Réttur - 01.07.1927, Blaðsíða 44
142
FRÁ ÓBYGÐUM
[Rjettur
Næsta dag, mánudaginn 23. júlí, héldum við áfram
austur með Hofsjökli, yfir Eyvindarstaðaheiði og Hofs-
afrétt. Svæði þetta er mjög lítið kannað og verður frá
því sagt í næsta kafla.
5. Fyrri rannsólcnir á Kili.
Margir fræðimenn hafa farið um Kjöl, innlendir og
útlendir, og margt hefir verið um hann ritað að fornu
og nýju, en flest er það í molum og víða rangt.
í fornöld var Kjalvegur fjölfarinn, og er víða minst
á Kjöl í fornum ritum, en allar eru frásagnirnar óná-
kvæmar, og fremur lítið á þeim að græða um landslag
og staðhætti.
Egyert ólafsson og Bjami Pálsson fóru þrisvar um
Kjöl. f ferðabók þeirra er Hveravöllum lýst og sagt
nokkuð frá Kjalvegi, en uppdráttur þeirra sýnir, að
þeir hafa verið næsta ókunnugir staðháttum.
Sveinn Pálsson fór Kjöl 1794 og 1799 og hefir um
hann ritað í dagbækur sínar. En þær eru óprentaðar,
og hefi ég eigi lesið þær. Líklegt er, að þar sé mikill
fróðleikur.
Ebenezer Henderson fór um Kjöl 1814 og 1815. Segir
hann frá Hveravöllum og ýmsum stöðum öðrum á Kili
í ferðasögu sinni.
Bjöm Gunnlaugsson fór um Kjöl 1841. Uppdráttur
hans sýnir árangur fararinnar. Er það fyrsti uppdrátt-
ur af Kili, og þó að margt sé þar rangt, er hann þó alt
að einu geysileg framför frá því, sem áður var.
Þorvaldur Thoroddsen kannaði Kjöl árið 1888. Hann
fór um Hvítárnes, Þjófadali og Hveravelli, og hann
fann upptök Kjalhrauns. Ekki fór hann austur fyrir
hraunið, og dimmviðri ollu því, að hann sá óglögt um
austurhluta Kjalar. Þorvaldur rannsakaði bæði lands-
háttu og gerð jarðar. Lýsir hann mörgu ágætlega, og
þó að margt sé ónákvæmt og ýmislegt rangt í frásögn
hans af þessu svæði, er hún þó næsta fróðleg og hið