Réttur - 01.07.1927, Side 34
m
PRÁ ÓBYGÐUM
[Rjettvlí
isá. Vestur af Dúfufelli rennur lítil kvísl í Þegjanda.
Hún kemur upp á Hveravöllum og nefnir Björn Gunn-
laugsson hana Hveradalsá.
Suður af Kili falla Fúlakvísl, Svartá og Jökulkvísl.
Fúlakvísl kemur upp í vestari Þjófadalnum, í jökul-
krók þeim, sem verður norðan við Fögruhlíð. Neðan
við þennan jökulkrók, fellur í hana lítil kvísl, sem kem-
ur norðan með jöklinum og rennur eftir daldragi því,
sem gengur norður frá dalnum. ókunnugt er mér uni
upptök þessarar kvíslar. önnur kvísl rennur í Fúlukvísl
austur af Fögruhlíð. Kemur hún úr skriðjökli þeim,
sem gengur niður í Sanddal og fram á Fögruhlíðina.
Þriðja kvíslin kemur úr Sanddal. Rennur hún, að sögn,
úr litlu vatni, sem liggur inst í Sanddal og Fúlavatn er
nefnt (Thoroddsen: Ferðabók II. bd., bls. 193). Mun
hún og vatnið hafa aðrensli frá jöklum þeim, sem
ganga niður í dalbotninn. Fjórða kvíslin kemur úr
eystri Þjófadalnum (Miðdal). Hún er nefnd Þjófadalsá.
Er hún lítill bergvatnslækur og fellur í Fúlukvísl norð-
ur af Múla. Fimta kvíslin kemur ofan úr Hrútafelli
milli Múla og Þverbrekkna. Loks koma nokkrir smá-
lækir fram úr hlíðum Hrútafells að austan og falla í
Fúlukvísl sunnan við Þverbrekkur.
í Þjófadalnum fellur Fúlakvísl á eyrum, og er þegar
allmikið vatn, stórgrýtt og straumhörð. En er dalnum
sleppir, kastast áin upp að Kjalhrauni og hefir grafið
sér djúpt og þröngt gil meðfram hrauninu, og nær það
suður fyrir Þverbrekkur. Undan Múla, neðan við kjaft-
inn á Þjófadalnum, er gilið hyldjúpt, en örmjótt, svo að
breiddin er varla meira en 1-2 metrar, þar sem mjóster.
Þrengsli þessi heita Hlaup. Má þar vel stökkva yfir gil-
ið, og heyrt hefi ég, að þar hafi verið farið með hest.
En uggvænlegt er að horfa niður í Hlaupin. Áin byltist
djúpt í dimmu gilinu.
Frá Múla rennur Fúlakvísl í stórum sveig austur fyr-
ir Þverbrekkur og vestur með þeim að sunnan upp að