Réttur - 01.07.1927, Qupperneq 55
Rjettur]
HEIMSPEKI EYMDARINNAR
153
andlegur þroski, er undirstaða sannrar farsældar. En
ég spurði yður, hvort venjuleg'u fólki væri unt að öðlast
innri farsæld, ef það skorti öll ytri skilyrði. Það er of
kunnur sannleikur, að hér lifum vér í heimi efnis og
matar. Og það er mín skoðun, að alt hið andlega líf
vort sé rammlega samtvinnað efnalegum kringumstæð-
um. Á þessari staðreynd var fyrsta spurning mín til
yðar reist.
Þér svöruðuð, að ófarsæld og ytri eymd væru h’jálp-
armeðul til andlegs þroska. Slíkt hið sama kennir oss
peningasiðfræði auðkýfinganna. En ég álít, að efnaleg
eymd, ófarsæld og mentunarleysi séu oftast þröskuldur
á vegi andlegs þroska. Og í nafni þessarar sömu skoð-
unar hafa mætustu menn mannkynsins á öllum öldum
látlaust kostað kapps um að ryðja þessum tálmunum úr
vegi. öll mannleg menning er ávöxtur þeirrar ódrep-
andi viðleitni að sprengja í sundur víggirðingar and-
legrar og efnalegrar eymdar. Að eins trúaðir einfeldn-
ingar og auðugir hræsnarar hafa kent mannkyninu
heimspeki eymdarinnar.
Samt sögðuð þér, að vér ættum að draga úr hinni
ytri eymd, þótt það virtist aukaatriði í svari yðar.
Hvers vegna eigum vér að gera það? Ef þroska and-
legs lífs er eymdin dýrmætari en ytri vellíðan, hvers
vegna eigum vér þá að draga úr uppeldiskrafti hinnar
ytri eymdar? Þá væri andlegum þroska miklu hollara,
að vér ykjum eymdina. Ef ytri eymd er jafn dýrmæt
og ytri vellíðan, þá er viturlegast að lofa heiminum að
skrimta eins og hann er og hefir verið með eymd sinni,
örbirgð, morðum og styrjöldum. En ef ytri vellíðan er
dýrmætari en ytri eymd, þá er siðfræði jafnaðarstefn-
unnar ákjósanlegri en siðleysi auðvaldsins.
Þér viljið ef til vill skjóta yður bak við þá þægilegu
heimspeki, að vér eigum að draga úr eymdinni til þess
að þroska sjálfa oss. En mér skilst, að sú sjálfshjálp
sé hæpinn ávinningur, sem miðar að því að ræna mann-