Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982. Könnunarsaga veraldar - ný bók í Bókaklúbbi Arnar og Örlygs hf. ■ Bókaklúbbur Arnar og Örlygs hf. hefur nú gefið út bókina Könnunarsaga veraldar eftir breska rithöfundinn og ferðagarpinn Eric Newby, en inngang bókarinnar ritar Sir Vivian Fuchs. Þýðingu bókarinnar annaðist Kjartan Jónasson sagnfræðinemi og blaða- maður. Könnunarsaga veraldar er mikið ritverk. Bókin er tæpar 300 blaðsíður í stóru broti og er hún prýdd fjölda mynda, bæði litmynda, svarthvítra mynda og korta. Hefur bókin komið út á mörgum tungumálum og hvar- vetna hlotið mikla eftirtekt og lof enda hefur höfundurinn lagt geysimikla vinnu í verkið og m.a. ferðast um þær slóðir sem fjölmargir landkönnuðir fóru á árum áður. Eric Newby er ferðaritstjóri dagblaðsins Observer og hefur einnig ritstýrt hinum þekkta „Time Off“ bókaflokki og ritað fjölmargar bækur um sagnfræði og landkönnun. I bókinni er greint frá ævintýrum land- könnuðanna, mannraunum þeirra og svaðil- förum og ófyrirleitni og miskunnarleysi í samskiptum við þá þjóðflokka er byggðu löndin sem þeir komu til og fjallað er ítarlega um þau menningarlegu og efnahagslegu umskipti er urðu við fund ókunnra landa. Könnunarsaga veraldar er sett, umbrotin og filmuunnin í Prentstofu G. Benediktsson- ar en prentuð og bundin í Hong Kong hjá Offset International Ltd. Bókin er aðeins seld félögum í Bókaklúbbi Arnar og Orlygs. Félagar í klúbbnum eru nú á sjöunda þúsund og hefur farið ört fjölgandi að undanförnu. 13 EÍektroSlHelios ^ LUXUS HEIMILISTÆKI A HAGSTÆÐU VERÐI Gleðjið fjölskylduna með glæsilegri uppþvottavél Láttu nú verða af því að fá þér vandaða uppþvottavél. D 900 Kr. 14.125. DB 90 Kr. 8045.- Elektro Helios Uppþvottavélarnar eru úrvals sænskar uppþvottavélar sem standast ströngustu kröfur um vandvirkni, lítinn hávaða, flæðiöryggi, barnaöryggi og langa endingu. D 900 uppþvottavélin er fyrir meðalstór heimili. DB 90 uppþvottavéin er borðvél fyrir lítil heimili og kaffistofur. Komdu og kíktu á vélarnar. Hagstætt verð og vildarkjör. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995 Við erum ódýrari! Póstsendum um land allt Smiðjuvegi 14, sfmi 77152 Viö erum starfsfólk hins nýja útibús Iðnaðarbankans í Carða- bæ. Par veitum við alla almenna bankaþjónustu í sambandi við innlán, útlán og innheimtu. Ráðgjöf fyrir þá sem ætla að ávaxta fé sitt, - og um IB-lánin vinsælu sem alltaf eru í sam- ræmi við kröfurtímans. Við bjóðum alla Carðbæinga vel- komna í nýja Iðnaðarbankann, til að skoða staðinn og reyna við- skiptin. Iðnaóartankinn Garðabæ, sími: 46800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.