Tíminn - 17.10.1992, Qupperneq 8

Tíminn - 17.10.1992, Qupperneq 8
8 Tíminn Laugardagur 17. október 1992 Rekísrannsóknastööin SP-31. slíkar hamfarir verða og sökkva þyngri hlutir eins og ljósavélar og fleira ef til vill niður um ísinn og niður á hafsbotninn. Margt eftirminnilegt bar til tíð- inda þessa daga. Stundum komu gestir í stöðina og einu sinni fréttist að í hópnum væri fyrrum geimfari, en geimfarar njóta mikils álits meðal Rússa sem kunnugt er. Er gestirnir komu var í hópnum maður í vindheld- um samfestingi, sem vegna bún- ings síns var talið víst að væri geimfarinn. Vildu allir fá að láta Ijósmynda sig við hlið hans. En seinna kom í ljós að hann var að- eins forstöðumaður samyrkju- bús í Azerbadjan og fór þá ljóm- inn af myndunum sem menn höfðu eignast af sér með „geim- faranum". Að þessu var mikið hlegið eftir á. Til suðurskauts- landsins Ég geri varla ráð fyrir því að ég muni á einu og sama árinu lifa það aftur að ferðast svo mikið sem ég gerði á árinum 1991, en í nóvembermánuði lagði ég á ný land undir fót og hélt til suður- skautsins. Ég var þarna þátttak- andi í leiðangri sem Finnar, Sví- ar og Norðmenn stóðu að, en all- ar þessar þjóðir eru með rann- sóknastöðvar á Dronning Maud landi þar suður frá. Þjóðirnar skipta með sér að sjá um flutn- inga á mönnum, vistum og tækj- um og aðdráttum öllum og kom það í hlut Finna nú. Þeir höfðu íeigt til fararinnar rússneskt skip, sem þó var smíðað í Finn- landi, og hét það .Akademik Fe- dorov.“ Útgerðaraðilinn var Heimskautarannsóknastofnunin í St. Pétursborg (Leningrad). Flogið var til Montevideo, en þangað var skipið þá komið, og þar stigum við um borð hinn 5. nóvember. Skipshöfnin var rúss- nesk og voru rússneskir vínda- menn með í för, en á suðurskaut- inu reka Rússar þrjár eða fjórar stöðvar. Þar á meðal er stöðin Vostok sem er lengst inni á Wilk- es-landi á 78 gráðu suðlægrar breiddar og er á sjálfum jarðseg- ulpólnum. Þar er sagður „harð- býlasti staður jarðar" og hefur frost mælst þar 84,5 gráður, sem er mesti kuldi sem mælst hefur á hnetti vorum. Þar er og hægt að rekja eftir íslögum, sem súrefn- is- og vetnissamsætur mynda, lengstu veðurfarssögu hér á jörð. Rússarnir um borð hjá okkur voru einmitt á leið til Vostok en þangað er 37 daga ferð frá því er þeir stíga á suðurskautsssvæðið. Ferðast er á gríðarstórum vögn- um, sem nefna mætti „snjó- dreka". Meðal Rússanna hitti ég bæði lækninn frá SP-31 stöðinni og vélstjóra sem þar hafði verið og urðu með okkur fagnaðar- fundir. Læknirinn hafði upp- götvað að margt hafði láðst að setja í tækjakistur hans sem þar átti að vera og var okkar mönn- um ánægja að geta bætt úr vand- ræðum hans með því að útvega það sem skorti. „Gróðurhús“ dreg- ið með snjósleða Siglingin frá Montevideo að ís- röndinni tók einn mánuð. Fyrst var komið við í Bellinghausen- stöðinni á King George Island, þar sem Rússar, Chilemenn, Kín- verjar og Argentínumenn hafa rannsóknarstöðvar en haldið þaðan eftir skamma viðdvöl. Þá tók við sigling yfir Weddelhafið til skandinavísku stöðvanna. Skandinavíski hópurinn um borð var fjölmennur — tuttugu Svíar, tíu Finnar og sextán Norð- menn. Var hverjum mannanna ætlað að dvelja á suðurskauts- landinu í rúma þrjá mánuði. Nokkrir fóru til norsku „Troll" stöðvarinnar, en ég fylgdi Finn- um og Svíum til stöðva þeirra, sem þeir hafa reist með aðeins 200 metra millibili í Vestfjöllum og heitir þar einu nafni „Norden- skjöldbasen." Nefnist finnska stöðin „Abaabasen", en sú sænska „Vasabasen". Eru þessar tvær stöðvar 3-400 kílómetra frá norsku stöðinni. Við lögðum af stað upp til stöðvarinnar þann 1. desember. „Nordenskjöldbasen" er nýleg stöð, byggð fyrir aðeins þrem ár- um og aðbúnaður allur mjög góður. En ég hef enn ekki getið um að ég hugðist ekki dvelja nema að litlu leyti í stöðinni. Ég hafði sérstöku verkefni að sinna ásamt öðrum manni, Ingvar Gjessing. Hugðumst við stunda rannsóknir á sjálfri íshellunni, sem flýtur á sjónum við suður- skautslandið og gera mælingar á hellunni og áhrifum frá sjónum undir henni. Rannsóknirnar voru unnar á 100 kílómetra svæði sem endaði í um 50 kíló- metra fjarlægð frá finnsk- sænsku stöðinni. Við slógum upp höfuðstöðvum á ísnum í að- eins 5 kílómetra fjarlægð frá stöðinni og héldum þaðan í lengri og skemmri leiðangra. Við fórum um á snjósleðum en höfð- um íverustað okkar í eftirdragi. Þetta var eins konar „gróður- hús“, hannað af okkur sjálfum. Það var 2,20 x 3,50 metrar að gólffleti og stóð á sleða. Þannig mátti spara sér umstang og tímaeyðslu vegna eldunarundir- búnings og annars sem því fylgir að búa í tjaldi. í húsinu var fun- heitt og hrjáði okkur meira hiti en kuldi, en verulegs kulda urð- um við varla varir fyrr en sól gekk undir í byrjun febrúarmán- aðar. Alls munum við hafa ekið á snjósleðunum 3500 kílómetra þá hundrað daga sem dvöl okkar Á ísbreið- um heims- skauta- landanna.. Framhald af bls. 7 stóð. Á þessum tíma heimsóttum við einu sinni sænsku „Svea“ stöðina, sem er 200 km frá ströndinni. Hún er suður á 74,5 breiddargráðu og veit ég ekki til að annar íslendingur hafi komist svo sunnarlega. Þar dvöldum við í þrjár vikur. Þar myndast botn- sjór úthafanna Um rannsóknarverkefni okkar Gjessings er það að segja að þeg- ar ísinn gengur fram af suður- skautslandinu og út á hafið frýs sjórinn undir honum. Við þetta skilst salt úr ísnum og blandast sjónum undir sem kólnar, auk þess sem hann verður þungur og „sekkur". Streymir hann í djúp- unum undan hellunni út í höfin og er talið að 80 prósent af botn- sjó djúphafanna myndist á þenn- an hátt undir íshellum Suður- skautslandsins. Þess má geta hér að þau 20% sem á vantar eru tal- in myndast við hafísmyndun í Grænlands- og íslandshafinu fyrir norðan okkur. Þetta er því geysimikilvægt atriði hvað snertir loftslag jarðar. Tók það okkur tvær vikur að komast niður á íshelluna áður en hin eiginlega rannsókn gat haf- ist. Við höfðum mjög fullkomin íssjártæki til þess að mæla nýja ísinn sem sest undir íshelluna þegar hún gengur fram og varð okkur vel ágengt í starfinu. Veð- ur voru yfirleitt ekki mjög hörð og alls munum við ekki hafa ver- ið veðurtepptir nema svo sem tvær vikur. Einu reglulegu stór- viðri man ég eftir og féllu þá meðal annars loftnetsstengur niður á stöðinni. Gaman að tala heim til konu og barna Þessi langa fjarvera að heiman, en alls varði ferðin fjóra og hálf- an mánuð frá því er ég fór frá Os- ló, var vitaskuld á ýmsan hátt erfið. Hugsa ég með þakklæti til allar þeirra hvíldar, félagsskapar og aðstöðu sem við nutum í stöðvum Finnanna og Svíanna nágranna okkar - - ekki síst sa- unabaða Finnanna. Við höfðum þarna „allan tíma í heimi'1 ef svo má segja, en það gat orðið of mikið af svo góðu. Þá var gaman að geta haft samband heim til ís- lands og Noregs á hátíðsdögum eða þegar börnin áttu afmæli. Eigum við það gervihnatta- fjar- skiptatækninni það að þakka að þetta var mögulegt. En loks var komið að heimfar- ardegi og eftir fjórtán daga ferð niður að ísbrúninni stigum við aftur um borð í Akademik Fe- dorov. Enn var haldið til Monte- video, en þangað sótti skipið Bandaríkjamenn sem áttu að fara til rússnesku rekísstöðvar- innar í Weddelhafinu og ég hef áður minnst á. Þeir hugðust verða þar til nú í ágúst eða sept- ember og ættu því að vera komn- ir heim núna. En ég flaug heim til Osló. Hlustað á Útvarp Reykjavík á Kóngs- eyju Slíkir leiðangrar fullnægja auðvitað vissri ævintýralöngun og enn einn leiðangur mætti minnast á. Hann fór ég skömmu áður en ég lagði upp í suðurför- ina eða um haustið 1991. Þá lá leiðin til rannsókna norður af Hvíteyju austan við Svalbarða. Á leið okkar fréttum við af tveimur íslenskum vísindamönnum á Kóngseyju sem voru orðnir hvellhettulausir og uppiskroppa með fæli-blys vegna ágangs hvítabjarna. Við heimsóttum þá og færðum þeim nýjar birgðir af blysum, en hissa varð ég þegar ég hitti þarna tvo landa mína, Ólaf Ingólfsson í Lundi og jarð- fræðistúdent frá Bergen. Meðan ég stóð við hjá þeim heyrðum við sjö-fréttirnar með klukkuslætt- inum í Reykjavfkurútvarpinu mjög greinilega. Það var undar- leg stemmning að sitja þarna á hjara veraldar og hlusta á þetta meðan rabbað var saman yfir kaffisopa. Mestu skiptir að vera með Ég flutti alkominn ásamt fjöl- skyldu minni til íslands í júní sl. og starfa nú á Veðurstofunni. Framtíðin er enn að nokkru óráðin, en ég vinn að frágangi greinasafns til doktorsvarnar og er um leið að vinna að því að hér megi koma upp fullkomnu hafís- reklíkani. Hef ég góðar vonir um að fá hingað mjög vandað líkan er bandarískir samstarfsmenn hafa gert og nota við strendur Alaska. Það líkan er meðal ann- ars byggt á niðurstöðum rann- sókna minna á innri kröftum. Margt er framundan í þessari vísindagrein. Árið 1994 er stórt rekísverkefni á döfinni í tilefni af hundrað ára ártíð Nansens og einnig verkefni á Suðurskautinu sem er nátengt mínum viðfangs- efnum. Er ég nú á leið til Seattle þar sem mér hefur verið boðið að taka þátt í ákvörðun um tilhög- un verkefnis í Pólhafinu á næsta ári, sem verður nátengt höfuð- viðfangsefnum mínum. Ég tel það mikilvægt að við ís- lendingar fylgjumst með á þess- um vettvangi og ástæður þess rakti ég í sem allra fæstum orð- um hér í upphafi. Við erum lítið þjóð og getum ekki lagt sama fjármagn af mörkum og stór- þjóðirnar. En það sem skipti meginmáli er að vera með. Það stendur okkur til boða og af mörgum ástæðum ættum við að hafa sitthvað fram að færa til endurgjalds fyrir það sem við þiggjum. AM

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.