Réttur - 01.07.1927, Page 20
118
BARRABAS
tRjettur
honum? Höfðu orð meistarans haft þessi áhrif á hann?
Nei, Barrabas, kreptu hnefann utan um morðkutann
þinn og storkaðu öflum himins og jarðar.
Hann gengur hratt í burtu — en hugur hans leitar
ósjálfrátt til baka, inn um hliðið, upp steinþrepin, inn
í forsalinn og inn til meistarans.
Hann hafði heyrt hans getið, en aldrei séð hann.
Hann hlaut að vera öðruvísi en aðrir menn, meiri vexti,
fegurri og betri.
Barrabas, Barrabas, ert það þú sem þannig hugsar?
Ert þú farinn að hugsa um fegurð og góðverk, þú sem
ert auðvirðilegastur allra kvikinda á jörðunni, þjófur
og manndrápari.
Barrabas rekur upp kuldahlátur, og reynir að binda
hugann við morð og aðra glæpi. Hann heldur áfram
göngu sinni og skimar í kring um sig. —
Tunglið var komið upp og óð í skýjum. Hér og þar
sást döpur stjarna.
Barrabas, þú verður að gleyma þessum spámanni.
Ætlarðu að láta hann hindra þig í athöfnum þínum?
Sýndu að þú getir storkað honum og smánað hann.
Farðu rakleitt til einhvers af prestunum og segðu hon-
um hvar Jesú frá Nasaret dvelur, þá geta þeir hand-
tekið hann. Sýndu nú að þú sért glæpamaður.
Barrabas gengur áfram, beina leið til hallar Kaifas-
ar, æðstaprestsins.
Var það ekki illverk að svíkja meistarann? Víst var
það illverk, þessvegna átt þú að gera það, Barrabas.
Þú er glæpamaður og átt að vera glæpamaður.
Hann gengur hugsandi áfram. Illar og góðar hugs-
anir berjast í huga hans. Stundum er hann í þann veg-
inn að snúa við, en heldur þó áfram nauðugur viljugur.
Alt í einu er gripið hörkulega í handlegg hans af
tveimur vopnuðum varðmönnum. Barrabas veitir enga
vöm. Það er eins og hann sé máttfarinn eða annars
hugar.