Réttur - 01.07.1927, Side 11
Rjettur]
ÁNAUÐ NÚTÍMANS
109
»Sjá, akrarnir eru hvítir til uppskeru, en verka-
mennina vantar«. Það var meinið þá, er þetta var sagt.
»Sjá, akrarnir eru hvítir til uppskeru«, svo kennir
alt þjóðfjelagsástand vorra tíma þeim, er sjá vilja.
Svarið hefur hljómað í eyrum vor síðustu 75 árin: »ör-
eigar í öllum löndum, sameinist!« — Verkamennina
vantar ekki, en þeir þekkja ekki allir enn sinn vitjun-
artíma.
»Þeir munu lýðir löndum ráða, es útskaga áðr of
bygðu«. Þennan róttœka byltingarboðskap fluttu forð-
um söngvarar darraðarljóða, og enn mun hann hljóma
þeim í eyrum, er þekkja raust tímans í stonni þeim og
glundroða, er ruglar flesta þá, er annars skyldu fær-
astir til forustu þjóða. Þessi boðun er það, sem jafnað-
arstefna nútímans, kommúnisminn, flytur öllum hin-
um kúguðu stjettum og reynir að hvetja þær til dáða.
Þetta þarf öllum þeim herskörum að skiljast, er nú
vilja sækja fram, einkum til þess að þeir átti sig nógu
snemma á því, að þeir fá ekki kröfur sínar uppfyltar
af núverandi valdhöfum mannfjelagsins, peningamönn-
unum, að þeir sjá ekki framtíðar skipulagsdrauma sína
rætast innan ríkjandi þjóðfjelags, heldur verða að vinna
bug á því og valdhöfum þess í harðri baráttu og ráða
síðan ríkjum sjálfir, sýna að þeir sjeu sjálfir menn til
að skapa það skipulag, er þeir álíta að tryggi hinum
vinnandi stjettum frelsi það og þroskamöguleika, erþær
geta ekki notið í því þjóðfjelagi, sem er. Eitthvert erf-
iðasta hlutverk vinnandi stjettanna verður einmitt að
ala sjálfar sig og foringja sína upp, til að verða færar
um að takast þetta stórfenglega skipulagsstarf á
hendur.
íslenskir verkamenn og bændur færast það í fang,
að afnema þá sundrung, sem lengst af hefur þjáð þessa
þjóð, gera hana að einni samstarfandi heild, einni