Tíminn - 17.10.1992, Qupperneq 3

Tíminn - 17.10.1992, Qupperneq 3
Laugardagur 17. október Tlminn 3 Forystumenn Sjálfstæðisflokksins eru lítt hrifnir af tillögum um afnám aðstöðugjalds og álagningu hátekjuskatts og fjármagnsskatts: Mikil andstaða er við afnám aðstöðugjalds Tíminn hefur heimildir fyrir því að verulega andstaða sé innan forystuliðs Sjálfstæðisflokksins við tillögu um að afnema aðstöðugjald, en það er sú tillaga sem er einna efst á blaði hjá atvinnumálanefnd ríkisstjóraarmnar. Afnám aðstöðugjaldsins myndi þýða hærri skatta á einstaklinga, en mikil andstaða er við slíka skattahækkun meðal forystumanna Sjálfstæðisflokks- ins. Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti efasemdum um ágæti hugmynda atvinnumálanefndarinnar í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöld. Aðstöðugjaldið er svokallaður af fær Reykjavíkurborg yfir helming af þessari upphæð til sín. Aðstöðu- gjöld nema um 20% af tekjum borg- arinnar. Aðstöðugjaldið og fólks- flutningar til Reykjavíkur eru og hafa verið lykillinn að fjárhagsleg- er veltuskattur sem leggst á veltu fyrir- tækjanna óháð afkomu þeirra. Að- stöðugjaldið rennur til sveitarfélag- anna. Atvinnulífið greiðir 4,5-5 milljónir árlega í aðstöðugjald, þar Ingi Björn með lagafrumvarp um þyrlukaup Ingi Björa Albertsson alþingismaður og sex aðrir þingmenn hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um kaup á björgunarþyrlu til landsins. Ríkisstjómin hef- ur þegar tekið ákvörðun um að fresta þyrlukaupum. Ingi Björa sagði að frum- varpið gengi vissulega gegn stefnu rfidsstjórnarinnar í þessu máli. Hann sagðist hins vegar gera sér góðar vonir um stuðning við það innan ríkisstjóm- arflokkanna. Meðflutningsmenn með Inga Bimi eru alþingismennimir Guðmundur Hallvarðsson, Steingrímur Her- mannsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Guðrún Helgadóttir, Kristín Ástgeirs- dóttir og Anna Ólafsdóttir Bjömsson. Fmmvarpið gerir ráð fyrir að ríkis- stjómin geri samning á árinu 1993 við framleiðendur eða seljendur um kaup á björgunarþyrlu fyrir Landhelgis- gæsluna. Gert er ráð fyrir að ríkissjóði verði heimilað að taka lán á næsta ári fyrir allt að 150 milljónir króna. Ingi Bjöm flutti svipað fmmvarp á síðasta þingi, en það varð ekki útrætt. Ingi Bjöm sagði að í fyrravetur hefði hann fengið vilyrði fyrir því að tekið yrði á þessu máli á næsta ári. Nú væri hins vegar ljóst að ríkisstjómin ætlaði ekkert að gera í málinu. Ingi Bjöm sagði að það væri vilji Al- þingis að keypt verði ný björgunar- þyrla til landsins. Sá vilji hefði komið fram í þingsályktunartillögu sem sam- þykkt var á alþingi snemma árs 1991 þar sem ríkisstjóminni var falið að gera samning um kaup á björgunar- þyrlu. í fjáriagafrumvarpi fyrir þetta ár er heimildarákvæði f 6. gr. fmmvarpsins um þyrlukaup. Slíkt ákvæði er ekki í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár. -EÓ um styrk borgarinnar. Borgarstjóm- armeirihluti Sjálfstæðisflokksins hefur alla tíð viljað fara varlega í að afnema aðstöðugjaldið. Markús Öm Antonsson borgarstjóri sagði í sam- tali við Tímann fyrir tæpu ári að hann væri algerlega andvígur því að afnema aðstöðugjaldið. í viðtalinu mótmælti borgarstjóri fúllyrðing- um um að aðstöðugjaldið sé vondur skattur. Meðan Davíð Oddsson var borgarstjóri mótmælti hann harð- lega hugmyndum fyrrverandi ríkis- stjómar um að afnema aðstöðu- gjaldið. Lengi hefúr verið deilt um hvaða tekjur sveitarfélögin ættu að fá í staðinn fyrir aðstöðugjaldið. í at- vinnumálanefndinni hefur verið rætt um að leggja á hátekjuskatt, skatt á fjármagnstekjur, hækka virð- isaukaskatt og jafnvel að hækka út- svar. Engar mótaðar tillögur liggja fyrir í nefndinni. Allar miða tillög- umar hins vegar að því að færa skattbyrði frá atvinnulífinu yfir á launþegana. Menn spyrja hvemig launþegahreyfingin geti hugsað sér að standa að slíkum tillögum. Svar- ið er að launþegahreyfingin krefst þess að lagður verði á hátekjuskatt- ur og fjármagnsskattur. Slík skatt- heimta er hins vegar ekki í miklu uppáhaldi hjá Sjálfstæðisflokknum. öruggt má telja að sumir af dygg- ustu kjósendum flokksins munu ekki færa forystumönnum hans neinar þakkir ef þeir standa að slíkri skattheimtu. Tíminn spurði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hversu brýnt verk- efni hann teldi það vera að afnema aðstöðugjaldið. Hann kom sér hjá því að svara spumingunni. Áður en hann gæti svarað spumingum um þetta mál yrði að liggja fyrir einhver sameiginleg tillaga frá samtökum atvinnurekenda, Iaunþega og sveit- arfélaga. Hann sagðist hafa vissar efasemdir um að launþegahreyfing- in fallist á að færa skattheimtu frá atvinnulífinu yfir á heimilin í land- inu í þeim mæli sem um er rætt. „Tillögur atvinnulífsins ganga út á að létta álögum af atvinnulífinu og færa þær yfir á heimilin. Slfkar um- ræður em eðlilegar, en það er ekki hægt að búast við niðurstöðum af þeim fyrr en það sést að aðilar vinnumarkaðarins koma sameinað- ir til ríkisstjómarinnar." Hvemig mun ríkisstjómin taka því ef samtök atvinnurekenda, launþega og sveitarfélaga leggja fram sameig- inlega tillögu um afriám aðstöðu- gjalds? „Ég hef enga trú á öðm en að ríkis- stjómin muni taka þátt í viðræðum um slíka tillögu þegar og ef hún kemur sameiginlega fram frá þess- um aðilum," sagði Friðrik. Nefndarmenn í atvinnumálanefnd- inni vita vel af andstöðu forsætisráð- herra og fjármálaráðherra við ýmsar tillögur sem nefndin er að skoða. Þæryfirlýsingarsem Magnús Gunn- arsson, formaður VSÍ, hefur gefið f fjölmiðlum í vikunni em tilkomnar fýrst og fremst vegna þessarar and- stöðu. Magnús er að þrýsta á forsæt- isráðherra að gefa eftir. -EÓ Samnorræn bók um goöafræöi: Heillar goðafræðin unglinga? Samnorræn bók um goðafræði o.fl var gefin út í gær á öllum Norðurlöndunum f 22.000 ein- tökum. Útgefendur vænta þess að efriið skerpi ímyndunarafl unglinga. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem haldinn var í tilefni útkomu bókarinnar. Mál og menning stendur að henni ásamt fimm norrænum bókafor- lögum. Bókin er samt að öllu leyti unnin hér á landi. Þetta er stærsta fiölþjóðaverk sem fs- lenskt forlag og prentsmiðja hafa staðið að en Oddi sér um prentun bókarinnar. Bókin heitir „Svört verða sól- skin“ og er hluti af samstarfs- verkefni norrænna móðurmáls- kennara og áttu íslenskir kenn- arar hugmyndina. Ritið er eink- um ætlað 15 til 16 ára unglingum og hentar vel til kennslu að sögn aðstandenda verksins. Efni bókarinnar getur samt nýst öllum sem vilja kynna sér noiræna goðafræði byggða á Eddu. Ýmislegt fleira er þar samt að finna eins og Ld. efnisflokka með skírskotun til þjóðfræði Sama og Grænlendinga ásamt Kalevalaljóðunum finnsku. Þá er sögu víkinganna gerð sérstök skil. -HÞ Þrátt fyrir minni fasteignaviðskipti: Fasteignaverðið mjakast upp á við Verð á fasteignum hefur hækkað í Reykjavík um 5,5% síðustu 12 mán- uði. Þetta kemur fram í Markaðsfréttum Fasteignamats Ríkisins. Þetta vekur athygli þar sem á árinu hefur kaup- samningum fækkað verulega sem kemur ekki á óvart miðað við erfitt efnahagsástand. Á öðrum ársfiórð- ungi þessa árs hefur raunverð hækk- að um 3,5% umfram lánskjaravísi- tölu. Þá kemur fram að útborgunarhlut- fall hefur lækkað frá sama tímabili í fyrra. Þá var það 44,8% að meðaltali en er nú 39,3% og hefur því lækkað um 5,5%. Hlutfall verðtryggðra lána virðist vera hærra en á sama tíma í fyrra. Þá var það 54,3% en er nú 60,1% og hefur því hækkað um tæp 6%. Söluverð fermetra er nú 71.970 að núvirði og hefur hækkað um tæp 13% milli ára. -HÞ RITVINNSLUFORRITIÐ KOMIÐ Á ÍSLENSKU WORDPERFECT FYRIR WINDOWS Allar valmyndir og hjálpartextar eru á íslensku Islenskt orðasafn M Eldri skjöl ganga sjálfkrafa inn í nýju útgáfuna ■ EJS - viðurkennd þjónusta Er það ekki þitt mál ? íslenska er okkar mál EINAR J. SKÚLASON HF Grensásvegi 10, 108 Reykjavík, Sími 63 3000 '5i | ■8 'Í •B '1

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.