Réttur - 01.07.1927, Page 29
Rjettur] FRÁ ÓBYGÐUM 127
un alls svæðisins milli Hvítárvatns og Iirútafells, en
hún verður rakin á öðrum stað.
Hofsjökull er samfeld bunga, 1635 m. há yfir sæ
(Wunder 1912). Brúnirnar á fjalllendi því, er hann
hvílir á, eru að mestu huldar skriðjöklum og sjást því
óvíða, og' aðeins á tveim stöðum að vestanverðu.
Á suðvesturhorni jökulsins, beint í austur frá Hrúta-
felli, er fjallshryggur einn úr móbergi, er Blágnvpa
heitir. Gengur hún upp í jökul og skiftir skriðjöklum
þeim, sem suður falla og vestur. Hryggur þessi snýr frá
norðri til suðurs, er alllangur og brattur, en eigi hár.
Á norðvesturhorni Hofsjökuls eru Álftabrekhur. Þær
eru allmikið fell, liggja samhliða jöklinum, og feilur
hann fram á þær. Þær eru úr móbergi, brattar niður að
Kili og hærri að sunnan en norðan.
Milli Blágnípu og Álftabrekkna gengur fram geysi-
mikill skriðjökull, er nær alt niður á flatan sand. Skrið-
jökull þessi hefir verið nefndur Blöndujökull. Tvær
mjóar tungur af jökulruðningi teygjast upp eftir jökl-
inum neðanfrá, og skifta honum í þrent. Tungur þess-
ar eru gerðar úr grjótrusli, sem liggur ofan á jökulísn-
um, og gerir þar raðir af kollóttum hólum. Er ís innan
í hverjum hól. Tungurnar sjást vel af Kili, einkum sú
nyrðri, því að hún er stærri.
Eins og áður er sagt, er Kjölur slétta mikil, sem ligg-
ur milli fjalllenda þeirra, sem jöklarnir hvíla á, og nú
hefir verið lýst. Upp af sléttu þessari rísa nokkur fell
og hæðir, og skal nú frá þeim greint.
Vestan til á Kili miðjum er breið bunga, en lág. Efst
á bungu þessari er mikill hraungígur, og hefir hraun
runnið þaðan til allra hliða, Kjalhraun. Austan og vest-
an við þennan gíg standa hraunsnasir tvær, snarbratt-
ar, og heita þær Strýtur. Sjást þær langt að, og er
eystri strýtan meiri á allan vöxt. Kjalhraun er hraun-
dyngja, og er hraunið helluhraun, eins og flest dyngju-
hraun eða öll. Það er víða sandborið og fremur greið-