Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 30
30
jnujl n {i{i
SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 19S2.
nútíminn
Fræbbbl-
arnirmeð
Country-
plötu!!!
■ „Svo bregðast krosstré sem
önnur tré“.Fræbbblarnir fyrsta
pönk-sveit landsins hafa aldeilis
umtumast með nýjustu plötu sinni
sem nú er væntanleg í búðir því
platan „Warkwelt in West“ ér coun-
try plata, hvort sem þú trúir því eða
ekki lesandi góður. Að vísu skulu
eitilharðir aðdáendur sveitarinnar
ekki fella krókudílatárin strax því
finna má á skífunni ein tvö lög í
gamla Ramónes/ Fræbbbla stílnum.
Einhver hafði raunar gaukað þess-
um upplýsingum að undirrituðum
fyrir nokkru síðan þá tók maður
þeim upplýsingum sem nokkurskon-.
ar „snúnum" brandara. í samtali við
Tímann sagði Halldór Ingi hjá
Fálkanum hinsvegar að þetta væri
rétt og að platan væri hinn traustasti
gripur fyrir jólamarkaðinn. Undirtitill
hennar mun síðan vera „inniheldur
Oii Sallý“.
En hvað kemur til að Fræbbblarnir
eru komnir út í svcitasöngvana.
Eftirfarandi sögu heyrði maður og
selur hana ekki dýrar en hún var
keypt. Mike Pollock er session
maður í þremur lögum á þessari
plötu, en hann lék sem kunnugt er
með þeim á Melarokkinu. Er þcir
voru að æfa saman fyrir þá tónleika
stríddi Mike þeim með því að leika
countrylag/lög.f Þeir félagar í
Fræbbblunum sögðu hinsvegar...
„hey þetta er gaman gerum eitthvað
í þessa áttina“. o.s.v.fr. Já „Svona
hanga herðatré sem aðrar greinar".
■ Það var æsispennandi keppni á
þriðju Músiktilraunum SATT í Tónabæ
sl. fimmtudagskvöld. Sex hljómsveitir
komu fram og var það mál manna að
þessar hljómsveitir hefðu verið einar
þær bestu og jöfnustu sem komið höfðui
fram í keppninni. Úrslitin að þessu sinni
urðut þau að hljómsveitin Dron sigraði,
en hljómsveitin Centour sem vakti
örugglega mesta athygli þetta kvöld varð
í öðru sæti.
Fyrsta hljómsveit kvöldsins var hljóm-
sveitin Medium frá Sauðárkróki. Vakti
sú hljómsveit mikla athygli, þrátt fyrir
að flestir þeirra sem þarna voru inni-
höfðu að öllum líkindum myndað sér
ákveðnar skoðanir um það hvaða hljóm-
sveit væri best. Voru Medium engir
miðlungsmenn á þessu kvöldi þó þeir
höfnuðu að lokum í fimmta sæti. Tónlist
þeirra var vel flutt rokk og var trommu-
leikari sveitarinnar einn af mörgum at-
hyglisverðum hljóðfæraleikurum sem
þarna tróðu upp.
Næstur á dagskrá var Trúðurinn úr
Hljómsveitin Medium frá Sauðárkróki kom virkilega á óvart.
Nú-Tímamynd Róbert
engin og til að kóróna allt þá breimaði
söngvarinn „Táp og fjör og frískir
menn“ yfir hausamótunum á viðstödd-
um. Útrás lék að eigin sögn „Heawy
rokk“, en einhvern veginn fór það út um
alla móa í mínum eyrum. Útrás er þó
ekki alls varnað og það er greinilegt að
innan sveitarinnar eru efnilegir piltar
sem ættu að geta gert góða hluti er þeir
hætta að leika hver á móti öðrum.
Singultus nefnist hljómsveit úr Garða-
bænum og vel má vera að þar hafi farið
jafnbestu hljóðfæraleikarar kvöldsins.
Þremenningarnir sem skipa sveitina
sögðust hafa leikið saman síðan þeir
voru níu ára og ekki sé ég ástæðu til að
draga það í efa. Það sem háði Singultus
verulega er að tónlist þeirra var ekki
akúrat af neinni hátískustefnu, en hvað
sem því líður var hún vel flutt en lögin
voru samt helst til löng.
Dron voru r.æstir, en nafn hljómsveit-
arinnar þýðir einfaldlega Danshljóm-
sveit Reykjavíkur og nágrennis. DRON
voru all frískir söngvarinn hinn hressasti.
Dron sigraði á þriðju músiktilraununum:
CENTOUR HLJOM-
SVEIT KVÖLDSINS
að mati Nútímans
Vesturbænum í Reykjavík. Áttu þeir'
sér marga formælendur, en að mati
undirritaðs fengu þeir hagstæðari kosn-
ingu én geta þeirra miðað við hinar
sveitirnar sagði til um. Trúðurinn er að
mörgu leyti eins og Purrkurinn var
einhver tímann og sá sem vakti mesta
athygli var bassaleikarinn, sem spilaði
Hi-Fi
/GRAND PRIX^
AWARD
AudicMdeö
Grand Prix sigurvegari í 3 ár
Ertu að spá í gylliboð eða gæði?
Kröfuhörðustu gagnrýnendur um allan heim eru sammála um aö
NAD eru hágæða hljómflutningstæki á ótrúlega lágu verði.
„NAD á engan keppinaut í nálægum
veröflokkum. Þaö er því auðvelt aö
mæla meö „NAD“ hí-fí Answears
|T- .rj t r,. NAD
i B flft ftfl &
„NAD hefur bestu mögulegu „sound“
eiginleika af öllum útvarpsmögnurum
í skaplegum veröflokkum“ popuiar hi-fí
- •
■ • • ■■■ ■ • #
„Flataratíönissviö á Dolby stillingu
hefur vart sést “ Audio Magazine
■ Allt er nú á uppleið hjá SATT. Húsfyllir er nú á Músíktilraunum og
hljómsveitirnar virðast fara síbatnandi. Nú-Tímamynd Róbert
lengi „með allt á hælunum" og á ég þá
við að ólin á bassanum brást, en ekki
buxnastrengurinn.
Útrás úr Kópavognum var slakasta
hljómsveit þessa kvölds. Söngurinn var
ótnílegur, en verst var að hljómsveitin
spilaði ekki saman. Hver hljóðfæraleik-
ari lék fyrir sig, samstilling var lítil sem
Gæti sá átt sér bjarta framtíð fyrir
höndum og raddböndum á „heawy
metal“ sviðinu. DRON voru dyggilega
studdir af áhorfendum úr Kópavogi og
Fossvogi og ef hljómsveitin Centour
hefði ekki komið fram þá hefði DRON
átt sigurinn fyllilega skilið.
Centour var hljómsveit kvöldsins að
mínu viti, tónlist þeirra var eins og
söngvarinn sagði: „nýbylgja eins og hún
tiðkaðist fyrir 10 árum síðan“. Þessi
hljómsveit var hin frískasta í allri
framkomu og reyndar held ég að það sé
leitun að annarri eins hljómsveit um
þessar mundir. Allur leikur pottþéttur
og sándið það þéttasta á Reykjavíkur-
svæðinu nú um stundir. Það væri
kannski óréttlátt að hampa einum með-
limi Centour fremur en öðrum, en ég
get þó ekki stillt mig um að hæla
söngvaranum og munnspilsleikaranum.
Sá var maður kvöldsins og þrátt fyrir
lélegan hljóðnema er greinilegt að hann
ætti að snúa sér strax að þyngstu gerð
bárujárnrokksins og það ætti Contour
reyndar öll að gera.
-ESE
„Er enginn í stuði?”
— bömmer á Borglnni
■ „Er enginn í stuði?“ öskraði Maggi
trommuleikari Egós um miðbik tónleika
þeirra á Borginni s.l. fimmtudagskvöld
en fyrri hluti tónleikanna hafði einkennst
af fremur rólegum lögum, Sætir strákar,
Dauðakynslóðin, hið „ómissandi“
reggae lag og eitthvert „fenjablús“
djamm sem undirritaður hafði lúmskt
gaman af. Nei það voru fáir ■ stuði.
Tónleikarnir hófust á upplestri ungra
ljóðskálda og reið þar á vaðið Anton
Helgi Jónsson. Tókst nokkuð vel til hjá
honum, allavega höfðu margir gaman af
kvæðaflokki hans um Siggu sætu fyrir
vestan. Næstur í röðinni kom síðan
Mike Pollock og byrjaði á því að flytja
ljóð eftir A. Rimbaud en sá mæti maður
mun hafa birst Mike í sófanum heima
og beðið hann um flutninginn. Síðar tók
Mike tvö frumsamin Ijóð og lék Maggi
undir á trommur, af þvílíkum krafti að
erfiðlega gekk að skilja Mike. Af þriðja
skáldinu missti ég algerlega.
Undir miðnættið mætti svo Egó á
sviðið. Bubbi í netabolnum og leðurbux-
unum, Rúnar málaður þannig að sumir
héldu að Linda í Grýlunum væri gengin
í bandið, Maggi ber að ofan að vanda
og Beggi í rauðri skyrtu.
Fyrrihluti tónleikanna var sem sagt
rólegur, of rólegur, ekkert pepp til
staðar. Þá tók Egó gamla góða slagarann
Jón pönkari og lyftist þá brúnin á
mörgum, var gamla góða Egó keyrslan
loksins að fara í gang? Nei það sem á
eftir fylgdi var að Bubbi tilkynnir, „Nú
ætlum við að flippa svoldið". Síðan var
eitthvert rugl í nokkrar mínútur og
menn farnir að gefast upp á þessum
bömmer.
Loksins undir lokin,1: er átti að fara
að henda liðinu út, enda klukkan orðin
um eitt þá komu virkilega góð og
pottþétt keyrslulög stemmingin lyftist
upp um ein 40 stig svona upp í svipað
og hitinn var í húsinu.
Þrátt fyrir að kraftinn hafi vantað
fyrrihluta tónleikanna var meir en bætt
úr því undir lokin enda eiga jafnsviðs-
vanir menn og félagarnir í Egó létt með
að peppa mannskapinn upp ef þeir vilja.
-FRI
„Með allt
á hreinu”
■ Eftir helgina kemur á markaðinn
hljómplatan:
„Með allt á hreinu“, sem inniheldur
lög úr samnefndri kvikmynd, sem frum-
sýnd verður í Háskólabíói þann 18.
desember n.k.
Flytjendur tónlistar eru hljómsveitirn-
ar: Stuðmenn og Grýlumar (sem reynd-
ar ganga undir nafninu Gæmr í kvik-
myndinni) ásamt nokkmm aðstoðar-
mönnum.
Á hljómplötunni er að finna flest þau
lög sem hljómsveitirnar léku á ferðum
sínum um landið síðastliðið sumar við
miklar vinsældir, svo sem: Islenskir
karlmenn, Maó Glind, Við viljum
franskar, Úti í Eyjum, Ekkert mál,
Reykingar og fleiri lög.
Útgefandi er Bjarmaland sf. en Stein-
ar hf. annast dreifingu.
í tilefni af útgáfu hljómplötunnar og
fmmsýningu kvikmyndarinnar munu
Stuðmenn koma nokkmm sinnum fram
milli jóla og nýárs, en það mun verða
auglýst síðar.
Bjarmaland sf. er framleiðandi kvik-
myndarinnar „Með allt á hreinu“ en
leikstjóm annaðist Ágúst Guðmunds-
son.
Myndin verður sýnd með Dolby-
Stereo hljóði.