Réttur - 01.07.1927, Side 57
Rjettur] HEIMSPEKI EYMDARINNAR 155
son Passíusálma sína á þessum hörmungartímum.* En
hann er líka eina verulega stórskáldið, sem vér eignuð-
umst á þessum þremur öldum. Og nýjustu rannsóknir
hafa leitt það í ljós, að Hallgrímur Pétursson var ekki
fátœkur maður á vorn miælikvarða. Og ég trúi ekki, að
holdsveiki hans hafi gert hann að stórskáldi. Hann orti
vel, áður en holdsveikin lagðist á hann. (En ég get skot-
ið því hér inn milli sviga, að ég hefi aldrei fundið mik-
illeikann í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Eft-
ir mínum smekk eru þeir hversdagsleg þrælasiðfræði,
dapurlegir og lágsigldir eins og tímarnir, sem höfund-
urinn lifði á. Og ég hygg jafnvel, að þeir hafi dregið
þrek og kjark úr þjóð minni með sínu ámáttlega voli
og kveinstöfum). Á íslandi hefir margur maðurinn
bæði fyr og síðar orðið holdsveikinni að bráð. Og vér
höfum ekki orðið annars varir en þeir hafi sofnað
jafnþroskaðir burt úr heiminum og þeir vöknuðu til
hans. Þó undanskil ég þar einn sjúkling, sem veikin gaf
tómstundir til lærdómsiðkana, en þann greiða hefðu
peningar engu síður getað gert honum.
Fyrir nokkrum árum andaðist hið volduga þjóðskáld
vort Matthías Jochumsson. Hann varð 85 ára gamall,
var altaf stálhraustur, átti aldrei við mjög mikla ör-
birgð að búa, át eins og hákarl og virtist aldrei eiga við
neina sérstaka ytri eymd að stríða, nema að guð gaf
honum þrjár góðar konur. Þrátt fyrir það orti hann
sálma og andlega lofsöngva, sem að mínum dómi skara
fram úr sálmagerð hins volaða holdsveikisjúklings
Hallgríms Péturssonar.
Á gullöld þjóðar minnar átti hún að fagna efnalegri
vellíðan, er hélzt alla leið fram yfir hið. mikla bók-
mentatímabil, sem vér köllum ritöld. Á þessum efna-
legu velgengnistímum var uppi hér á landi fjöldi vit-
urra manna, nafnfrægra skálda og afburða rithöfunda,
* Jinarajadasa benti á hann sem fagran ávöxt eymdarinnar.