Réttur - 01.07.1927, Page 17
Rjettur]
BARRABAS
115
að leynast í meðan sól er á lofti. Þar sefur hann og
hvílist á mold og visnu laufi. Þar brýtur hann heilann
um nýja glæpi, gerir nauðsynlegar áætlanir fyrir störí-
um sínum og brýnir vopn sín.
En þegar líður að nótt og skyggir, rís hann á fæt-
ur og læðist inn í borgina.
Hann veit að það er betra að fara hægt og gætilega.
Það hefir hann lært af langri reynslu. En ennþá treyst-
ir hann á slægð sína og — myrkrið.
Þó hann sé hataður og fyrirlitinn af öllum — það
skiftir engu, því er hann vanur frá barnæsku. Ungur
flýði hann að heiman undan hnefahöggum föður síns
og ávítum móður sinnar. Hann hefir aldrei elskað
neinn og aldrei verið elskaður; aldrei notið neins góðs
af öðrum og gerir heldur enga kröfu til þess. örlögin
gerðu hann að einstæðingi og glæpamanni. Það er langt
síðan hann sætti sig við það. Honum hefir aldrei dottið
í hug að gera neina breytingu á lifnaðarháttum sínum
og kjörum. Hann hefir aldrei verið til annars kjörinn
en illverka. Það var það eina, sem hann gat gert og
vildi gera. Hann þekkir enga iðrun né yfirbót, biður
hvorki guð né menn um miskun eða hjálp. Ennþá hefir
enginn haft hendur í hári hans, og þó hefir hann árurn
saman brotið lög og rétt þjóðarinnar og keisarans.
Hann storkaði guði og mönnum og fór sínu fram.
Það ætlaði hann að gera þangað til hann væri borinn
ofurliði og handtekinn. Hann vissi að hann var orðinn
alræmdur fyrir glæpi sína, höfuðsetinn af öllum og
réttdræpur.
Hann var Barrabas — manndráparinn.
Hann læðist áfram eftir strætinu, fast upp við
steinveggina, starir flóttalega í kringum sig, nemur
staðar, heldur niðri í sér andanum og hlustar.
Svo heldur hann aftur á stað. í nótt ætlar hann að
stela fjármunum og helst að drepa einhvern um leið,
ef þess væri kostur. 8