Tíminn - 17.10.1992, Síða 24

Tíminn - 17.10.1992, Síða 24
24 Tíminn Laugardagur 17. október 1992 Klerkur í klípu Ógnþrungið hugboð Iæsti sig um séra Werner þegar hann bjóst til að hlýða á skriftamál hins 19 ára gamla ungmennis, sem hóf máls með þessum orðum: „Veitið mér blessun yðar, faðir, því ég hef syndgað.“ Það var eitthvað í málrómi piltsins sem rifjaði upp fyrir prestinum atburði sem gerst höfðu þegar hann var sóknarprestur í smábæ ein- um í Frakklandi árið 1951 — en séra Wemer var fæddur í Frakk- landi þó svo að hann bæri þýskt nafn. Faðir hans var Þjóðveiji en móðir hans var frönsk. Þá hafði ungur piltur einnig leit- að til hans síðla dags og það hafði verið þessi sami tónn í málrómi hans þegar hann játaði fyrir prestin- um að hann hefði orðið ungri telpu að bana. Eiðurinn fyrir öllu Séra Werner bað og reyndi með öllu móti að fá franska piltinn til að fara til lögreglunnar og játa á sig morðið en pilturinn var ófáanlegur til þess. Presturinn átti því engra kosta völ — hann mátti ekki bregð- ast þeim trúnaði sem honum var sýndur í skriftastólnum. Leynilögreglumenn frá París voru kallaðir til bæjarins til aðstoðar lög- reglunni þar við að ráða morðgát- una, en það voru einungis tveir menn sem vissu hvar lausn hennar var að finna — morðinginn sjálfur, Paul Caillot, og kaþólski presturinn, séra Werner. Þrem mánuðum síðar var framið annað morð. í það skiptið var það 11 ára telpa sem göbbuð var inn í skóg og myrt. Og daginn eftir kom Paul Caillot aftur til prestsins og bað hann að veita sér fyrirgegningu fyrir þessa synd líka. Séra Werner bað hann enn sem fyrr að gefa sig fram við lögregluna. Þegar pilturinn neit- Þagnareiður kaþ- ólskra presta er skilyrðislaus. Sama hvað á dyn- ur, þann eið má ekki rjúfa. En það hefur kostað mannslíf, eins og séra Werner fékk að reyna og það oftar en einu sinni. aði því hélt séra Werner á fund bisk- upsins og því næst til erkibiskups- ins, en báðir sögðu þeir honum að hann mætti ekki bregðast trúnaði skriftabarns sína og gera lögregl- unni viðvart. Það var ekki fyrr en Caillot gabbaði 13 ára telpu með sér inn í skóginn og hún komst undan að hann var tekinn höndum og dæmdur í ævi- langt fangelsi. En þá komust bæjarbúar, sem við- staddir voru réttarhöldin, að raun um það að morðinginn hafði skrift- að glæp sinn fyrr prestinum og presturinn brugðist þeirri borgara- legu skyldu sinni að gera lögregl- unni viðvart. Séra Wemer hrökkl- ast úr embætti Bæjarbúar snerust nú gegn presti sínum. Þýskt ætterni hans var rifjað upp og mikið rætt. Var hann upp- nefndur samkvæmt því og hrakinn svo og hundeltur að honum varð ekki vært í sókn sinni. Foreldrar myrtu telpnanna höfðu þrásetu á tröppunum á húsi hans og einkum voru það foreldrar þeirrar, sem síðar hafði verið myrt, sem sökuðu prest- inn um dauða hennar. „Þér vissuð það,“ sagði faðir þessar- ar litlu stúlku, „að maðurinn hafði framið morð og þér hljótið að hafa gert yður grein fyrir því að hann væri líklegur til að fremja annað. Það var því skylda yðar að gera lög- reglunni viðvart, jafnvel þótt þér hefðuð gert það á þann hátt að nafn yðar kæmi hvergi við sögu. Það er ekkert sem getur réttlætt það að þér þögðuð og létuð þannig viðgangast að önnur telpa léti lífið.“ Séra Wemer settist að í klaustri í Sviss þar sem hann dvaldist í þrjú ár. Þá var hann beðinn um að þjóna prestakalli í Þýskalandi og varð við þeirri beiðni. Hann varð fyrst sókn- arprestur í Frankfurt, en síðar að Langenberg, og á báðum þeim stöð- um ávann hann sér ást og virðingu sóknarbama sinna. Hann hafði elst Jurgen Bartsch var sakleysisleg- ur aö sjá, en undir Ijúfu yfirborö- inu leyndist geöbilaöur moröingi. fyrir aldur fram eftir atburðina í Frakklandi. Hár hans, sem áður hafði verið tinnusvart, var nú mjög tekið að grána og djúpar hrukkur í andlitinu, þótt ekki væri hann nema fertugur þegar hann kom til Lang- enberg. Séra Wemer gat ekki með nokkru móti trúað því að fyrrnefnd- ir atburðir gætu endurtekið sig; hafði ekki komið slíkt til hugar fyrr en þetta kvöld þegar hinn 19 ára gami Jiirgen Bartsch kom á fund hans til að skrifta. Hugboð hans reyndist því miður rétt, pilturinn skýrði honum frá því að hann hefði orðið ungum dreng að bana. Sagan endurtekur sig „Ég get ekki ráðið við þetta, faðir," sagði Bartsch. „Ég fór með drenginn inn í helli og varð allt í einu gripinn óviðráðanlegri löngun til að myrða hann. Ég kyrkti hann og kveikti síð- an á kertum hjá líkinu." Presturinn varð gripinn ægilegri skelfingu þegar hann komst að raun um að hann stóð í annað sinn á ævi sinni frammi fyrir sama óttalega vandamálinu. Þessi unglingur, sem var svo sviphreinn og sakleysislegur að sjá, var kaldrifjaður morðingi að eigin sögn, en presturinn gæti þó ekkert aðhafst, svo fremi sem dreng- urinn fengist ekki til að gefa sig sjálfviljugur fram við Iögregluna. Séra Wemer átti í harðri baráttu við sjálfan sig. Annars vegar var það skilyrðislaus hollusta hans sem prests við þagnarheit skriftaföður- ins, hins vegar siðferðileg skylda hans við samborgara sína og sóknar- börn. Hann hélt á fund prests, sem var honum sjálfum eldri og reynd- ari, og bað hann um ráð, án þess þó að skýra honum frá því hver morð- inginn væri. „Eina ráðið sem ég fékk hjá þessum starfsbróður mínum," sagði séra Wemer síðar, „var að fara heim til mín aftur og biðjast fyrir. Við mætt- um ekki, hvað sem á dyndi, rjúfa þagnareiðinn og láta uppskátt eitt- hvað það sem okkur væri trúað fyrir í skriftastólnum. Sú hugsun hvarfl- aði að mér að senda lögreglunni nafnlaust bréf með upplýsingunum og með tilliti til þess sem á eftir fór hlýt ég að krjúpa á kné og biðja Guð um fyrirgefningu á því að ég skyldi ekki hafa gert það. Eftir þetta voru þrír drengir myrtir og ég þagði. )isriJ r £K.V»t KOKKRti SINSI FRfUJS KEVRJ SMTti ruGLT ■4 SEJH- M£® sTÍFT U'fíK ELU&- váL Gon -"V < ■/OOO o - :*) cr> (Q T/lfWA LWDT fiÆLU- NfíÍN f \ elsk~ fíP 1 'ATT H > NBSTB 2 ^KKT (4ftL FUÓT VÆRI FO-R \ S -RoÐ E)NS T jMfí- BIHS TAK- S£ÐJLL Z TÓNN H 3ó K- HUbDS - MÓT ST/lUTúK 1 Sj » i 1?£FILL 8 YOO 5 Sl 6LA f MÐIR L mw wa'fl - GOÐ ► flUÍHfí H'fí'k V6IN ToUH 1 fifSK £yj/J 1 STíi)\ ÚTlrtM MQW 5 fYfí/U- Bl( I SO 0 SIB- B/ET ir * 2 ntJCifl 10 ko(?N DRÍW- IR wu tVtLA ST ofu c ! °i FUMÐ /syÐjA KlukkQ io LYKTfl FFti -I a/£K ?ó HVAÞ dflt/ei íi m U HJoéS' K/JVV/J ryjtiF- TÆKt H‘r) - L/9AiT> So" M fíupsr hrr/R FáLL SJ.A BOR li ToNN ONPUM - B i L/Í> nmti iooo b SéF- /ATT 50 |W6!/fór Á5 V, ► _ Li S O&hl n jfíL ÍTT SSS- ST/ITUR MJDRKI fr'r'T PÚKI/iN

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.