Réttur - 01.07.1927, Side 3
lljettur]
ÁNAUÐ NÚTÍMANS
101
lokum flosnar upp, og verður að heyja lífsbaráttuna á-
fram á öðru sviði. Þangað leitar handiðnaðarmaðurinn,
þegar hann stenst ekki lengur samkepnina við vinnu-
vjelarnar. Þangað leita borgararnir sjálfir, smá- og
stór-atvinnurekendurnir, þegar þeir verða sjálfir fyrir
barðinu á kreppum síns eigin skipulags; »niður í«
verkalýðinn verða þeir þá að hverfa, ef þeir hafa ekki
getað komið nógu undan, eða sokkið svo djúpt í skuld-
ir, að þeir geti lifað af bankanna náð. — Og þeir munu
flestir hugsa, er þeir ganga inn um hlið fátæktarinnar,
inn í heim eymdar og örbyrgðar, þrældóms og strits:
»Þú, sem gengur hjer inn, gef þú upp alla von!«
Sú hugsun hefur og oft gagntekið verkamenn og þá,
sem við verklýðskjör hafa að búa. öllum þeim hefur
reynslan fœrt heim sanninn um það, að ómögulegt
væri að »komast áfram« sem verkamenn. Allir hafa
þeir því leitast við að brjótast upp úr stjettinni, upp
í yfirstjettirnar, hætta að vera »verkamaður«, og verða
eitthvað »meira«. Allur lífsþróttur hefur farið í þetta,
allir draumar verkamannsins hafa snúist um það að
brjóta af sjer þetta ok fátæktarinnar, með því að hætta
að vera »daglaunamaður«. Það hefur lengst af verið
eina vonin um nýja og betri tíma, — uns hin mikla
breyting verður.
Verkamönnunum ferst fram að þessu sem ferða-
mönnum þeim, er þjóðsagan getur um að voru á leið
yfir fjallveg nokkurn og komu alt í einu að bjargi, er
lá yfir þveran veginn, svo eigi varð lengra komist.
Gengur þá hver af öðrum á bjargið, en enginn fær því
bifað. Gefst nú hver upp eftir annan, lætur hugfallast
og sest dapur og hnugginn hjá. Gengur svo um hríð,
og sífelt eykst hópur hinna vonlausu, leiðteptu manna.
Þá dettur loks einum þeirra í hug snjallræði það, er
hjálpaði þeim. »En ef við reyndum nú allir við bjargið
í einu«, hrópaði hann. Og sjá, — ferðamennirnir stóðu
upp, hinir vonsviknu fengu von, hinir huglausu öðluð-