Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 21
Fangar á fleka
— „Sofendadans” eftir Hjört Pálsson
Hjörtur Pálsson,
Sofendadans
Almenna bókafélagið.
Nafn bókarinnar er dregið af yfir-
bragði heimsmála, því að um þau er
samnefnt ljóð. Þar er þetta:
Vér sofendur höldum áfram að dansa
meðan óvitinn hjalar og grxtur
með Ijöreggið í lófanum
og þeir sem fátækir eru í anda
fela glæpinn undir svuntu sinni
við ströndina
eða í vatnsbólinu.
Það er að vonum enginn gæfuvegur
að dansa sofandi enda mun enn sannast
hið fornkveðna: Svitadropar hins
ágjarna munu baka honum kvöl og ljósir
aurar verða að löngum trega.
Um svipað efni er fjallað í ljóðinu
Hafvillur. Þar er sagt að frá því í árdaga
hefur oss borið um þessi miklu höf sem
við vitum þó lítið um:
Heimur vor er aðeins þessi litli fleki
og vér fangar hans í öllum veðrum
Enn hrekur oss fyrir veðri og vinduni
Yzt við sjóndeildarhring
þykjast úrvinda sæfarar stundum
greina land
og þegar sæþokan grúfir yfir
sjá aðrir viUuljós aUt í kring
Þarna er lýst leit mannsins að ríki
farsældarinnar, tilraunum og trú.
Þreytt og veðurbitin
höldum vér áfram að smíða árar
sem vér dýfum í grængolandi haf
óvissunar
sólarhring eftir sólarhring.
Róðurinn er köllun vor.
Enda þótt allar þjóðir séu á einum
fleka í hafvillum er róðurinn köllun vor.
En hvað nær það langt til að sætta menn
við líf sitt?
Þessi kvíði villuráfandi sálna kemur
víðar fram í bókinni. Nefna má til dæmis
þjóðsögu, þar sem minnin um mistök og
dáðleysi er dregin saman í eitt og
Dvergaseið.
Þessi boðskapur um villuráfið, stefnu-
leysið og andvaraleysið er að sjálfsögðu
bæði rökréttur og tímabær, en honum
fylgir ekki herhvöt og stefnuskrá. Hér
er ekki gengið öllu lengra en að búa
menn undir að taka við slíku þegar það
kemur.
En Hjörtur bregður ýmsu fyrir sig í
þessu ljóðasafni. Þar eru nokkur minn-
ingaljóð og t.d. yrkir hann vel um Tómas
Guðmundsson og Sigurð Nordal. Hann
er smekkmaður á mál og getur rímað
létt og fallega þegar hann vill. Það sýnir
til dæmis ljóðið um hinn eilífa kven-
leika.
Þá sökk þinn hlátur
í sefa minn
Ég fylltist gleði
um fögnuð þinn.
Þitt hár var myrkur
þín hönd var snjór
ó, kvenmynd eilíf
sem kom og fór.
Eða þetta erindi:
Bjúghyrndur máni blikar kaldur
bládimmum næturhimni frá
Rökkur og þögn um ullan aldur
anda nú svefni á föla brá.
í kvæðinu um Kristófer Kólumbus er
rætt um þrána að leita nýrra landa. Því
lýkur svo:
sporgöngumenn þínir troða á tungli
og stjörnum
takmörk rúmsins sprengir hið
fljúgandi stál
og sjónaukinn veit að óþekktum
hnöttum og álfum.
en ekki að hungruðum, starandi
jarðarbörnum
sem spyrja í hljóðri angist: -
er ekki mál
■ Hjörtur Pálsson.
aðbeinahonuminnávið-aðokkur
sjálfum?
Skyldi það nú ekki vera tímabært að
við tækjum öll undir þá spurningu?
H.Kr.
Hulldór Krist-
jánsson skrifar
um bækur. IVjm
Jólasveinar
í stórvandræðum
Nú er algjört neyðarástand á fjöllum, vegna gífurlegrar snjókomu. Jólasveinarnir
eru í stórvandræðum af því að allir hreindýrasleðarnir eru fastir í snjónum með
allar jólagjafirnar handa börnunum og það eru bara 20 dagar til jóla, en
jólasveinarnir hafa tekið eftir því að SUBARU-bílar komast alltaf áfram í snjónum,
af því að þeir hafa drif á öllum hjólum og líka hátt og lágt drif. Þessvegna
sendu jólasveinarnir þrjá jólasveina til býggða, þá Stúf, Askasleiki og Skyrgám, til að
ná í SUBARU-bíla til að bjarga ástandinu á fjöllunum, svo að engin börn fari í jólaköttinn
Þeir Stúfur, Askasleikir og Skyrgámur skoðuðu SUBARU-bílana rækilega og þeir
voru svo ánægðir að þeir ákváðu að fresta svolítið för sinni til baka með
SUBARU-bílana, til að geta skemmt börnum og fullorðnum á
Stóreflis SUBARU-jólahátíð á morgun sunnudag kl.
Auk þess verður bílasýning
á sama stað kl. 2-5 laugardag og sunnudag
INGVAR HELGASON 33».
SÝNINGARSALURINN /RAUÐAGERÐI
í Jp5l| i ■vTwbIi
:• j új '/