Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 36
Jólabækurnar frá Vöku:
Eitthvað
fyriralla
Bókaútgáfan Vaka býður í ár fjölbreytt úrval bóka
fyrir jafnt unga sem aldna. Það ætti því ekki að vera
erfitt aö finna hér réttu jólagjaf irnar fyrir
fjölskylduna, vini og kunningja.
Og bækurnar eru allar á einstaklega hagstæðu
verói.
Bréfin hans Þórbergs
I þessari bók eru bréf, sem Þórbergur Þórðar-
son sendi þeim stöllum Lillu Heggu og Biddu
systur, sem kunnar eru úr bók hans „Sálmin-
um um blómið". Hjörtur Pálsson bjó til prent-
unar. Þetta eru ekki nein venjuleg bréf, heldur
bréf frá Þórbergi.
/
Spámaður í föðurlandi
„Spámaður í föðurlandi" heitir fyrsta skáld-
saga Jóns Orms Halldórssonar, aðstoðar-
manns forsætisráðherra. Þetta er nútímaleg
saga sem gerist á nokkrum haustdögum í
Reykjavík. Bókin hefur hlotið lofsamlega
dóma.
Krydd í tilveruna
,,Krydd í tilveruna" er einstætt safn af glensi
og gríni úr öllum landshlutum. I bókinni eru
íslenskar skopsögur í hundraðatali.
Olafur Ragnarsson og Axel Ammendrup
söfnuðu efninu, en Vilhjálmur Hjálmarsson
segir smellnar sögur í bókarauka.
Mömmustrákur
„Mömmustrákur" er fyrsta bók Guðna Kol-
beinssonar, og fjallar um lítinn strák, sem býr
með einstæðri móður sinni. Vandi hins föður-
lausa barns er meginviðfangsefni bókarinnar,
en á öllu er tekið með léttri gamansemi og
undirtóninn er mannlegur og Ijúfur.
Frelsi að leiðarljósi
„Frelsi að leiðarljósi" heitir bók, sem í birtast
skoðanir dr. Gunnars Thoroddsens,
forsætisráðherra, á ólíkustu málum og
málaflokkum. Leitað er fanga í greinum,
ræðum og ritgerðum Gunnars á hálfrar aldar
bili. Tugir mynda gera bókina sérlega lifandi.
Óskasteinninn
„Oskasteinninn" eftir Armann Kr. Einarsson
ber öll einkenni þessa vinsæla barnabókahöf-
undar. Sagan er Ijúf, góð og glettin. Þar er
hversdagsleikinn ekki grár heldur blandaður
lífi og lit. Saga fyrir þá sem unna ævintýrum.
MÆ
'iWm
FRELSI
Ráðherrann og dauðinn
„Ráðherrann og dauðinn" er fyrsta flokks
spennusaga en jafnframt leiftrandi af
fyndni. Ymsir nafntogaðir Svíar eru grun-
aðir um að skýla sér bak við höfundarnafn-
ið Bo Balderson, sérstaklega hafa böndin ®
þó borist að Olof Palme, forsætisráð-
herra.
Ingimundur fiðla
og fleira fólk
I bókinni er að finna þjóðlegan fróðleik af
besta tagi. Hér birtast 5 heimildarþættir
um þjóðlíf og mögnuð örlög. Gunnar M.
Magnúss byggir hér á raunverulegum at-
burðum á þann hátt sem honum einum er
lagið.
Ég læt það bara flakka
„Ég læt það bara flakka" eftir Hugrúnu
skáldkonu, eru frásöguþættir einkar
skemmtilegir aflestrar. I bókinni segir hún
frá uppvaxtarárum sínum í Svarfaðardal í
upphafi aldarinnar. Stíllinn er léttur og
leiftrandi af frásagnargleði.
Valkyrjuáætlunin
„Valkyrjuáætlunin" er sannkölluð spennu-
saga. Hún gerist að mestu leyti á Islandi og
fjallar um glæpi, njósnir, örlög, ofbeldi og
ástríður. Höfundurinn Michael Kilian dvaldi
hér á landi um skeið og er með ólíkindum
hve þekking hans á landi og þjóð er mikil.
555 gátur
555 nýjar og glettnar gátur í einni bók. Úr-
valsgátur alls staðar að úr heiminum, þar á
meðal íslenskar. „555 gátur" er eins konar
framhald af bókinni „444 gátur", sem sló
svo rækilega í gegn fyrir síðustu jól. Sigur-
veig Jónsdóttir staðfærði efnið og valdi gát-
urnar.
Þrautir fyrir börn
„Þrautir fyrir börn" hefur að geyma
hundrað skemmtileg, myndræn viðfangs-
efni fyrir börn á aldrinum 6— 12 ára, sem fá
hér frístundaverkefni, sem þroska athyglis-
gáfu, einbeitingu og skipulagshæfileika
þeirra. Guðni Kolbeinsson hefur þýtt efnið
og staðfært það.
Leikir fyrir alla
m
„Leikir fyrir alla" er aðgengileg bók með
fjölbreyttum leikjum fyrir unga sem aldna.
Margir leikjanna hafa skemmt fólki um
langt árabil en aðrir eru nýrri af nálinni. Allir
eru þeir þó þrautreyndir og lifga alls staðar
upp á andrúmsloftið. Sigurður Helgason
tók saman.
fmoú
fiém fófk
mm
VAKA
SÍÐUMÚLA 29 Símar 32800 og 32302