Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 34
34
SUNNUDAGUR S. DESEMBER 1982.
Jacobo Timerman:
HVAB GERBI OKKIIR
AB SVO STORTÆKUM
GLÆPAMÖNNUM?
Heimsfrægur blaðaútgefandi, rithöfundur og Síonisti deilir hér
hart á Beginstjórnina fyrir innrásina í Líbanon
Ariel Sharon, hershöfðingi, hóf styrj-
öld sína að morgni hins 6. júní 1982
klukkan 11. Hvað mér viðvék, þá hafði
stríð þetta hafist 16 klukkustundum
áður, þegar Daníel, elsti sonur minn,
var kallaður til herþjónustu. Ég ók til
heimilis hans í Tel Aviv, svo ég gæti
orðið honum samferða á vettvang.
Stríðið hófst fyrir alvöru daginn eftir,
þegar Sharon sendi þrjár þungvopnaðar
herdeildir af stað. fsraelsmönnum þykir
þeir ekki eiga í stríði, þótt loftherinn
varpi sprengjum á stöðvar araba. Nær
alltaf koma allar vélar þeirra til baka
heilar á húfi. f>að er fyrst þegar
fótgönguliðið er sent fram, að þeim
þykir stríð hafið. Sérhver ísraelsmaður
þekkir brátt einhvern, sem kallaður
hefur verið til vopna. í byrjun gera menn
aðeins ráð fyrir því að um „takmarkaðar
aögerðir" sé að ræða. Sharon tók við
embætti sínu í ágúst 1981 og brátt kom
á daginn að hann mundi ekki láta sér
lynda neitt minna en virkilegt stríð.
Þegar í ársbyrjun 1982 vissi hver maður
að Sharon mundi heyja stríð sitt með
innrás í Líbanon. Ástandið þar í landi
var umræðuefni allra stjórnmálamanna,
þegar þeir komu fram fyrir almenning.
Þá streymdu inn í landið fregnir um
áskoranir frá Washington, París og
London, þar sem ísraelsmönnum var
ráðlagt að ráðast ekki inn í Líbanon, og
helstu fyrrverandi foringjar hersins, sem
nú sitja á þingi, þeir Yitzak Rabin, Haim
Bar-Lev og Mordechai Gur létu í ljós
nokkurn ótta og sögðu sem svo að innrás
í Líbanon mundi ekki leysa Palestínu-
vandamálið. Engin vandræði voru við
norðurlandamærin og þorpin í Galileu
bjuggu við sæmilegan frið.
Hví varð stríð ekki umflúið? Engin
þau rök sem ég hef heyrt færð fram
virðast mér fullnægjandi. En ég hef þó
skýringu við höndina, sem mér finnst
gild, þótt ekki sé mikil stoð í henni:
Þegar her er viss um sigur, nær þessi
vitund yfirhöndinni og skynsemin lýtur
í lægra haldi. Ekkert fær stöðvað hann.
Meira að segja friðsamasta fólk lætur
freistast af sigurvonunum.
Samviskustríð
Stríðið hófst ekki með tiltakanlega
miklum ofsa. Fýrsta daginn var hlýtt á
langa fréttalestra, en annan daginn
rigndi sigurfregnunum yfir. Þriðja dag-
inn máttu menn vera þess fullvissir að
aðgerðirnar mundu ekki vara nema
fáeina klukkutíma í viðbót. Á fjórða
degi reyndu menn að ráða það af fréttum
m *
og samræðum manna hvað raunverulega
væri að gerast. Fram til þess tíma vissu
ísraelsmenn ekki betur en að börn í
Líbanon væru á lífi og borgir þar
uppistandandi. Við höfðum því góða
samvisku.
Segja má að á þessum fjórða degi hafi
samviskan tekið að naga margan.
Fyrstur til þess að skilja þá hættu sem
í þessu var fólgin var Menachem Begin.
Nær því daglega reyndi hann að láta
árásir og yfirgang ísraelsmanna týnast
með því að ræða um aðrar skelfilegar
aðgerðir í sögu styrjalda. Ef ísraelsmenn
höfðu skotið Sidon í rústir með loftárás-
um og með skothríð af sjó, hvað mátti
þá segja um árásina á Dresden? Ef
ísraelsmenn höfðu beitt fullkomnum
vopnum gegn illa skipulögðum og van-
búnum liðssveitum, hvað mátti þá segja
um herför Breta til Falklandseyja? Ef
einhver stjórnmálaleiðtogi vildi reyna
að koma á sáttum, var honum líkt við
Chamberlain, sem fór fræga för til
Múnchen.
Kæmi það fyrir að ísraelska sjónvarp-
ið, sem fór afar gætilega í sakirnar, sýndi
mynd af dauðskotnu líbönsku barni, þá
hafði Begin á takteinum þá einu og hálfu
milljón barna, sem nasistar sendu í
gasofnana. Nægði honum þar að minna
á örlög sinnar eigin fjölskyldu.
Deilur og rökræður upphófust í ísrael
þessarar
greinar,
Jacobo
Timer-
man, var fyrrum blaðaútgefandi í Argentínu, en var
flæmdur þaðan, eftir að hafa háð langa baráttu gegn
einræði herforingjanna. Hann sat í 30 mánuði í
fangelsum í Argentínu og sætti þar pyndingum.
Einkum hafði hann vakið athygli á „hvarfi(t
þúsunda Argentínumanna og fór það mjög í
taugarnar á stjórninni. Er hann var látinn laus 1979
fór hann til ísraels. Hann hafði alla ævi verið
Síonisti og var þetta því langþráður draumur hans,
um leið og hann hlaut langþráð frelsi. Um dvölina
í fangelsunum í Argentínu hefur hann ritað fræga
metsölubók „Fangi án nafns, - fangaklefi án
númers.“
Nú hefur hann geflð út bókina „Stríðið langa“
(The Longest War) sem kemur út samtímis í
Bandaríkjunum og Bretlandi. Þar gagnrýnir hann
ísraelsmenn vægðarlaust fyrir innrásina í Líbanon.
Skoðanir hans endurspeglast í þessari grein, sem
hann ritaði í Observer Review þann 28. nóvember
s.L.
■ „Eitt sinn vorum við Guðs útvalda þjóð, en nú erum við það af því að enginn
getur sigrað okkur“. ísraeiskur hermaður lumbrar á palestínskri stúlku.
■ Jacobo Timerman.
nær því um leið og fyrstu skotunum
hafði verið hleypt af. Tveimur vikum
eftir innrásina í Líbanon voru þessar
umræður bergmálandi um allt landið.
ísraelsmenn hlutu nú að leiða hugann
að því hvað þeir væru að gera á hluta
annarrar þjóðar. Þeir fundu til sektar og
jafnvel smánar. Aldrei fyrr hafði slíkt
verið að sjá á almennum körlum og
konum. Ef til vill má sega að sl. tvö
þúsund ár hafi Gyðingar aldrei þurft að
skammast sín vegna þess að þeir hafi
breytt grimmdarlega gegn annarri þjóð.
Á dögum dreifingar þjóðarinnar (Diasp-
ora) höfðu Gyðingar alltaf verið fórnar-
lambið. Fyrri stríð þeirra höfðu öll verið
háð í varnarskyni vegna áreitni annarra
og fyrri hermdaraðgerðir gegn aröbum
höfðu verið verk smárra flokka, sem öll
þjóðin hafði ýmugust á.
I fyrsta sinn
í fyrsta sinn var nú efnt til stríðs, sem
ekki var til komið vegna ögrunar.
Viðurkenningin á þessari staðreynd,
eftir aðeins fjögurra daga bardaga,
þegar sigurinn var Ijós og allur ótti
horfinn, tók nú að gera vart við sig í
ýmsum héruðum.
Á tíunda degi stríðsins tóku smærri
einingar að tínast heim að nýju. Meðal
fyrstu hermannanna sem heim komu var
hvorki að sjá sekt né skammartilfinn-
ingu, en samt fannst mér þeir ólíkir þeim
sem ég hafði séð koma heim úr fyrri
stríðum. Þeir virtust ekki vita sitt
rjúkandi ráð.
Reyndir hermenn úr Sex daga stríðinu
og Yom Kippur stríðinu, vissu að
ísraelar höfðu háð heiðarlega baráttu.
Þetta vissu nýliðarnir líka, því þeir
höfðu heyrt það frá feðrum sfnum og
þeir höfðu farið ofan í saumana á
atburðum, þegar þeir voru við herþjálf-
un. En nú skeði það í fyrsta sinn að
borgir voru skipulega eyðilagðar og
fjöldi borgara drepinn.
Þeir voru skelfingu lostnir. Þeir höfðu
séð þetta allt gerast, en vissu ekki hver
tilgangurinn var. Þegar þeir ræddu um
reynslu sína, var eins og þeir væru að
tala um kvikmynd. En þeir spurðu ekki
neinna spurninga, né leituðu skýringa.
24 klukkustunda leyfi er heldur ekki
langur tími, þegar sex eða átta stundir
fara í ferðir til og frá vígvellinum. Þegar
svo margir atburðir höfðu gerst og
tilfinningarnar voru svo blendnar varð
að fara fljótt yfir sögu.
En eftir þessa stuttu endurfundi tók
borgurum sem heima sátu skjótt að
þykja sem farg lægi á herðum þeirra, -
hér var eitthvað kynlegt á ferð.
Illar grunsemdir
En um sama leyti og þessir vígamenn
komu í fyrstu heimsóknir sínar komu
einnig aftur nokkrir tugir ungra ísraels-
manna, sem þyrpst höfðu yfir til Líbanon
um sama leyti og innrásin hófst. Með