Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982. 7 Guðbergur Bergsson HJARTAÐ BÝR ENN í HELLI SÍNUM Þessi nýja skáldsaga Guðbergs Bergssonar gerist eða gerist ekki á einum sólarhring og lýsir fálmkenndri leit fráskilins manns að einhverri kjölfestu í líf sitt. Maðurinn er sál- fræðingur, enda sýnir sagan ekki síst furður sálarlífs hans, lýsir inn í hellinn þar sem hjartað býr. Um leið er dregin makalaus mynd af lífi og lifnaðarháttum fólksins í borginni sem maður- inn ráfar um, mynd sem enginn annar en Guðbergur Bergsson gæti dregið upp. Nína Björk Árnadóttir SVARTUR HESTURí MYRKRINU Nína Björk Árnadóttir er löngu orðin viðurkennt ljóða- og leikritaskáld og er hverrar nýrrar bókar beðið með eftirvænt- ingu. í fimmtu ljóðabók hennar eru bæði myrk ljóð um innri reynslu og opin ljóð um ytri atvik. Veruleikinn er um- myndaður í skáldskap — fyrir eigin hönd og annarra. Norma E. Samúelsdóttir TRÉÐ FYRIR UTAN GLUGGANN MINN Norma E. Samúelsdóttir hefur áður sent frá sér skáldsöguna Næst- síðasti dagur ársins sem hlaut mjög góðar umsagnir gagnrýnenda. Þessi fyrsta ljóðabók hennar fjallar um daglegt amstur hús- móður og móður — tréð fyrir utan gluggann hennar og máfinn sem svífur uppi yfir. Sigurður A. Mapnússon í SVIÐSLJOSINU Sigurður A. Magnússon hefur lengi verið ötull við að skrifa um menningarmál, leikhús, bókmenntir og menningarpólitík. Hér birtist úrval leikdóma hans frá árunum 1964-1973. Þetta tímabil er að ýmsu leyti merkilegt í íslenskri leiklistarsögu og þá komu fram ýmsir höfundar sem sett hafa sterkastan svip á íslenskar leikbókmenntir. Magnús Kjartansson FRÁ DEGI TIL DAGS Úrval Austrapistla frá 1959-1971. Vésteinn Lúðviksson valdi og ritaði formála. Þessir pistlar eru besta dæmi sem við eigum um skarpa og fyndna blaðamennsku. Þeir sýna ýmsar skoplegar og undarlegar hliðar landsmálanna á viðreisnarárunum — og um leið birtist höfundur þeirra ljóslifandi, hugðarefni hans og hugsjónir, skörp hugsun, næmt skopskyn, að ógleymdu frábæru valdi hans á íslenskri tungu. Sagan gerist í litlu plássi á Suðurnesjum og sögumaður er drengur sem þar fæðist og nemur smám saman veröldina í kringum sig. Þótt bærinn sé lítill er mannlífið fjölbreytt og ríkt og drengnum verður ekki síst starsýnt á skoplegri hliðar þess. En háski vofir yfir byggðinni og vegur salt við skopið, háski sem kannski er óumflýjan- legur, kannski ekki. Björn Th. Björnsson SELD NORÐUR- LJÓS Viðtöl Bjöms Th. Bjöms- sonar við fjórtán forn- vini Einars Benedikts- sonar skálds um kynni þeirra af honum. Heiti bókarinnar minnir á töframanninn snjalla sem gat í vitund þjóðar sinnar jafnvel höndlað með gneistaflug himins- ins. Bókin bregður ljósi á fjölmarga þætti í ævi og umsvifum Einars sem ekki hafa áður verið gerð skil og hún er prýdd fjölda mynda sem margar hverjar hafa aldrei áður komið fyrir almennings sjónir. Mál H og menning Miirun ouimiciuytjuuuii AF MANNA VÖLDUM Níu tilbrigði um stef. Söguþættirnir eru víðsvegar að úr heiminum og margvíslegir að efni, en mynda þó áleitna heild. Þetta er fyrsta bók höfundar, sérstæð að stíl og framsetningu, enda hefur höfundur gert víðreist. Óvenju glæsilegt byrjandaverk. Sverrir Kristjánsson RITSAFN II Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur var einn fremsti snillingur mælts og ritaðs máls á þessari öld. í öðru bindi Rit- safnsins eru einkum greinar um íslandssögu þessarar aldar, m.a. um sögu íslenskrar verka- lýðshreyfingar. Einnig er hér að finna margar af snjöllustu dægur- málagreinum Sverris. Ólafur Jóhann Sigurðsson NOKKRAR VÍSUR UM VEÐRIÐ OG FLEIRA Fyrsta ljóðabók skáldsins sem hefur lengi verið ófáanleg. í þessa útgáfu er aukið nokkrum ljóðum frá sama tíma sem ekki hafa áður birst á bók. Fyrir aðra og þriðju ljóðabók sína hlaut Ólafur Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs 1976. Brynjólfur Bjarnason MEÐ STORMINN í FANGIÐ III MM-kilja eins og fyrri bækurnar tvær. Hér eru stjórnmálagreinar, ræður og viðtöl frá síðari árum sem að meginefni fela í sér sögulegar upprifjanir. Olga Guðrún Árnadóttir VEGURINN HEIM Ný skáldsaga eftir höfund Búrsins. Hér segir frá ellefu ára gamalli stúlku sem verður bitbein foreldra sinna við skilnað og berst átakanlegri baráttu fyrir því að fá sjálf að ráða framtíð sinni. Spennandi saga sem gefur nöturlega mynd af réttleysi barna í íslensku samfélagi og glögga mynd af valdakerfi þess. öfun urvals eigul

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.