Réttur - 01.07.1927, Side 22
120
BARRABAS
[Rjettur
Barrabas, Barrabas, æpir lýðurinn.
Hvað á eg þá að gera við Jesú, sem kallast Kristur,
hrópar Pílatus.
Krossfestu, krossfestu hann, æpir lýðurinn og hall-
irnar og fjöllin bergmála.
Krossfestu, krossfestu hann.
Dómurinn var fallinn.
Lýðnum hafði verið gefinn kostur á að velja milli
hins saklausa og seka, milli lífgjafans og morðingjans,
Krists og Barrabasar. En prestarnir höfðu æst og af-
vegaleitt hinn fávísa lýð og breytt honum í skríl.
Skrílnum var gefið vald og hann beitir því, án þess að
vita hvað hann gerir. Skrílsforingjar hafa hann að
vopni, en landshöfðinginn er ráðþrota og þvær hendur
sínar.
Dómurinn var fallinn.
Skríllinn fagnar og leiðir Jesú Krist til Golgata.
IV.
Meðan Jesú er negldur á krossinn opnast klefi
Barrabasar. Eangavörðurinn kemur inn og tilkynnir
Barrabas að hann sé laus látinn, að lýðurinn hafi frem-
ur kosið að gefa honum líf en spámanninum frá Nasar-
et, sem nú sé verið að krossfesta upp á Golgatahæðinni.
Hann skipar Barrabas að fara.
Barrabas þegir. Hann skelfur af angist. Hann rís á
fætur, gengur út og rakleiðis í áttina til Golgata. Hann
sér þrjá krossa bera við himinn. Hann sér mikinn
mannfjölda. Hann nemur staðar yst í mannhringnum,
á kletti utan í hæðinni. Þaðan sér hann alt og heyrir.
Hann starir á manninn, sem hangir á miðkrossinum.
Hann er nakinn. Hann hefir þyrnikórónu og blóðið
drýpur niður vanga hans eins og tár. Yfir höfði hans
stendur letrað: Konungur Gyðinga.
Þetta er hann. Þetta er meistarinn. Það gat enginn
annar verið. Barrabas er gagntekinn af sorg.