Réttur


Réttur - 01.07.1927, Page 22

Réttur - 01.07.1927, Page 22
120 BARRABAS [Rjettur Barrabas, Barrabas, æpir lýðurinn. Hvað á eg þá að gera við Jesú, sem kallast Kristur, hrópar Pílatus. Krossfestu, krossfestu hann, æpir lýðurinn og hall- irnar og fjöllin bergmála. Krossfestu, krossfestu hann. Dómurinn var fallinn. Lýðnum hafði verið gefinn kostur á að velja milli hins saklausa og seka, milli lífgjafans og morðingjans, Krists og Barrabasar. En prestarnir höfðu æst og af- vegaleitt hinn fávísa lýð og breytt honum í skríl. Skrílnum var gefið vald og hann beitir því, án þess að vita hvað hann gerir. Skrílsforingjar hafa hann að vopni, en landshöfðinginn er ráðþrota og þvær hendur sínar. Dómurinn var fallinn. Skríllinn fagnar og leiðir Jesú Krist til Golgata. IV. Meðan Jesú er negldur á krossinn opnast klefi Barrabasar. Eangavörðurinn kemur inn og tilkynnir Barrabas að hann sé laus látinn, að lýðurinn hafi frem- ur kosið að gefa honum líf en spámanninum frá Nasar- et, sem nú sé verið að krossfesta upp á Golgatahæðinni. Hann skipar Barrabas að fara. Barrabas þegir. Hann skelfur af angist. Hann rís á fætur, gengur út og rakleiðis í áttina til Golgata. Hann sér þrjá krossa bera við himinn. Hann sér mikinn mannfjölda. Hann nemur staðar yst í mannhringnum, á kletti utan í hæðinni. Þaðan sér hann alt og heyrir. Hann starir á manninn, sem hangir á miðkrossinum. Hann er nakinn. Hann hefir þyrnikórónu og blóðið drýpur niður vanga hans eins og tár. Yfir höfði hans stendur letrað: Konungur Gyðinga. Þetta er hann. Þetta er meistarinn. Það gat enginn annar verið. Barrabas er gagntekinn af sorg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.