Réttur - 01.07.1927, Side 45
Rjettur] FRÁ ÓBÝGÐUM 143
besta, sem um það hefir ritað verið. Uppdráttur hans
er og allmiklu betri en uppdráttur Björns, þó að margt
sé þar rangt, enda hömluðu þokur rannsóknunum. Þeir,
sem ámæla Þorvaldi, mega ekki gleyma fjallaþokunni
og heldur ekki hinu, að hægra er að rífa en reisa.
Árið 1898 fór Daniel Bnmn Kjöl og athugaði vegar-
og vörðustæði. I bók hans um fjallvegi á íslandi er Kili
lýst allgreinilega, og á uppdriætti hans eru nokkrar nýj-
ungar um staðhætti þar.
W. Bisiker lávarður fór suður Kjöl árið 1900. Hefir
hann gert uppdrátt af Kjalhrauni öllu og Kili vestan-
verðum. Sá uppdráttur er í ýmsu réttari hinum fyrri,
er nefndir hafa verið.
W. v. Knebel fór norður Kjöl árið 1905. Hann hefir
lýst Strýtum allrækilega, en annars er frásögn ’nans
stutt og að mestu ungæðisleg og lítt hugsuð ádeila á
rannsóknir Þorvalds.
Árið 1907 fór Maurice v. Komorovicz um Kjöl. f
íerðasögu hans er uppdráttur af Kili, en bæði hann og
lýsing Kjalar eru ómerkileg.
Þá hefir Paul Herrmann ritað allmikið um Kjöl, er
hann fór um árið 1908. Frásögn hans er skemtileg, en
vísindalega er ekki mikið á henni að græða.
Árið 1911 kannaði L. Wunder Kerlingarfjöll. Reið
hann frá fjöllunum upp á Hofsjökul og þaðan ofan á
Kjöl. Frá Rjúpnafelli (sem hann heldur að sé Strýtur)
dró hann dágóða mynd af vesturjaðri Hofsjökuls og
Kili austanverðum. Sýnir hann þar upptök Blöndu og
hinna syðri Blöndukvísla. Lýsing hans er lítils verð, og
villist hann auðsjáanlega á merkustu örnefnum. Hann
hyggur t. d. Rjúpnafell vera Strýtur og telur það eld-
fja.ll, sem Kjalhraun hafi runnið frá. Er slíkt furðu-
legt um náttúrufróðan mann.
Framanrituð grein er fyrsta tilraun til lýsingar á öll-
um Kili í einu lagi. Vona ég, að hún reynist nokkru
réttari en hin eldri ritin.