Réttur - 01.07.1927, Page 63
Rjettur] HÉIMSPEKI EYMDARINNAÉ Í6Í
og Svíþjóð. Óvíða hefir auðmönnum og postulum
Krists orðið betur ágengt að gera heimspeki eymdar-
innar að holdi klæddri úrkynjun en í hinum guðhræddu
og skítugu verksmiðjum Englands.
Hin falska heimspeki ytri eymdar er og gamall hús-
gangur á ættjöi'ð minni. Margir ríkir hræ'snarar og
prestarnir, leiguþrælar þeirra, hafa innrætt oss þenn-
an »veg til eilífrar sáluhjálpar«. Þeir koma stundum
til vor í ímynd kristins jafnaðarmanns. Þeir tala eins
og kristnir mannvinir, en breyta eins og eigingjarnir
heiðingjar. Þeir kjósa alt af með þrælum manunons,
sem nú eru komnir vel á veg með að gera land vort að
kynbótastöð helvítis.
Sannleikurinn um eymdina er aðdáanlega einfaldur:
Gefðu öllum mönnum eins gott uppeldi og ytri skilyrði,
sem auðið er. Og guð sér fyrir þjáningum hans. Og
þetta er allur sannleikurinn.
Annari spurningu minni svöruðu þér meðal annars
á þá leið, að fyr á tímum hefðu engir vegir verið á is-
landi, en samt hefðu landsmenn getað farið allra ferða
sinna. Og þér spurðuð: »Hvers vegna á að vera að
leggja vegi, ef enginn fæst til að fara þá?« Slík heim-
speki virðist mér dálítið grunnfær. Munduð þér ekki
annan alkunnan sannleika, að vegir skapa vegfarendur.
Fyrir nokkrum árum var enginn þjóðvegur frá
Reykjavík til Þingvalla. Á þeim tímujn var það engum
íslendingi neitt áhugamál að koma á þennan fornhelga
sögustað þjóðarinnar. Og fegurð hans var landslýðn-
um hulinn leyndardómur. En tíminn kom. Vegurimi
var lagður án þess að þjóðin óskaði, og bifreiðar komu,
einnig án þess að þjóðin léti í ljósi neina þörf fyrir
þessu nýtízku farartæki Ameríkumanna. Og sjá: Veg-
urinn og bifreiðarnar skapa á ári hverju mörg þúsund
vegfarendur, sem friðlaust vilja eyða frítímum sínum
á Þingvöllum. Og þessi ferðalög hafa alt í eiuu sýnt