Tíminn - 17.10.1992, Qupperneq 17

Tíminn - 17.10.1992, Qupperneq 17
Laugardagur 17. október 1992 Tlminn 17 Tónlistarskólinn í Reykjavík Skólanum er sklpt f fjórar elnlngar: almennar delldir, kennaradelldlr, eln- lelkara- og einsöngvaradeild og tónfræöidelld. Skólinn veitlr alhliða tónlist- armenntun á framhalds- og háskólastigl og þarf nemandi aö hafa loklð 4. stigi I hljóöfæraleik eöa 2. stigl f söng tll aö geta sótt um Inngöngu f al- mennar deildir skólans, og þurfa umsækjendur að gangast undir inntökupróf. Námi í almennum deildum, hljóðfæra- og söngdeildum, lýkur við lok 8. stigs og þar verða nemendur jafnframt að leggja stund á hliðargreinar, sem eru almenn tónfræði, hljómfræði, kontrapunktur, tónheym og tónlistarsaga. Þá stunda nemendur einnig samspil eða/og eru í hijómsveit skólans. Nám í almennum deildum er lánshæft að loknu 6. stigi og að námi í almennri deiid loknu á nem- andi þess kost að setjast í kennaradeild, eða að afloknu forprófi að stefna að burt- farar- eða einleikara/einsöngvaraprófi frá skólanum. Kennaradeildir skiptast í söng- og hljóðfærakennaradeildir, sem mennta kennara á einstök hljóðfæri og tekur nám við hljóðfærakennaradeild þrjú ár, en við söngkennaradeild tvö ár og er námið lánshæft. Auk þess er starfandi tónmenntakennaradeild, sem útskrifar kennara til að kenna tónmennt f gmnn- skólum landsins. Tekur það nám þrjú ár og er einnig lánshæft. Einleikara/einsöngvaradeild er 24 ára nám, að afloknu 8. stigs prófi úr al- mennri deild. Nemendur verða einnig að stunda nám í hliðargreinum og er þetta nám lánshæft. Markmið tónfræðideildar er að útskrifa nemendur til að starfa við tónfræðirann- sóknir, tónsmíðar, kennslu í tónfræði- greinum, útsetningar og umfjöllun um tónlist í fjölmiðlum. Námið tekur þrjú ár, er lánshæft og jafngildir B.Mus.- prófi frá tónlistarháskólum í Bandaríkjunum og sambærilegum skólum í Evrópu. Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu Tónlistarskólans, Skipholti 33, 105 Reykjavík, og er skrifstofa skólans opin virka daga frá kl. 9.00-16.30. — Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna Námsmenn sem vilja gera eitthvað skemmtilegt og um leið eitthvað skynsamlegt, fara í NÁMUNA. Hún ersniðin að þörfum skólafólks. Þú finnur yfir 60 á 43 stöðum hringinn í Landsbanka Islands landið. NÁMAN I NÁMUIMNI, námsmannaþjónustu Landsbanka íslands, bíður þín m.a. eftirfarandi: |l )Vh""7m«"• •«tTi• • «i * Einkareikningur, tékkareikningur með dagvöxtum. * Hagkvæmar sparnaðarleiðir með Reglubundnum sparnaði. * Námureikningslán á hagstæðum kjörum. * Spariveltulán. * Sveigjanlegar afborganir lána. * 7 námsstyrkir árlega. * Námslokalán. * Ráðgjöf og upplýsingaþjónusta. * Þjónustufulltrúi sem aðstoðar við gerð fjárhagsáætlana. * Greiðslukort, Euro eða VISA. * Minnisbók, án endurgjalds, við upphaf viðskipta. * Hressilegar tómstundir. * Ýmis fyrirgreiðsla við námsmenn erlendis. Vegna hagstæðra samnmgagetumvið nú boðið takmarkað magn Macintosh Quadra á sérlega hagstæðuverði,frá 281.125, anVSK. Leitið tilboða í stærri kaup! Apple-umboðið Skipholti 21, Rvk. S: (91)624800

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.