Réttur - 01.07.1927, Side 58
156 HEIMSPEKI EYMDARINNAR [Rjettui
sem ættu heimsfnægð skilda, Margir vitringar, skáld
og rithöfundar þessara glæsilegu bókmentatíma virð-
ast einmitt hafa verið úr hóp efnamannanna. Á 19. og
20. öldinni, þegar efnahagur þjóðarinnar reis aftur úr
rústum, eignuðumst vér níu ágætisskáld og nokkra
góða rithöfunda og vísindamenn. Og á síðustu árum,
sem hafa verið meiri aflaár en dæmi eru til í atvinnu-
sögu þjóðar minnar, hafa oss hlotnast ágætir hljómlist-
armenn, málarar, myndhöggvarar og húsgerðarmenn.
Og vér erum rétt að segja búnir að uppræta holdsveik-
ina, sem hafði þjakað þjóðina í 10 aldir. Er það rangt?
Erum vér þar með að svifta landslýðinn dýrmætum
þroskameðulum ? Áttum vér heldur að lofa holdsveik-
inni að ýlda niður tugi hundraða, til þess að nokkram
auðmjúkum volæðisdýrkendum gæfist tækifæri til aö
þakka höfundi þjáninganna einu sinni á hverjum
þremur öldum fyrir einn réttlátan?
Á þjáningaröldum þessarar þjóðar mátti heita að alt
andlegt líf í landi hér væri útsloknað, og andlegur ves-
aldómur, mentunarskortur, mannúðarleysi, hjátrú og
glæpir þjökuðu landslýðinn. Og mannfólkinu í landinu
fækkaði úr 100.000 niður í 30.000. Þetta urðu hinar
gullnu afleiðingar ytri eymdar á ættjörð minni. Og ég
veit ekki betur en þetta sé alþjóðarreynsla. Mannkvns-
sagan kennir mér, að andleg menning rísi hvervetna og
falli með ytri kringumstæðum.
Var þjóðin þá andlega farsæl á þessum þjáningar-
tímum? Nei. Undir niðri í sálum landsmanna tórðu
jafnan hálfkulnaðar menningarglæður frá gull- og rit-
öldinni. Það var þeim að þakka, að þjóðin var andlega
þjáð á 16., yi. og 18. öld. Og það var tilfinningin fyrir
þjáningu og niðurlægitigu, sem vakti hana og knúði
hana til að hefja sig upp úr foræði andlegrar og efna-
legrar eymdar. Síðan hafa íslendingar tekið geysileg-
um stakkaskiftum. Þeir eru miklu farsælli, miklú ment-
aðri og miklu betri menn.