Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 35

Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 35
SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982. 35 því að nota sjónauka og ýmsa útsýnis- staði, höfðu þeir orðið vitni að skipu- lagðri eyðileggingu þriggja borga: Tyre, Sidon og þess sem eftir var af Damur eftir borgarastyrjöldina. Borgirnar voru lagðar í rúst með loftárásum, skothríð af sjó og með stórskotaliði. Frétta- og blaðamenn höfðu aldrei séð því um líkt fyrr og höfðu talið að slíkt gæti ekki skeð. En þeim varð brátt ljóst að þannig gengur það til þegar herliði er beitt sem hefur alla yfirburði. Hugleiðingar þeirra um málið fóru senn að berast út á meðal þjóðarinnar. Þeir sem ekki höfðu viljað lesa né hlýða á ýmsa minnihlutahópa, sem vöruðu við innrás í Líbanon, fóru nú að spyrja sjálfa sig hvort verið gæti að gyðingar gerðu slíkt sem þetta. Nú er kominn mánudagur og fjórða vika stríðsins er hafin. Illar grunsemdir eru farnar að verða að staðfestum raunveruleika. Ef ti! vill hefur það nú gerst í ísrael, sem aldrei skyldi hafa gerst þar. Hugmyndir, sem aldrei áttu aðgang að ísraelsmönnum áður, virtust hafa hlotið hljómgrunn meðal þeirra nú. Þennan morgun fékk ég leyfi til þess að heimsækja Tyre og Sidon og auðvitað hélt ég að heiman með þá sannfæringu allra góðra ísraelskra borgara að stríð hefði óhjákvæmilega eyðileggingu í för með sér og að þetta stríð væri háð til þess að afstýra enn voðalegri hlutum. Já, hér hafði margt orðið í fyrsta sinn. I fyrsta sinn höfðu ísraelsmenn ráðist á eina grannþjóða sinna án þess að fyrst hefði verið ráðist á þá sjálfa. í fyrsta sinn höfðu þeir beitt ögrunum til þess að réttlæta stríð sitt. í fyrsta sinn höfðu þeir gengið skipulega að eyðileggingu heilla borga. f fyrsta sinn höfðu talsmenn þeirra beitt lygum. f fyrsta sinn höfðu fjölmiðlarnir gengið til liðs við þá í því skyni að blekkja almenning. í fyrsta sinn vissu herforingjar og óbreyttir ekki hvaða markmiði barátta þeirra þjónaði. í fyrsta sinn var reynt að leyna eyðilegg- ingunni sem af innrásinni hlaust, svo og fjölda fallinna. í fyrsta sinn skeði það nú að menn sem komu heim af vígstöðvun- um efndu til mótmælaaðgerða á götun- um, því þeir þóttust hafa verið blekktir. Fyrir fimm mánuðum, þegar ég sat hádegisverð sem Ameríkanar efndu til heiðurs hinu framfarasinnaða ísraels- ríki, sagði ég: „Þeir sem grundvölluðu ísraelska herinn, kölluðu hann her til vamar ísrael. Þetta er nú her sem beita skal til þess að hernema önnur lönd og til þess að fara með stríð á hendur öðrum þjóðum. „Ég hafði sagt viðstöddum að Sharon hershöfðingi væri að undirbúa stríð og ég spurði: „Hver mun stöðva óða og afturhaldssinnaða hershöfðingja sem í hernum ráða?“ Ekkert blóð né óbragð Hershöfðinginn sem fór með mig og tvo aðra fréttaritara til Tyre og Sidon vissi ekki hver ég var, en honum var kunnugt um hlutverk sitt sem fylgdar- manns fréttamanna. Hann leiddi okkur samviskusamlega um þessar tvær gjör- eyðilögðu borgir, án þess að nokkru sinni væri orði vikið að þeim mannlega harmleik sem þarna hafði 'átt sér stað. Tvær borgir eyðilagðar í sársaukalausri og hreinlegri aðgerð. Ekkert blóð né óbragð í munni. Við gátum litið í kring um okkur að vild, en ekkert var að sjá. Til þess að sjá eitthvað hefðum við þurft að heimsækja fangelsi og sjúkrahús, ræða við mæður sem leituðu týndra sona eftir loftárásir ísraelsmanna á borgir, sem hvorki höfðu loftvamabyssur né áttu flugher og við hefðum þurft að gramsa í rústunum til þess að leita kolaðra mannabeina. Tvívegis reyndi ég þetta. Þegar við fórum fram hjá fangabúðum nokkrum spurði ég hvort við mættum ræða við konurnar sem biðu utan við hliðin í von um að frétta eitthvað og það án þess að vita hvort þeir sem þær leituðu væru þarna fyrir innan. (Ég minntist þess er kona mín og sonur minn Hector, ásamt rabbíanum okkar, gengu á milb lögreglu- stöðva í Argentínu í von um að hafa uppi á mér). En til þess að fá að ræða við fanga eða fjölskyldur þeirra þurfti leyfi. Það leyfi hafði ég ekki og að sjálfsögðu hefði ég orðið að fá það allt annars staðar. Ég spurði hvort ég mætti ganga einsamall um markaðstorgið. Nei, það var of hættulegt, bæði hætta á sprengingum og árásum. Þá var ekki annar kostur eftir en sá að horfa vel í kring um sig og reyna að skilja þýðingu þess sem fyrir augu bar. aMiiííii? Reíknilist Langauðveldast hefði verið að af- greiða allt þetta með einhverri éinfaldri formúlu, svo sem: „Stríð er miskunnar- laust,“ „Stríð er tillitslaust", „Stríðið var óumflýjanlegt", „Þetta var það sem þeir unnu til“. En samt dugir ekkert annað en viðurkenna staðreyndimar. Þeir okk- ar sem sátu óhultir í ísrael og horfðu á er Sharon undirbjó stríð sitt, geta ekki sætt sig við rústimar í Tyre. Einhverjar útskýringar um vopnageymslur, æfinga- búðir eða hryðjuverkamenn, megna ekki að réttlæta eyðileggingu þessarar borgar. Ég reyni að fylgjast með málflutningi samborgara minna, meta hættu gegn hættu, ógnun gegn ógnun og dauða gegn dauða og fæ samt ekki skilið hví við eyðiiögðum Tyre. Ég læt meira að segja sjálfur hrífast af allri reiknilistinni sem nú er í tísku og bæti hér við tölu þeirra heimila sem lögð vom í rústir, minnugur þess að frá því er við vomm komnir yfir landamæri Libanon varð ekki á vegi okkar eitt einasta hús, sem ekki bar meiri eða minni merki eyðileggingaræðisins. Ég rifja upp það sem ég sá aðeins þrem dögum áður en stríðið hófst, en þá fór ég um Gólanhæðir og Galileu. Ég legg saman og dreg frá, margfalda og deili og ber loks saman. En ég fæ ekki séð neitt sem gefur ísraelskum borgara rétt til þess að standa hér öruggur í skjóli hers síns og horfa á öll hervirkin. En talnafræði verða þreytandi til lengdar. ímyndunaraflið gefur meira ráðrúm. Það leyfir manni að finna til eftirsjár, þarfar til þess að skrifta og fyrst og fremst þarfar til þess að lýsa samstöðu sinni með þeim sem eitt sinn bjuggu hér. Mér er þungt í huga og ég er alls ráðvilltur er ég stend hér þann 29. júní 1982 og reyni að gera mér grein fyrir þeim mannlega harmleik sem hófst hér fyrir 22 dögum, og ég reyni að bægja frá mér talnaspekinni sem skal sýna fram á að glæpirnir hafi verið óumflýjanlegir, morðin hafi komið mörgu góðu til leiðar ■ Sharon landvamaráðherra og Begin í hópi trúaðra Gyðinga. og að vitfirringarnir hafi verið ættjarðar- vinir og böðlar Tyre stórhuga menn. Aðgerðin sem varð að stríði sögðu menn að hefði ekki kostað nema 30 mannslíf ísraelsmegin. En til þessa hafa þó 300 hermenn og foringjar verið jarðsettir, en það er jafngildi þess að 21 þúsund Bandaríkjamenn hefðu fallið. Þá hafa tugir manna misst fót eða handlegg og hundruð hafa særst. Frétta- skeyti frá hernum sögðu í dag að áf einhverjum orsökum mætti vænta þess að stríðið héldi áfram í marga mánuði. Ekki hafði stríðið staðið í viku, þegar forsætisráðherrann lýsti því yfir að stríðið hefði teygst út yfir þau mörk sem því voru upphaflega ætluð. Varnarmála- ráðherrann kveðst hafa verið að undir- búa innrásina í meira en ár. Yfirhers- höfðinginn segist hafa verið að gera hernaðaráætlunina, þar sem taka Beirút var með inni í dæminu, í átta mánuði. Yfirburðirnir Ef til vill er það þó verst að af þessum þremur yfirlysingum er augljóst að tvær þeirra hljóta að vera lognar. Og ef við gætum nánar að er þá ekki ástæða til að óttast að allar þrjár séu lygi? Hver þessara þriggja manna var að heyja sitt einkastríð? I byrjun sjöttu vikunnar sem stríð stóð, - en þá var ljóst að ísraelsmenn yrðu að hersitja Líbanon um ófyrirsjáanlegan tíma - hafði herinn misst það sem honum var dýrmætast, - tiltrú mannanna. Þá sannfæringu hvers hermanns að ekki væri verið að dylja hann neins um orsakir og markmið baráttunnar. Þetta varð til þess að menn lögðu ekki fram hugkvæmni sína og þrek í bardögum. Velgengni sína átti ísraels- her ekki að þakka yfirburðum vopna sinna fyrst og fremst, heldur hreinleika málstaðar síns. í dag héldu samtök hermanna, sem snúist hafa til andstöðu við stríðið, blaðamannafund, til þess að kynna málstað sinn. Samtökin nefna sig Yesh Gvul (Það eru takmörk). í samtökunum eru 112 menn úr varaliðinu og úr þeim sveitum sem eru undir vopnum. Líkt og öll önnur samtök hermanna af sama toga sendu þeir forsætisráðuneytinu og varn- armálaráðuneytinu bréf, þar sem þeir kröfðust þess að stríðinu yrði hætt og ísraelsmenn drægju lið sitt burt frá Lfbanon. En þetta er fyrsti hópurinn sem ekki hlýðir heraganum. Þegar þeir voru spurðir hvort þeir mundu efna til virkrar andstöðu þá sögðust þeir hvorki játa því né neita, en hver hermaður yrði að svara fyrir sig. Þótt mörg dæmi séu um það að menn hafi verið settir í fangelsi fyrir að neita að berjast á svæðum á vesturbakkanum, þá er þetta í fyrsta sinn sem sundrungarraddir koma opinberlega fram á stríðstímum. Fyrir aðeins fjórum vikum átti enginn von á því að andstaða gegn stríði ísraela gæti tekið á sig svip andstöðu í Bandaríkjun- um, þegar þeiráttu í stríðinu í Vietnam. Sl. tvo mánuði hef ég læknast af ýmsum ímyndunum mínum og ýmissi þráhyggju, en mín gamla sannfæring stendur óhögguð. Ekkert hefur þó skelft mig jafn mikið og sú uppgötvun að ég hef áttað mig á því að gyðingar eru færir um að fremja grimmdarverk, sem ég taldi að þeir gætu aldrei framið. Það fyrsta sem við gætum gert til þess að friðþægja fyrir misgjörðir okkar væri það að taka á okkur ábyrgð á því sem gerst hefur í Líbanon. Ég sé ekki að gyðingar geti á annan hátt sæst við samvisku sína, en þann að endurreisa og gera við allt það sem þeir hafa eyðilagt. Það yrði auðveldasta leiðin til þess að byggja að nýju upp hina siðferðilegu innviði og lýðræðislega þjóðfélagshætti. Fjöldamorð Sunnudaginn 19. september, á öðrum degi nýbyrjaðs árs og á öðrum degi mánaðarins Tishrei 5743, komu engin blöð út í ísrael. Daginn áður, þegar fyrstu sögurnar tóku að berast um fjöldamorðin á Palestínumönnum, hafði ekki verið um neinar áreiðanlegar fréttaheimildir að ræða aðrar en BBC. Þennan sunnudag kom sonur minn Daniel til mín að kveðja mig. Hann hafði verið kallaður inn til herþjónustu að nýju og skyldi halda norður til herbúða sinna á morgun. Ég taldi að hann ætti ekki að fara, en tilhugsunin um herfangelsið fældi hann frá því. Hann hryllir enn við minningunni um fangadvöl mína í Argentínu. En þótt hann hlypist ekki undan merkjum, þá varð hann á einhvern hátt að votta andstöðu sína við morðin í flóttamanna- búðunum. Hann er um það bil að ljúka prófum við heimspekideildina í háskól- anum í Tel Aviv og hefur mikinn áhuga á mannfræði. Hann spyr mig varlega um lífið í fangelsinu. Hann hlustar á svör hins ísraelska föður og við ræðum uin það óeðli,það fráhvarf og þá afskræmingu sem ein- kennir daglegt líf í ísrael nú: „Sonur minn, þú getur ekki borið ísraelskt fangelsi saman við argentínskt fangelsi. í okkar fangelsum er ekki farið illa með aðra en araba og þú ert af æðra kynþætti. Satt er það að eitt sinn vorum við Guðs útvalda þjóð, en nú er við höfum búist til að myrða aðra þjóð, erum við útvalin þjóð af annarri ástæu, sem sé þeirri að enginn getur sigrað okkur, eins og stjórnvöld okkar segja. Þeir munu ekki pynda þig í fangelsinu, Þegar þú ert farinn að ganga að hinum daglegu störfum þar, þá eru 30 eða 60 dagar fljótir að líða. Farir þú ekki til búðanna nú, þá er það aðeins einstakl- ingsbundin aðgerð. Ef til vill hugsa aðrir í herdeild þinni á svipaðan hátt og þú og saman getið þið efnt til fjöldamót- mæla. Hvað sem öðru líður, þá ættuð þið allir að neita að fara til Libanon. Menn geta ekki tekið þátt í glæp og friðað sig með því að þeir hafi aðeins verið að hlýða skipunum að ofan. Það er kominn tími til þess að menn geri uppreisn." Sonur minn veit að gyðingar eru ekki pyndaðir í ísraelskum fangelsum. En hann veit líka að þeir sem efna til mótmæla eru látnir sæta ýmissi niðurlæg- ingu. Hann fór daginn eftir og ætlaði sér að ræða við hina hermennina. Hvernig ætti ég líka að geta látið son minn orðalaust í hendurnar á þeim öfgamönnum sem nú stjórna ísraelska hernum? Hvað verður okkur til bjargar? Ég hef ekki mikla trú á stjórnarand- stöðunni í ísrael. Ég hef þá trú að sá ísraelski agi, sem stjórnar undirmeðvit- und okkar allra, muni leiða til þess að rannsóknarnefndin sem sett var á stofn vegna fjöldamorðanna muni sleppa glæpamönnum við refsingu og af hljótist mikið álitstap fyrir gyðinga um heim allan. Margar rannsóknarnefndir hafa verið settar á laggimar á síðustu árum, en skýrslur þeirra hafa ýmist aldrei verið birtar eða þá ekkert mcð þær gert. Ég held að engir geti orðið okkur að liði nema gyðingar annarra landa. Gyð- ingar úti um heim hafa í heiðri þau siðferðilegu gildi og venjur sem hér hafa verið fótum troðnar af óumburðarlyndi og gyðinglegri þjóðernisstefnu. Þeir ættu að setja upp dómstól, sem felldi dóm yfir Begin, Sharon og Eitan og öllu ísraelska herforingjaráðinu. Það eitt tel ég að gæíi læknað okkur af þeim sjúkdómi sem nú er að eyðileggja Israel og þetta mundi verða framtíð okkar til bjargar. Hvað er það sem hefur gert okkur að svo stórtækum glæpamönnum. Ég óttast að í undirmeðvitundinni séum við ísraelsmenn því ekki með öllu fráhverfir að efna til þjóðarmorðs á Palestínumönnum. Ég held að okkur ísraelsmönnum verði ekki við bjargað án utanaðkomandi aðstoðar. Þann 4. október sl. var Daniel Timerman dæmdur í 28 daga herfangelsi fyrir að neita að fara til Líbanon að nýju. Úr Observer Review Þýtt - AM.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.