Réttur - 01.07.1927, Side 66
±64 HEIMSPEKI EYMDARINNAR [Rjettur
Eg hefi þekt eitt sannarlegt mikilmenni um æfi
mína. Hann er »efnishyggjumaður« í þeim skilningi, að
hann trúir ekki á ódauðleika mannsandans. Þrátt fyrir
það er hann andlegastur og vitrastur allra þeirra
manna, sem ég hefi kynst. Hugsunarháttur hans og
kenningar eru miklu mannúðlegri og andlegri en þoku-
vaðall hinna málugu og sljóu presta. Hugsunarháttur
og kenningar geta verið háandleg, þótt kennarinn sé
»efnishyggjumaður«. Göfugustu mannvinirnir, sem ég
hefi þekt á hinni mótdrægu lífsleið minni, eru þeir
efnishyggjumenn, sem hvorki trúa á guð né eilíft líf og
aldrei hafa beðið bænar. Hinir einu óguðlegu hræsnar-
ar, er ég hefi rekist á í þessum yfirskinsheimi, eru trú-
mennirnir, sem eru sannfærðir um ódauðleik sálarinn-
ar og lifa í stöðugu hænasambandi við drottin. Slíkar
verur eru glórulausustu efnishyggjumennirnir og heii-
steyptustu hræsnararnir, sem höfundur tilverunnar
hefir plantað á illgresisþembum heimshyggjunnar,
sjálfum sér og eilífðartrúnni til athlægis og vanvirðu.
Er þá nokkuð vit í að víta jafnaðarmenn fyrir efnis-
hyggju? Sýnið okkur fyrst af verkum ykkar, að trú
ykkar sé betri en »efnishyggja« þeirra.
Einnig staðhæfðuð þér, að enginn mannkynsfræðai’i
hefði drepið á málefni þau, er ég spurði yður um. Haf-
ið þér þá gleymt 23. kapitulanum í Mattheusai’guð-
spjalli? Hafið þér aldrei lesið hina frægu bók
Rauschenbusch um kristnun mannfélagsins?
Játning yðar um venzl kirkjunnar og peninganna
féll mér einkai’vel í geð.* En ályktunin, sem þér dróg-
uð af þessari hryllilegu staðreynd virtist mér dálítið
þokukend. Þér trúið á þróun mannsandans. Það geri ég
einnig. En ég tel vöxt einnar smádygðar í mörgum þús-
* Sbr. 157. blaðsíðu neðamnáls.