Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 26
26
SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982.
erlend hringekja
Flestir stríðsglæpa-
menn nasista sluppu
með skrekkinn
Athugun gerð í nýrri
v-þýskri heimildamynd
Difreiðaeigendur
DÍLAÞYOTTUR—DÓH —
RYKSUGUN
Vitið þið, að hjá okkur tekur
aðeins 15-20 mín. að tá bíi-
inn þveginn — bónaðan og
ryksugaðan.
Hægt er að fá bílinn ein-
göngu handþveginn.
Komið reglulega.
Ekki þarf að panta tíma, þar
sem við erum með færi-
bandakerfi.
Ódýr og góð þjónusta.
DON- OG ÞVOTTASTODIN HF.
Sigtúni 3, sími 14820.
Jólaplata barnanna í ár
Hverju tekur kisa upp á?
Snælda og Snúðarnir flytja ljóð um ævintýri kisu
Snælda: Diddú - Snúðarnir: Ragnhildur Gísladóttir,
Guðmundur Ingólfsson, Helga Þórarinsdóttir,
Richard Korn, Björn Árnason.
Platan er gefin út af Dýraspítala Watsons,
til styrktar Dýraspítalanum.
Dreifing: Dýraspítali Watsons - Sími 76620
■ Nú er því haldið fram að yfirvöld í
V-Þýskalandi hafi með öllum
mögulegum leiðum reynt að náða og
hlífa á annan hátt stríðsglæpamönnum
frá tíma Hitlers sáluga og hans nóta.
í tilefni af endursýningu á
„Holocaust“ sem á íslensku hét
„Helförin" eins og menn muna, hefur
heimildakvikmyndagerðarmaður einn,
Lea Rosch að nafni, gert athuganir á
örlögum ýmissa stríðsglæpamanna í
nýrri heimildamynd. Kemurþar fram að
allt í allt voru það um 150 þúsund manns
sem þátt tóku í grimmdarverkum
nasista, þar á meðal
gyðingaofsóknunum. Vestur-þýskum
yfirvöldum er kunnugt um nöfn 87.765
af þessum mönnum. Nokkrir voru
dauðir, áður en uppi á þeim var haft.
Aðrir flúðu til útlanda. En núna, 37
árum eftir stríðið, hafa aðeins 6500
hlotið dóma. Þar af voru 12 dæmdir til
dauða, 168 í lífstíðarfangelsi og 6.171 í
skemmri fangavist svo sem 3-5 ár. Þá var
nokkuð um að menn væru dæmdir í
sektir.
Náðunarbeiðnir
Prófessor Robert W. Kempner, sem
var einn ákærandi í Núrnberg, hefur rætt
margt um það baktjaldamakk sem fram
fer til þess að fá menn náðaða.
Ríkissaksóknarinn Hans Dieter Nagel í
V-Berlín ræðir um „náðanir að
hurðarbaki." Simon Wiesenthal, sem
allra manna harðast hefur gengið fram í
því að hafa uppi á glæpamönnunum,
segir að „stríðsglæpamennimir hafi verið
þeir sem unnu kalda stríðið.“
Eigandi stærstu vopnaverksmiðja
Þjóðverja, A. Krupp von Bohlen og
Halbach og dr. Werner Best,
umboðsmaður Hitlers í Danmörku, eru
góð dæmi um það hvernig sumum
stórlaxanna var hyglað að stríðinu
loknu.
í Núrnberg var Krupp dæmdur í 12
ára fangelsi og eignir hans gerðar
upptækar. Þá skuldbundu
verksmiðjurnar sig til þess að framleiða
ekki vopn framar. Dómurinn var
endurmetinn 1953. Þá var Krupp sleppt
úr fangelsi og afhentar eignir hans. Þegar
árið 1951 voruverksmiðjurnarteknarað
smíða vopn á ný, undir stjórn
bandamanna.
Best sat aðeins fá ár í fangelsi í
Danmörku. Skömmu eftir að hann sneri
til V-Þýskalands aftur hlaut hann sekt,
sem honum var uppgefin, þar sem hann
gat ekki greitt hana. Við eiginlega
uppgjör við þennan mann, sem var meðal
höfuðsmiða réttarkerfis nasista, var látið
niður falla fyrir ári síðan, þar sem Best
hafði þá orðið sér úti um vottorð þess
efnis að hann hefði ekki heilsu til að
mæta fyrir rétti. *
Morð eða manndráp
„Þeir litlu,“ þessir sem hundeltu
Gyðinga, skutu þá og tróðu á nýfæddum
börnum, pynduðu pólska, franska og
tékkneska andspyrnumenn í fangelsum
og þar fram eftir götunum, hafa allir
verið látnir lausir. Fyrst varð þeim til
bjargar lagasetningin frá 1949 sem afnam
dauðarefsingu í V-Þýskalandi og síðar
hinn svonefndi „baðkersdómur,“ sem
greindi glöggt á milli morðs
(lífstíðarfangelsi) og aðstoðar við morð.
í þessum dómi hlaut kona ein aðeins
skamman fangelsisdóm fyrir að hafa
drekkt barni systur sinnar að ósk hennar.
Dómurinn var síðar notaður sem
fyrirmynd, þegar dæma átti SS-mann
nokkurn fyrir glæpi hans. Hann hlaut
aðeins 15 mánaða fangelsi. Hann hafði
drepið tíu manns, - eftir skipun.
í annað sinn kom til nákvæmrar
aðgreiningar milli morðs og manndráps,
sem var nasistum notadrjúg. Samkvæmt
henni taldist það ekki morð er SS foringi
opnaði hinn rólgasti dyrnar að
fangaklefa og skaut þá sem inni fyrir sátu
niður. Fangamir áttu að geta snúist til
varnar. Þar að auki hafði þeim nokkrum
dögum áður verið tilkynnt að þeir ættu
að deyja.
Ófullkomin hegningarlög
Leiðtogi miðstöðvar þeirrar sem hafa
skal uppi á stríðsglæpamönnuni í V-
Þýskalandi, dr. Adelbert Rúckerl í
Ludvigsburg er heldur ekki í vafa um að
réttarfræðilega hefði átt að standa að
sakfellingu stríðsglæpamanna með allt
öðru móti.
„Við höfðum hegningarlöggjöf, sem
alls ekki gerði ráð fyrir því að hægt væri
að fremja fjöldamorð á þennan hátt sem
gerðist í fangabúðunum og tók svo
margslungið afbrotakerfi með í
reikninginn. Við hefðum því strax þurft
að koma inn lagagreinum sem tækju til
slíkra hluta sérstaklega.
En hið enduruppbyggða Þýskaland
Adenauers hugsaði ekki á þann hátt.
Þegar árið 1949 var byrjað að setja orðið
„stríðsglæpir" á bannlista og gefa
fyrirbærinu alls lags mildandi heiti.
■ A Krupp von Bohlen og Halbach fékk 12 ára fangelsi og var dæmdur frá
eignumsínum.Síðarvarhannlátinnlaus og sneri aftur í faðm milljónaauðs síns.