram að þessu nokkurn tímann vitað íslenska texta við rokklög geta staðið sjálfstæða þannig að þeir ættu erindi á síður flestra nútíma ljóðabóka? Ef svara á þessari spurningu í einlægni þá hlýtur svarið að vera nei. „í mynd“ er að vísu nokkuð „köflótt plata“, en jákvæðu hliðarnar eru það margar, að þessari plötu verður að mínu viti að skipa í flokk bestu íslensku platnanna fyrr og síðar. Kostimir eru fyrst og fremst þeir, að Bubbi Morthens hefur getað skilað því sem hann yrkir um, frá sér á myndrænan og áhrifaríkan hátt. Hverja í hópi rokkara í dag heymm við yrkja á þessa leið annan en Bubba? „Nakinn ég stóð undir himninum, grátandi rigning í sandinum. Villt skýin lutu engri stjórn, xgi færðu tár sín að fóm. Ég gekk og horfði í spegil fljótsins í strauminum augun léku sér. Fljótið rann í átt til hafsins, augunum' gleymdi að skila mér. (í spegli Helgu). Og enn er svarið - enginn nema Bubbi. Annar höfuðkostur þessarar plötu og ekki sá minnsti er trommuleikur Magnúsar Stefánssonar, sem vafalaust er okkar einn albesti og fjölbreytilegasti rokktrommuleikari í dag. Það væri saga í heila bók hvernig Magnús spilar á þessari plötu, en plássins vegna verður sú saga ekki sögð hér. Því er við að bæta að flest öll lögin á plötunni eru afbragðs góð, en önnur draga heildarútkomuna niður. Þar er t.d. „Dancing raggae with death“, eina lagið á plötunni sem sungið er á ensku. Og enn elur Bubbi í brjósti vonir um að verða raggae-stjarna hér á klakanum. Héldu menn að hann hefði fengið sig fullsaddan á „Chineese Ragg- ae“ hér á árum áður, en lengi skal manninn reyna. Ekki verður svo við þessa plötu skilið að ekki sé minnst Tómasar þáttar Tómassonar, sem hér á kannski þátt í best „pródúseruðu" íslensku plötunni frá uþphafi. Skemmtilegir effektar og snyrtilegur synthesiser leikur Tomma setur sitt mark á þessa plötu. Sérstaklega nýtur Tommi sín í laginu „Manilla" þar sem hann leikur á bassasynthesiser. „Manilla“ er einnig besta lag plötunn- ar að mínu mati, enda fer þar allt saman sem þarf til að prýða gott lag, góður hljóðfæraleikur, hnitmiðaður texti og ágætur söngur. Ég er einn þeirra sem aldrei felldi mig fullkomlega við „Breyttir tímar“, en við þessa nýju plötu Egósins er ég meira en sáttur. Satt að segja er ég bara í hátíðarskapi, þó að meira en þrjár vikur séu til jóla. - ESE. Depeche Mode / A Broken Frame / Steinar hf. ■ Það er ekkert auðveldara en að sökkva niður í seiðandi melódíur hljóm- sveitarinnar Depeche Mode og gleyma stað og stund. Að mínum dómi er A Broken Frame hreint frábær plata á sínu sviði, tölvupoppinu, en þessi sveit eða The Deps eins og þeir eru kallaðir, er það baksvið sem Vince Clarke er runninn úr, hann var aðalsprauta þeirra þar til hann svissaði um og stofnaði dúettinn Yazoo sem síðan hefur trónað löngum stundum á toppi ýmissa vinsældalista. The Deps er upprunin í bænum Basildon í Bretlandi og sem skólastrákar eyddu þeir löngum stundum á heimili Clarks með hljóðgervlana og sömdu lög á þá. í sveitinni voru og eru David Gahan, Martin Gore og Andrew Flet- cher og er Gore aðallagasmiður þeirra þessa dagana. The Deps er mjög lífleg hljómsveit og notkun þeirra á hljóðgervlum einstak- lega skemmtileg eins og sést strax á tveimur fyrstu lögum plötunnar, Leave in silence og My secret garden sem jafnframt eru bestu lög hennar að mínum dómi. Fyrri breiðskífa þeirra Deps „Speak & Spell“ hlaut mjög góðar viðtökur gagnrýnenda, en þar var Clark til staðar. Að mínum dómi hefur Deps ekki hrakað mjög við brottför hans, A Broken Frame er því gott vitni. Og eitt einn. Albúmið er eitt hið skemmtilegasta sem ég hef séð lengi. FRI Donald Fagen / The Nightfly / Steinar hf. {■ Fyrir einum tug ára síðan eignaðist ég mína fyrstu Steely Dan plötu, Pretzel logic, og lengi á eftir setti maður fáar aðrar skífur á fóninn, var platan að lokum orðin álíka þunn og veski | vísitölufjölskyldunnar er nú til dags. Það var því eins og að heilsa gömlum, traustum, en gleymdum vini er sólóplata söngvara þeirrar sveitar Donald Fagen barst mér í hendur. Pródúsent plötunnar Gary Katz segir að með henni hafi átt að fýlgja Steely Dan línunni út í ystu æsar og ekki er annað að heyra en það hafi tekist nokkuð vel, að vísu er þessi plata mun léttari en síðustu SD plötur hafa verið, er nokkuð í stíl við fyrstu plötur þeirrar sveitar. Meðal þeirra sem leika undir hjá Fagen á plötunni má nefna Greg Phillinganes, Larry Charlton, Jeff Porc- aro, Michael Omartian, Dave Tofani og Michael Brecker en sannir SC aðdáend- ur þekkja í hópnum marga góða vini sem léku með SD á sínum tíma. Sem fyrr segir er tónlistin létt, nokkuð jözzuð og hugljúf á köflum og á heildina litið er þetta gripur sem allir SD aðdáendur verða að eiga í safni sínu, en fyrir þá sem aldrei hafa heyrt á SD minnst er ekki svo vitlaust að hlusta á Fagen til að byrja með. Textarnir eru yfirleitt mjög góðir, á stundum hreint frábærir en plötunni fylgir textablað. FRI Supertramp - ...famous last words / Steinar ■ Vitið þið hvað er ömurlegra en söngvari úr gamalli staðnaðri hljóm-' sveit sem reynir að feta sömu gömlu stiguna með sömu gömlu lummurnar? Auðvitað vita það allir sem kæra sig um, nefnilega gömul stöðnuð hljómsveit sem neitar að hlyða rödd skynseminnar og hitar upp lummumar þótt brenndar hafi verið fyrir. Þið verðið bara að fyrirgefa lesendur góðir, en það verður að segjast eins og er að það er fátt sem fer meira í taugarnar á mér en ill örlög góðra hljómsveita og þá er sama hvað hljóm- sveitin heitir. Undanfarin áratug hefur maður séð og heyrt hinar og þessar hljómsveitir fara í hundana og um leið fagnað því ef menn hafa haft vit á því að hætta áður en stöðnunarvofan hefur náð að gleypa þá með húð og hári. Þetta hélt ég að ein mín mesta uppáhalds- hljómsveit, Supertramp hefði gert, en því miður það var borin von. Super- tramp eru komnir á fleygiferð með lummurnar sínar á nýrri plötu sem þeir nefna „...... famous last words“. Þessa plötu væri í besta falli hægt að kalla gamalt vín á nýjum belgjum og ég fyrir mína parta hlusta heldur á „Crime of the century". Eitt jákvætt verð ég þó að segja um plötuna Lagið „Raining again“ kitlar vissar taugar, en það er bara ekki nóg. Supertramp hafa áður samið 23 betri lög. Fyrst ég er á annað borð farinn að vera svona jákvæður, verð ég einnig að nefna titil piötunnar, svo og myndina á umslaginu. Við þetta tvennt bind ég vissar vonir, sérstaklega ef túlka má titilinn sem „svanasöng11 hljómsveitar- innar og ef skærin bíta og líflína þessarar „heiladauðu“ sveitar hrekkur þar með í sundur. Nú þegar hafa vafalaust margir orðið til að misskilja mig. Supertramp er ekki léleg hljómsveit. Hún er góð, en því miður að gera nákvæmlega sömu hlutina og fyrir átta árum, þegar ég heyrði í þeim fyrst. Því geri ég Supertramp þann greiða að skrifa ekki efnislega um þessa plötu. ESE Veruleiki?/Siggi Karls ■ Siggi Karls hefur mörgum þótt vera misskilið sjéní, en hvað um það, hann er tvímælalaust í hópi okkar bestu ásláttartónlistarmanna eins og sólóplata hans Veruleiki? ber glöggt vitni. Siggi ber málefni Beirut mjög fyrir brjósti á plötunni, tvö lög bera það nafn og raunar er um sama lagið að ræða í báðum tilvikum með þeim breytingum að á annarri hliðinni hefur það hárbeitt- an ádeilutexta og á hinni er eingöngu um lagið sjálft að ræða og heitir það þá Beirut í blóma. Nokkuð sniðug hug- mynd sem kemur vel út. Tónlistin er nokkuð létt og kennir margra áhrifa í henni, jazz, bræðsla, popp o.fl. öllu hrært saman í einn ágætan og áheyrilegan kokteil. - FRI. Plötur Lotus smöluðu ekki taka verður upp dómstól á úrslitakvöldi Mósiktilrauna SATT til að koma í veg fyrir „hreppapólitíkina" ■ Vegna fréttar af síðustu Músíktil- raunum SATT, um að hljómsveitin Lotus frá Selfossi hefði smalað aðdáend- um sínum saman í tvær rútur og haft þá með sér í Tónabæ, kom Hilmar Þór Hafsteinsson á Selfossi að máli við Nútímann og sagði að þarna hefði ekki verið alveg rétt með farið. Hilmar sagði það rétt að fjöldi ungra Selfyssinga hefði verið í Tónabæ umrætt kvöld, en þar hefði alls ekki verið um neina smölun af hálfu Lotus að ræða. Skólanemendur á Selfossi hefðu fyrir löngu verið búnir að ákveða að fara í kvikmyndahús í Reykjavík umræddan dag og hefðu þeir farið í Tónabæ að lokinni fimmsýningu. Þá sagði Hilmar að það mætti gjarnan koma fram að sökum misskilnings á milli hans og Ólafs Jónssonar, forstöðumanns Tónabæjar, þá hefðu Lotus tapað mörgum dýr- mætum stigum. Hann hefði rætt um fyrirkomulag keppninnar við Ólaf og honum skilist að nægilegt væri fyrir hljómsveitina að mæta með tvö frum- samin lög og síðan sýnishorn af dans- leikjaprógrammi. Þetta hefði reynst rangt og því hefðu Lotus aðeins getað náð 10 stigum hjá hverjum áhorfanda á meðan aðrar hljómsveitir kvöldsins hefðu átt möguleika á 20 stigum fyrir fjögur frumsamin lög. Við þökkum Hilmari ábendinguna, enda skal hafa það scm sannara reynist. Eftir stendur þó óhaggað að Músíktil- raunir SATT hafa hingað til einkennst af „hreppapóiit tk“ og verður ekki annað séð en að ef fá á út einhver marktæk úrslit t.d. í lokakeppninni, þá verði SATT að útnefna einhvern dómstól sem vegið gæti upp á móti atkvæðum „smölunarliða". Mætti þannig dómstóll hafa yfir helmingsatkvæðamagni að ráða, þannig að tryggt sé að endanleg niðurstaða verði nokkurn veginn í samræmi við raunveruleikann. -ESE

x

Tíminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8459
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
17873
Gefið út:
1917-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 278. Tölublað - Blað 2 (05.12.1982)
https://timarit.is/issue/278862

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

278. Tölublað - Blað 2 (05.12.1982)

Aðgerðir: