Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 ■ Þá höfum við getið þess helsta sem lesa má úr stærstu línunum og þeim mikilsverðustu og snúum okkur að öðrum línum, sem eru nokkru síður mikilsverðar, en mikilsverðar þó og kveða nánar á um margt það sem stóru línurnar höfðu fyrr sagt. Ein þeirra er örlagalínan. Örlagalínan Örlagalínan, sem sjá má á kortinu sem við birtum hér á dögunum, liggur lóðrétt upp höndina að rótum löngutang- ar. Varist að rugla henni saman við velgengnilínuna, sem liggur lóðrétt upp höndina að rótum baugfingurs eða heilsulínuna, sem liggur upp að rótum litla fingurs. Þessar línur má sjá á áðurnefndu korti. Nafnið á örlagalínunni er umdeilan- lega vel valið, því þar er ekki nein óumflýjanlega örlög að sjá frekar en í öðrum línum. Þessi lína byggist eins og hinar mjög á því hvað við sjálf getum úr þeim þáttum gert sem hún segir liggja í eðli okkar. f örlagalínunni er skráður erill okkar og ferill, ef svo má segja. Hún rekur ekki ævisögu okkar á almennum grundvelli en sýnir þær fyrirætlanir og atburði sem áhrif hafa á ævi okkar. Eins og getið yar um í fyrra blaði þá vantar þessa línu í marga lófa, eða þá að hún er mjög dauf og slitin. Iðulega sést hún ekki í vinstri hendinni og er óglögg í þeirri hægri. Það eru hugsanir okkar og áætlanir sem mynda mjög sterka örlagalínu og því má ætla að þegar hana vantar sér viðkomandi einfaldlega reikull í rásinni og maður sem lætur degi hverjum nægja sína þjáningu. Hann ásælist ekki neina ■ Örlagalínan endar hér við hjartalínuna í stórri eyju. Stúlkan sem átti þessa línu lenti í hneykslismáli og hætti að vinna. ■ A þessari mynd byrjar línan við úlfnliðinn en tengd líflinunni. Litla útskotið ■ enda línunnar er merki um sjáfstætt framtak, sem þó var kæft af völdum fjölskylduáhrifa. Sjá meginmál. Sitthvað um lófalestur - Áttunda grein Brauðstrit og starfsframi Örlagalínan sýnir hvernig okkur vegnar á slarfsvettvangi sérstaka stöðu og keppir sjaldnast að neinu markverðu. Hann bíður bara eftir að eitthvað gerist, án fyrirhafnar af hans hálfu. Líf þessa fólks getur verið hamingjusamt og áhugavert, en það hefur sjaldan fastar tekjur og nær engum varanlegum árangri. Lesa ber örlagalínuna neðan frá og uppeftir í átt að löngutöng. Skoðum fyrst hvar hún byrjar, því hún hefur mismunandi byrjunarstaði. Þegar hún gengur út frá líflínunni neðanverðri (sjá mynd) mun ein- staklingurinn reiða sig á fé eða áhrifa- mátt fjölskyldu sinnar, þegar hann kemur undir sig fótum í byrjun. Þetta er lína þeirra sem taka við fjölskyldufyrir- tækinu eða njóta aðstoðar ættingja eða venslamanns á yngri árum er þeir eiga erfiðara uppdráttar. Sá aldur er línan skilur sig frá líflínunni (sjá kort í fyrra blaði) er sá aldur þegar viðkomandi gerist sjálfstæðari, en sannast sagna er hætt við að maður eða kona með þessa tegund örlagalínu verði jafnan bundinn áhrifum fjölskyldu sinnar. Sé örlagalínan frí frá líflínunni og byrjar niðri við úlínliðinn, þá er þessi einstaklingur einn þeirra sem vinna sig upp með eigin dugnaði og treysta hvergi á heppni né hjálp. Vanalega þýðir þetta um leið að maðurinn (eða konan) hefur orðið að vinna mikið, áður en árangur kom í ljós og þessi lína er merki um seiglu óg dugnað. Enn getur örlagalínan byrjað úti á Mánafjallinu (þ.e. fjallinu við handar- jaðarinn, - sjá fyrra kort) og liggur hún þá að sjálfsögðu skáhallt upp eftir hendinni. Þetta er gott mcrki fyrir þá sem eru mikið í sviðsljósinu, leikara, rithöfunda og slíka, - en um leið er þetta merki um verulegar breytingar í um- hverfi og óstöðugleika. Oft er þetta fólk sem má þakka árangur sinn hjálp og stuðningi einhvers af gagnstæðu kyni, en ekki ættingjum. Stefni It'nan undir vísiftngur í stað löngutangar og endi þar í krossi, mun viðkomandi eiga gengi sitt í þessum heimi „heppilegu hjónabandi" að þakka. Stundum byrjar örlagalínan hátt uppi í lófanum, nærri eða ofan við höfuðlín- una. (sjá mynd). Þá mun manneskjan verða að berjast lengi ævi án þess að hljóta verulega umbun erfiðis síns og fer loks að rofa til á því aldursskeiði sem línan sýnir, er hún byrjar. Dæmi eru um að Örlagalínan byrji enn síðar, eða alveg uppi við hjartalín- una. Góð örlagalína, hvar og hvernig sem hún byrjar, ætti að vera fremur djúp og glögg og ekki slitin né með daufum köflum og hún þyrfti að ná alveg upp á Satúrnusarfjallið, en ekki svo langt að hún gangi alveg upp að fingrinum. Ef línan stefnir að einhverju öðru fjalli en Satúrnusarfjallinu má telja árangur vís- an á því sviði sem viðkomandi fjalli er eignað. (Gæta verður að því að rugla Ifnunni þá ekki saman við velgengnilín- ■ Slitin Öriagalína. Viðkomandi hefúr verið atvinnulaus um hríð eða átt í verulegum örðugleikum. una eða heilsulínuna, sem enda sam- kvæmt fræðunum undir Sólarfjallinu og Merkúrfjallinu, - sjá síðar). Endi línan undir Júpíterfjallinu mun viðkomandi hefjast til ábyrgðar og valdahlutverks, ná árangri á sviði lista, stefni línan að Sólarfjallinu og á sviði viðskipta, stefni hún að Merkúrfjallinu. Þá eru mikil líkindi á auðsæld. En áður en við spáum neinum meiri háttar árangri, skulum við þó einnig líta á velgengnilínuna, því örlagalínan sýnir fremur árangur hversdagslegrar iðju okkar en sérgáfur og snilli. Þverstrik á örlagalínunni merkja hindranir sem verða á framabraut okkar og eru þær því stærri ef strik þessi eru djúpt mörkuð og ef línan er daufari handan við þau, er hún heldur áfrapt upp á við. Strik sem sprettur frá hjartalínunni sýnir áhyggjur vegna ein- hvers sem viðkomandi elskar og sem truflar hann við daglegar annir á einhvern hátt. Strik sem sprettur frá ■ Þama endar Örlagalínan við Hjartalínuna, enda merkir krossinn á greininni frá Hjartalínunni að viðkom- andi þarf eklti að sinna brauðstritinu lengur. höfuðlínunni merkir truflanir í tauga- kerfi eða alvarleg mistök. Strik sem kemur út frá líflínunni merkir oftast fjölskylduörðugleika og frá heilsulín- unni heilsubilun. Oft má sjá í lófanum, einkum þó hjá konum, systurlínu, sem rennur meðfram henni nokkum spöl, án þess að tengjast henni. Þarna er þá um að ræða aðra vinnu eða áhugamál sem tekur mikinn tíma og viðkomandi stundar jafnframt þeirri vinnu sem er helsta lifibrauðið. Þetta sést oft hjá giftum konum sem vinna úti og stunda heimilisstörf jafn- framt og þetta finnst líka hjá þeim sem rekur tvö fyrirtæki í senn. Stundum rekumst við á örlagalínu sem er margslitin eða tengd með „spottum“ en þetta er merki um að viðkomandi hefur ekki gerst mosagróinn í neinu starfi, en oft skipt um vinnu. Séu „götin“ hins vegar tengd saman með „spotta" er það merki um að atvinnu- skiptin hafa ekki haft skaða í för með ■ Hér höfum við dæmi um það er Öriagalína byrjar úti á Mánafjallinu. Þetta er gott teikn fyrir þá sem miltið eru í sviðsljósinu. sér. Ella er nokkuð víst að viðkomandi hefur verið án atvinnu um hríð eða átt í verulegum örðugleikum. Lítið á höndina hér á myndinni. Þarna byrjar örlagalínan á dálitlum klofningi í endann við úlfnliðinn og kemur önnur greinin frá líflínunni. Þetta er hönd greindrar stúlku sem vann til verðlauna fyrir góðan námsárangur í skóla (vegna eigin dugnaðar) og ætlaði hún sér að verða kennari. Til mikilla vonbrigða fyrir hana tók ráðrík móðir hennar hana samt úr skóla (fjölskylduáhrif komin frá líflínu) um leið og skólaskyldunni var lokið og neyddi hana til þess að fara að vinna. Stundum endar höfuðlínan mjög snemma. Dæmi má sjá hér á myndum. Á einni myndanna stöðvast hún við höfuðlínuna, sem er vottur um stórvægi- leg mistök eða hæfnisskort sem stöðvar frama viðkomandi. Einnig má sjá hvar hjartalínan bindur enda á örlagalínuna. Merkilegt dæmi má líta á einni mynd- anna, þar sem grein frá hjartalínunni gengur út á Júpíterfjallið og endar þar í krossi, - merki um gott og ríkt kvonfang eða eiginmann. Um leið er bráður endi bundinn á örlagalínuna, þar sem engin ástæða er til að sinna brauðstritinu lengur! Á annarri mynd sjáum við afar langa eyju á örlagalínunni, sem stöðvast við hjartalínuna skömmu síðar. Þessi stúlka lenti í skilnaðarmálahneyksli með manni sem tengdist starfi hennar, sem aftur varð beinlínis til þess að hún giftist öðrum manni og hætti að vinna. Eyja á örlagalínunni er oft talin merki um tvöfalt lífemi, - en annars einhverja örugleika. Þegar eyjan tengist hins vegar hjartalínunni eins og hér gerist, má ætla að örðugleikárnir tengist tilfinningamál- um. í næsta blaði munum við skoða velgengnilínuna og heilsulínuna. Þýtt - AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.