Réttur - 01.07.1927, Page 41
Rjcttui']
FRA ÓBYGÐUM
139
U. F r á ferðinni.
Nú er að segja frá ferð okkar félaga. Laugardaginn
21. júlí var fagurt veður: sólskin, heiðríkja og hægur
blær. Vorum við allan þennan dag á Hveravöllum og
höfðum ærið starf, en hestarnir undu högum. Fyrri
hluta dagsins athugaði ég landslag á norðanverðum Kili
og mældi afstöðu fjalla, eftir því sem lítil föng leyfðu.
En seinnipartinn rannsakaði ég Hveravelli sjálfa, eink-
um gróður og dýralíf. Er hvorttveggja furðu fjölskrúð-
ugt og þroskamikið, og veldur því jarðhitinn. Mun ég
skýra frá þessum rannsóknum á öðrum stað.
Um kvöldið fahn S. A. Andersen kísilrunnar plöntu-
leifar í vatnsgróf, er gengur suður frá sæluhúsinu. Fór-
um við nú til og athuguðum þetta nokkru nánar.
Plöntuleifar þessar eru í gömlum hverabotnum, um 100
m. suður frá sæluhúsinu, og hefir vatnsgrófin skorið
þá í sundur. Undir og ofan á hverabotnunum var dökk-
ur leirsteinn, en efst hraun. Virðast plöntuleifarnar því
vera eldri en hraunið. Margar plönturnar var auðvelt
að ákveða, t. d. f jalldrapa og víði. Virðist margt benda
á, að þegar þær lifðu, hafi loftslag verið hlýrra á Kili,
en nú er. Því miður vanst okkur ekki tóm til að rann-
saka þetta sæmilega, því að við höfðum ráðið að halda
áfram ferðinni um kvöldið, og kl. 10 lögðum við af stað.
Við héldum sem leið liggur út yfir Blöndu og fórum
tómlega, því að nóttin var björt og fögur. Þegar við
komum að Ströngukvísl, fórum við út af veginum og
héldum upp með ánni, uns við komum að lágum hól,
sem liggur ofanvert í Guðlaugstungum, á bökkum
Ströngukvíslar, og heitir hann Herjhóll. Þá var kl. 4
um morguninn. Höfðum við áð víða, mælt og tekið
myndir. Við Herjhól er áfangastaður gangnamanna og
þar tjölduðum við. í kring um hólinn eru geysimiklar
flár og hagar góðir. Næsta dag var dumbungsveður.
Fórum við seint á fætur og ákváðum, að halda kyrru