Réttur - 01.07.1927, Side 18
116 BARRABAS [Rjettur
Hann kemur að opnu garðshliði, gengur inn í garð-
inn, að steinþrepunum framan við húsdyrnar. Hann
hlustar. Svo læðist hann upp þrepin, þreifar fyrir sér
og finnur að dyrnar eru ólæstar.
Þú ert djarfur, Barrabas.
Hann opnar, fer inn í forsalinn og hlerar.
Mannamál. 'Hér eru margir inni, altof margir. Hér
getur þú ekkert aðhafst, Barrabas. Þér er best að fara
sem fyrst héðan og leita fyrir þér annarsstaðar. Hvers
vegna ferðu ekki strax?
Hann heyrir það á tali þeirra, sem inni eru, að það
muni vera menn, sem fylgja hinum nýja sið og trúa
kenningum þessa unga spámanns frá Nasaret.
Hvað varðaði hann um það. Eins og honum mætti
ekki vera sama hvað hann kendi. Eins og hann skifti
það nokkru hvort hann yrði líflátinn. Hann vissi að
það var æsing í bænum og æðstuprestarnir vildu Jesú
feigan. Gott og vel. Ekkert átti hann Jesú að þakka.
Ilvað varðaði hann um þennan föruprédikara ? Ekkert.
Því ferðu þá ekki Barrabas?
Hann leggur eyrað ennþá nær hurðinni. Hann heyr-
ir að þeir snúa ræðu sinni að einhverjum einum. Þegar
þeir ávarpa hann, kalla þeir hann ýmist herra eða
meistara. En hver var það?
Nú heyrir hann að einn segir: Herra, þú verður að
flýja héðan úr Jerúsalem. Eg hefi komist að því að
æðstuprestarnir ætla að láta til skarar skríða. Uppfrá
þessu munu þeir æsa lýðinn meira á móti þér, en
nokkru sinni fyr. Þeir vita að þú dvelur hér í borginni
og sitja um líf þitt. Söfnuður þinn er fámennur ennþá
og má sín ekkert á móti æðstuprestunum og skrílnum.
Meistari, við biðjum þig að forða lífi þínu, því að það
er dýrmætara en allra annara til samans.
Löng þögn.
Hvað hugsarðu Barrabas?
Það hlýtur að vera Jesú frá Nasaret, sem þeir á-