Réttur - 01.07.1927, Síða 53
Rjettur]
HEIMSPEKI EYMDARINNAR
151
ýmsir kunningjar mínir, bæði innan guðspekifélagsins
og utan þess, skorað á mig að lofa þessu bréfi mínu að
koma fyrir almenningssjónir. Af þessum ástæðum hefi
ég snarað því á íslenzku og afráðið að birta það á
prenti. Esperantó-textann hefi ég í hyggju að birta í
esperantó-tímariti, sem alþjóðafélag jafnaðarmanna
gefur út í París. Eg verð því ekki sakaður um að hafa
farið aftan að herra Jinarajadasa. En hins vegar sé ég
nokkra þörf á að vara fleiri en landa mína við heim-
speki þeirri, er hann og aðrir eru að deyfa með eggjar
réttlætisins, sennilega án þess að vita, hvað þeir eru
að gera.
Spurningarnar, sem ég lagði fyrir herra Jinaraja-
dasa, voru að efni til á þessa leið:
1. Álítið þér að venjulegu fólki sje yfirleitt unt að
öðlast andlega hamingju á meðan það á við sífelda ör-
birgð, eymd og fáfræði að stríða og allir andlegir og
líkamlegir kraftar þess beinast emgöngu að því að full-
nægja brýnustu lífsþörfum og er sóað í látlausa stétt-
arbaráttu og örvæntingu um líf sitt og efnalega af-
komu ?
2. Álítið þér, að unt sé að gróðursetja andlegt rétt-
læti og bræðralag í mannfélaginu, á meðan þar ríkir
þjóðfélagsskipulag, sem leiðir af sér rangláta stétta-
skiftingu og þar með hróplegt óréttlæti og ójöfnuð i
skiftingu og afnotum lífsgæðanna?
3. Álítið þér ekki, að sú úrlausn þjóðfélagsvandræð-
anna, sem jafnaðarstefnan bendir á til efnalegs rétt-
lætis, aukinnar siðmenningar, bræðralags og jarðneskr-
ar hamingju, muni fremur greiða götu þeim boðskap,
sem mannkynsfræðarinn væntanlega flytur, heldur en
alment menningarleysi, hlífðarlaus samkeppni, ójöfn-
uður, vinnudeilur, fjárkreppur og styrjaldir?
4. Búist þér við, að mannkynsfræðarinn fái nokkru
áorkað um að gróðursetja ríki hamingjunnar í heimin-
um, án þess að taka afstöðu til ofan nefnds ástands?