Réttur


Réttur - 01.07.1927, Síða 57

Réttur - 01.07.1927, Síða 57
Rjettur] HEIMSPEKI EYMDARINNAR 155 son Passíusálma sína á þessum hörmungartímum.* En hann er líka eina verulega stórskáldið, sem vér eignuð- umst á þessum þremur öldum. Og nýjustu rannsóknir hafa leitt það í ljós, að Hallgrímur Pétursson var ekki fátœkur maður á vorn miælikvarða. Og ég trúi ekki, að holdsveiki hans hafi gert hann að stórskáldi. Hann orti vel, áður en holdsveikin lagðist á hann. (En ég get skot- ið því hér inn milli sviga, að ég hefi aldrei fundið mik- illeikann í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Eft- ir mínum smekk eru þeir hversdagsleg þrælasiðfræði, dapurlegir og lágsigldir eins og tímarnir, sem höfund- urinn lifði á. Og ég hygg jafnvel, að þeir hafi dregið þrek og kjark úr þjóð minni með sínu ámáttlega voli og kveinstöfum). Á íslandi hefir margur maðurinn bæði fyr og síðar orðið holdsveikinni að bráð. Og vér höfum ekki orðið annars varir en þeir hafi sofnað jafnþroskaðir burt úr heiminum og þeir vöknuðu til hans. Þó undanskil ég þar einn sjúkling, sem veikin gaf tómstundir til lærdómsiðkana, en þann greiða hefðu peningar engu síður getað gert honum. Fyrir nokkrum árum andaðist hið volduga þjóðskáld vort Matthías Jochumsson. Hann varð 85 ára gamall, var altaf stálhraustur, átti aldrei við mjög mikla ör- birgð að búa, át eins og hákarl og virtist aldrei eiga við neina sérstaka ytri eymd að stríða, nema að guð gaf honum þrjár góðar konur. Þrátt fyrir það orti hann sálma og andlega lofsöngva, sem að mínum dómi skara fram úr sálmagerð hins volaða holdsveikisjúklings Hallgríms Péturssonar. Á gullöld þjóðar minnar átti hún að fagna efnalegri vellíðan, er hélzt alla leið fram yfir hið. mikla bók- mentatímabil, sem vér köllum ritöld. Á þessum efna- legu velgengnistímum var uppi hér á landi fjöldi vit- urra manna, nafnfrægra skálda og afburða rithöfunda, * Jinarajadasa benti á hann sem fagran ávöxt eymdarinnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.