Réttur - 01.07.1927, Qupperneq 40
138
FRÁ ÓBYGÐUM
[Rjettur
hagablettur eigi stór, en næsta grasgefinn. Mestur er
gróðurinn í norðurkinnungi dalsins og mætti nefna
hann Sólhlíð (sbr. Fjalla Eyvind Jóhanns Sigurjóns-
sonar). Þessi gróðurblettur er nefndur Hveravellir, en
.ekki eru þar vellir, því að þar er fremur raklent og eigi
slétt.
Hveravöllum og hverunum þar hafa ýmsir lýst, t. d.
Þorv. Thoroddsen (Lýsing íslands, I. bd., bls. 229—
232), Þorkell Þorkelsson (1910, bls. 187—192) og Dan-
iel Bruun (1925, bls. 90). Fylgja uppdrættir þessum
lýsingum.
Kjalvegur liggur um Guðlaugstungur og Svörtu-
tungur neðanverðar, og yfir Blöndu litlu ofar en Seyð-
isá fellur í hana. Þaðan er farið upp með Seyðisá, fram
hjá Biskupsþúfu, og fram Biskupstungu að Dúfufelli,
en þaðan eru tvær leiðir suður að Hvítá. Austari leið-
in liggur fram Dúfunefsskeið, með fram Rjúpnafelli
að vestan og þaðan yfir Kjalhraun að austurenda Kjal-
fells. Nokkru sunnan við Rjúpnafell er Grettishellir
austan við veginn. Er hann hraunhellir og nokkur
vörðubrot uppi á honum. Sunnan í hrauninu, skamt
fyrir norðaustan Kjalfell, er Beinabrekka. Hún er all-
stór hraunhóll og sést vel frá veginum. Þar eru og
nokkur vörðubrot á hólnum og kring um þær mikið af
beinum úr fénaði Reynisstaðabræðra, sem urðu þar úti
1780. Frá Kjalfelli liggur leiðin um Gránunes, Svartár-
buga og Hvítársand að Hvítá.
Vestari leiðin liggur frá Dúfufelli á Hveravelli og
þaðan vestur fyrir Kjalhraun og suður Tjarnadali.
Þá er ýmist farið austan undir Þjófafellinu eða
yfir Þröskuld og eftir Þjófadalnum að Fúlukvísl. Er
henni síðan fylgt austur fyrir Þverbrekkur um Þver-
brekknaver og í Hvítárnes. Þaðan er farið nokkru aust-
an við vatnið að Hvítá og mætast þar leiðirnar. Báðar
þessar leiðir eru varðaðar og eru báðar farnar. Austari
leiðin er skemri, en hin vestari öllu fegurri og greiðari.