Réttur - 01.07.1927, Síða 10
108
ÁNAUÐ NÚTIMANS
[Rjettur
stjettirnar hjer, sem knúðar eru af kjörum sínum til
að hagnýta sjer þennan töfrasprota, og um leið kent að
beita honum. Samtakanna er ekki aðeins þörf gegn
valdi yfirstjettanna, en sú notkun þeirra er nú tíðust
um allan heim, — heldur verða þau okkur að ómetan-
legu gagni í baráttunni gegn náttúrunni, svo sem þau
alla tíð hafa verið mönnunum, en okkur fslendingum
minna en mörgum öðrum. Með samstarfi heilanna
brjótum við lásana að leyndardómum náttúrunnar og
uppgötvum lögmál hennar, með samstarfi handanna
beitum við valdinu, er þekking lögmálanna veitir oss,
til að gera oss náttúruna undirgefna. Sameining mann-
kynsins gegn ytri og ínnri fjendum er takmarkið, sem
undirstjettir nútímans fyrstar allra fá möguleikann til
að framkvæma. Sameining þjóðarinnar gegn öllum
þeim óvættum úr mannheimi og náttúrunnar, er grand-
að hafa þessari þjóð og ógna enn, það er hlutverkið,
starfið, sem íslenskir verkamenn og bændur vilja
vinna, geta unnið og hljóta að vinna. Það er það hlut-
verk, er þeim legst á herðar í sögu þjóðarinnar, hlut-
verkið, sem þeir ekki mega kikna undir, hvað sem á
dynur. Það eru ekki hugumstórir höfðingjar »þjóð-
frelsisaldarinnar«, það eru ekki purpuraskrýddir bisk-
upar kaþólskunnar, það eru ekki forríkir kaupmenn
einokunarinnar eða konunglegur embættisaðall einveld-
isins, og það verða heldur ekki auðugir peningamenn
20. aldarinnar, sem vinna mesta og dýrmætasta starf-
ið, sem unnið hefur verið á íslenskri jörð, þjóðinni til
eilífs gagns og gengis — það verða fátækir verkamenn
og bændur, frá eyrum og afdölum, sem vinna það verk.
»Sælir eruð þjer fátækir, því yðar er guðsríki«,
kendi uppreisnarmaðurinn mikli, sem úthelti skálum
reiði sinnar yfir spiltar yfirstjettir samtímans og spáði
falli þeirra, en fól fátækum sjómönnum að flytja boð-
skap sinn,