Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982.
menn og málefni
Verst verða höftín sem leiða
mnnn af ankinni skuldasöfnnn
■ Morgunblaðið birti bólginn leiðara
s.l. þriðjudag um andúð kommúnista og
framsóknarmanna á fríverslun og að
þessir aðilar vilja koma á ómengaðri
haftastefnu í viðskiptum okkar við
útlönd. Þeir alþýðubandalagsmenn
mega hafa þær hugmyndir um fríverslun
sem þeim sýnist og vera eins íhaldssamir
í því efni sem öðrum. Miðstýring er nú
einu sinni þeirra hugsjón. En á sínum
tíma sómdi Svavar Gestsson þáverandi
viðskiptaráðherra sér vel í forsæti ráð-
herranefndar EFTA og stjómaði fund-
um af skömngsskap og beið Fríverslun-
arbandalagið engan skaða af.
Hins vegar er ómaklegt að gera
Tómasi Ámasyni viðskiptaráðherra upp
skoðanir varðandi frjáls viðskipti og
tollabandalög. Hann hefur sýnt bæði í
orði og verki að hann er talsmaður
fríverslunar og takmörkunar tollmúra.
Og þótt bæði Morgunblaðið og Þjóðvilj-
inn leggist á eitt að gera störf og stefnu
viðskiptaráðherra tortryggileg, hvort
málgangið með sínum hætti, breytir það
engu um störf hans og stefnu.
Rétt er það, að framsóknarmen hafa
varað mjög við ótakmörkuðum innflutn-
ingi á þeim sviðum, þar sem íslenskur
framleiðsluiðnaður stendur berskjaldað-
ur gegn niðurgreiddum vamingi annarra
þjóða, sem flæðir lítt hindrað á hérlend-
an markað.
Mönnum stendur að vonum stuggur
af þeirri þróun að viðskiptahallinn eykst
stöðugt, meira er flutt inn en út og getur
slíkt að sjálfsögðu ekki gengið til
langframa.
Steingrímur Hermannsson sjávarút-
vegsráðherra sagði í umræðum um
vantraustið fyrir skemmstu, að hinn
mikli viðskiptahalli og erlend skulda-
söfnun væri stærsta vandamálið sem nú
er við að fást, og yrði ekki komist hjá
hörðum aðgerðum til að stöðva þá
þróun. Þetta kalla sjálfstæðismenn höft.
En það er misskilningur. Þau verða enn
verri höftin sem leiða mundu af aukinni
erlendri skuldasöfnun.
í sömu umræðum talaði Alexander
Stefánsson og í Morgunblaðinu eru orð
hans rifin úr samhengi og hann gerður
einhliða að talsmanni haftastefnu. En
orðrétt sagði Alexander: „Það sem í dag
skiptir höfuðmáli er að ná víðtækri
samstöðu um að ráðast gegn verðbólg-
unni og tryggja afkomu atvinnuveganna
og um leið atvinnuöryggið í landinu.
Við verðum að auka spamað og draga
úr ríkisútgjöldum, draga úr óþarfa
innflutningi og auka kaup á innlendum
vömm og framleiðslu.
Við verðum að vinna markvisst að því
að auka útflutningsframleiðsluna og þar
með útflutningstekjur.“
Að draga úr óþarfa innflutningi fer
eitthvað illa fyrir brjóstið á Morgunblað-
inu og er lagt út sem boðskapur um
ómengaða haftastefnu. Vissulega hafa
íslendingar margs konar hag af vem
sinni í EFTA og samningum við Efna-
hagsbandalagið. Við njótum góðra
kjara fyrir aðalútflutningsvömr okkar
með því samstarfi og kemur ekki til mála
að þeim sé teflt í tvísýnu með því að
hlaða upp tollamúra fyrir innflutta vöm.
Þetta hefur Tómas Árnason margsinnis
bent á og lagt á áherslu. Hitt er annað
mál að einhverjum verndaraðgerðum
þarf að koma við gegn ótakmörkuðum
innflutningi, eins og á stendur. Annars
verður íslenskur framleiðsluiðnaður
lagður í rúst og gjaldeyrisjóðir tæmast.
Hafa verður í huga að margt af þeim
varningi sem hingað er fluttur nýtur alls
kyns ríkisstyrkja og niðurgreiðslna í
öðrum löndum. Á þann hátt em iðulega
brotin ákvæði um fríverslun af viðskipta-
þjóðum okkar. Talsmenn Félags ísl.
iðnrekenda hafa iðulega bent á þetta og
varað við.
Fleiri en
framsóknarmenn
En það em fleiri en íslenskir fram-
■ Iðnaðarþjóðirnar hafa ekki lengur efni á óheftri fríverslun. Þessi teikning var gerð í tilefni Gatt-fundarins í Genf, þar sem hart var deilt um vemdaraðgerðir
einstakra ríkja og bandalaga gegn innflutningi.
sóknarmenn sem sjá hættur sem kunna
að stafa af algjörlega óheftum við-
skiptum og sér í lagi innflutningi. í seinni
tíð hafa ríkisstjómir fjölmargra landa
gripið til alls kyns ráðstafana til að hefta
innflutning.
Meðal þeirra em ekki síður lönd sem
stjómað er samkvæmt kokkabókum
frjálshyggju og kapitalisma en ríki sem
búa við blandaða hagstjórn eins og
íslendingar. Löngum hafa staðið deilur
milli ríkja innan Efnahagsbandalags
Evrópu um niðurgreiðslur, styrki við
tilteknar framleiðslugreinar og sitthvað
fleira sem viðkemur frjálsum við-
skiptum. Stjómmálaleiðtogar sem préd-
ika óheftan markaðsbúskap og frjáls
viðskipti hafa margir gripið til ýmissa
ráða til að takmarka innflutning. Áðeins
eitt dæmi af mörgum em deilumar milli
Bandaríkjastjómar og nokkurra
Evrópuríkja vegna sölu á stáli vestur um
haf. Bandaríkin settu á ákveðinn inn-
flutningskvóta til að takmarka innflutn-
inginn að kröfu stáliðnaðarfyrirtækja og
verkalýðssamtaka. Það sló í harða brýnu
milli auðvaldsins austan hafs og vestan
vegna þessa. En dæmin em ótalmörg. í
Bandaríkjunum og sumum Evrópu-
löndum hefur innflutningi á japönskum
vamingi, aðallega bílum, verið mótmælt
harðlega og Bandaríkjamenn hafa samið
við Japani um að þeir flytji ekki meira
þangað en sem nemur umsömdum
kvóta. Þetta er einfaldlega gert til
styrktar bandarískum bílaiðnaði, sem á
í vök að verjast.
Verndaraðgerðir
Með vaxandi atvinnuleysi í iðnríkjun-
um og vegna minni eftirspumar erlendis
eftir framleiðsluvöranum hefur gætt æ
meiri tilhneigingar til alls kyns vemdar-
aðgerða. Mörg ráð em fundin upp til að
hefta innflutning og vemda þannig
innlendar atvinnugreinar. Farið er í
kringum fríverslunarsamninga með ýms-
um aðferðum, sem vafa lítið yrðu kölluð
höft hér á landi.
GATT eru samtök 88 ríkja um
viðskipti og tolla. Undir síðustu mánaða-
mót var haldinn fundur allra aðildarríkj-
anna í Genf, þar sem aðalumræðuefnið
var sívaxandi tilhneiging ríkja til vernd-
araðgerða gegn innflutningi og óheftum
viðskiptum. Þau miklu milliríkj avið-
skipti sem tókust milli þjóða eftir síðari
heimsstyrjöldina hafa víða mtt úr vegi
tollmúram og viðskiptahindmnum og
eflt hagvöxt og bætt lífskjör í þeim
löndum sem opnuðu dyr sínar fyrir
frjálsum viðskiptum. Efnahagskreppan
og atvinnuleysið sem nú þjakar þjóðir
hefur orðið til þess að heimsviðskiptin
hafa dregist saman og hver reynir að
bjarga sér og sínum atvinnuvegum eftir
bestu getu, og þá fyrst og fremst með
takmörkun innflutnings.
Þetta veldur mönnum vemlegum
áhyggjum því einangmnarstefna og
minnkandi heimsviðskipti geta orðið til
þess að magna kreppuna þegar fram í
sækir, en ekki draga úr henni eins og
kenningar eru uppi um. Á fundinum
GATT í Genf vom þessi mál til umræðu
og var hart deilt. Fundurinn var fram-
lengdur, stóð í alls fimm daga og lauk
ekki fyrr en að morgni mánudags 29. nóv
s.l.. Var þá loks búið að ná samkomulagi
sem þótti viðunandi. Var samþykkt að
aðildarþjóðimar mundu áfram standa
gegn hömlum á frjálsri verslun, einangr-
unarstefnu og vemdaraðgerðum. En
tæpast er við því að búast að staðið verði
við öll fögm fyrirheitin því mikið bar á
milli þótt ríkin hafi að lokum samþykkt
orðalag um framtíðarstefnu.
Yiðskiptastríd
í uppsiglingu
Á fundinum vom mörg deilumál uppi
og ásakanir gengu á milli fulltrúanna.
Einna hörðust var rimman milli ríkja
Efnahagsbandalagsins annars vegar og
Bandarfkjanna hins vegar. Þar var deilt
um niðurgreiðslur Efnahagsbandalags-
ins á landbúnaðarvömm með meira, og
er álitið að viðskiptastríð með slíkar
vömr kunni að vera í uppsiglingu, en
Ameríkanar hóta að setja mikið magn
búvara á markað ef EBE sker ekki
niðurgreiðslur niður.
Það er því langt frá því að allar deilur
hafi verið settar niður þótt sléttorð
yfirlýsing hafi verið samþykkt í fundar-
lok. En a.m.k. hafa þjóðirnar í alþjóða-
tollabandalaginu lýst yfir þeim vilja
sínum, að stuðla að frjálsri milliríkja-
verslun þráft fyrir þær blikur sem eru á
lofti.
íslendingar hafa til þessa sloppið við
atvinnuleysi og markaðir fyrir útflutn-
ingsvömr hafa verið allgóðir, og sumir
hverjir ágætir. En efnahagskreppan er
farin að hafa sín áhrif. Markaðir
þrengjast og verð fyrir útflutningsafurð-
imar hækkar ekki. Erlend verðbólga
kyndir undir þá heimatilbúnu. Við-
skiptahallinn á þessu ári er uggvænlegur.
Fjárhagslegt sjálfstæði fær ekki staðist
ef þessari þróun verður ekki snúið við.
Það verður að grípa til einhverra þeirra
ráða sem duga, hvort sem þau eru kölluð
höft eða eitthvað annað.
Jafnvægi verður að nást
Það sem framsóknarmenn leggja til er
að dæminu verði snúið við og jafnvægi
náist á ný milli útflutnings og innflutn-
ings. Það sem Morgunblaðið kallar
haftastefnu Framsóknar er ekki annað
en tillögur um að gripið verði til
einhverra þeirra ráðstafana til vamar
íslenskri framleiðslu, sem fjölmörg ríki
hins frjálsa heims hafa þegar framkvæmt
hjá sér. Hér er ekki eingöngu um að
ræða að vemda eigin framleiðslu heldur
einnig að vemda hratt minnkandi gjald-
eyrissjóð. Allir em sammála um nauðsyn
þess að draga vemlega úr erlendum
lántökum og það verður ekki gert með
því að láta reka á reiðanum.
Erlendar lántökur eru fleiri en þær
sem ríkisstjómin eða einstakar stofnanir
og opinber fyrirtæki semja um. Innflytj-
endur erlendrar vöra taka mikil lán
erlendis og em engar hömlur á því hve
mikið viðskiptaaðilar þeirra í útlöndum
lána þeim. Innflutningsæðið byggist
ekki síst á slíkum viðskiptum. Hér eru
miklar vörugeymslur yfirfullar af margs
konar varningi sem innflutningsfyrirtæk-
in skulda í útlöndum. Það þarf ekki einu
sinni að leita til íslenskra banka til
vömkaupa og geymslukostnaðar. Er
einhver þjóðarvá fyrir dyrum þótt ein-
hverjar hömlur séu settar á þessa
alfrjálsu viðskiptahætti?
Það liggur fyrir að á þessu ári hefur
útflutningur dregist saman um 17 af
hundraði en innflutningur aukist um 6
af hundraði. Þegar menn láta í ljósi
áhyggjur af þessari þróun og leggja til að
hún verði stöðvuð kallar Morgunblaðið
það kröfu um innflutningshöft og hefur
allt á hornum sér. En hvað á að gera til
að komast fram hjá því hræðilega orði
höft? Kannski láta vaða á súðum þangað
Oddur Ólafsson,
ritstjórnarfulltrúi,
skrifar
til öll greiðslugeta er þorrin og láta
markaðslögmálið ákvarða hvenær inn-
flutningur bókstaflega stöðvast vegna
þess að við verðum ekki lengur borgun-
armenn fyrir honum. Þá munu f slending-
ar tjóðraðir í þau vondu höft sem leiða
munu af aukinni erlendri skuldasöfnun.
Fríverslun á undanhaldi
Þrátt fyrir fögur orð og viljayfirlýsing-
ar tollabandalaga um áframhaldandi
fríverslun er raunin sú að mörg ríki hafa
þegar gripið til vemdaraðgerða til að
spoma við atvinnuleysi, hruni fyrirtækja
og óhagstæðum viðskiptajöfnuði. Og
fáir efast um að meiri brögð verða af
þessu í náinni framtíð en þegar er orðið.
íslendingar geta ekki einir þjóða staðið
eins og átján bama faðir í álfheimum og
glápt á hvað hinir hafast að án þess að
vilja skilja það og hagað gjörðum sínum
samkvæmt því.
Fríverslun hefur skilað ríkulegum
árangri, en því miður er hún á
undanhaldi eins og er, þrátt fyrir góða
viðleitni til að viðhalda frjálsri verslun
þjóða á milli. Það er sjálfsagt að reyna
að viðhalda henni eins og kostur er og
það munu frjálsar þjóðir gera, en þegar
harðnar á dalnum er hver sjálfum sér
næstur og það er lítil framsýni að tefla
efnahagslegu sjálfstæði þjóðar í voða
vegna bókstafstrúar.
Vonandi batnar efnahagsástandið í
heiminum á nýjan leik svo að verndarað-
gerða í milliríkjaviðskiptum verði ekki
þörf. En á meðan iðnríkin og aðrar
viðskiptaþjóðir okkar brynja sig margs
konar verndarmúrum verðum við einnig
að hugsa um eigin hag, og dansa með.
En besta vömin og æskilegasta gegn
viðskiptahalla og hnignun innlendra
fyrirtækja og framleiðslu er sú að fólkið
í landinu sýni þá ráðdeild og þjóðholl-
ustu að spara við sig kaup á innfluttri
vöra, kaupi íslenska vöm sé þess kostur.
Satt best að segja er innflutningur svo
| gengdarlaus að við liggur að á sumum
I sviðum sé um siðleysi að ræða. Þrátt
j fyrir margítrekaðar áróðursherferðir þar
I sem fólk er hvatt til að kaupa íslenska
vöm í stað innfluttrar er eins og allur þorri
manna skelli skollaeymm við þeim
ábendingum. Kaupahéðnar em á ferð
um öll lönd til að leita uppi varning sem
hægt er að selja á íslandi. Og allt er flutt
inn og allt er keypt. Útlendingar lána og
skuldabyrðin eykst.
En það er að koma að skuldadögum
og valið stendur á milli þess að gera
einhverjar þær ráðstafanir sem duga til
að jafna viðskiptahallann eða binda sig
í þau höft sem erfitt kann að vera að
losna úr.