Réttur - 01.07.1927, Qupperneq 69
Rjettur]
HEIMSPEKI EYMDARINNAR
1C7
reist. Er þetta ekki kjarnamunur? Er það ekki einniitt
baráttan milli tcumas annars vegar og sattva og rajas
hins vegar, sem þér kannist vel við úr heimspeki yðar
Indverja?
Þér fullyrtuð einnig, að engin ein stjórnmálahreyf-
ing stæði guðspekinni nær en önnur. Eg varð steini
lostinn. Álítið þér í raun og veru, að auðvaldið með alla
sína örbirgð, eymd, úrkynjun, rangsleitni, mentunar-
leysi, stéttarbaráttu, sjúkdóma, mannvíg og styrjaldir
í eftirdragi, álítið þér í raun og sannleika að slíkt líf-
erni sé í jafnmiklu samræmi við guðspekina og jafnað-
arstefnan, sem boðar mannkyninu efnalegt réttlæti,
hamingju, mentun, frið og bræðralag? Kenna þeir svo
meistararnir í Tíbet? Segið mér eins og er: vissuð þér
ekki, hvað þér voruð að segja, eða sögðuð þér okkur
vísvitandi ósatt?
I einni bók yðar fullyrðið þér, að sjálfsmorð sé gagn-
stætt guðs vilja. Gott og vel. En ég spyr: Er morð á
öðrum mönnum í samræmi við vilja guðs? Ef það er
ekki, þá hljóta styrjaldir að vera gagnstæðar guðs
vilja. Ef styrjaldir eru gagnstæðar vilja guðs, þá hljóta
og orsakir styrjalda að vera á móti vilja guðs. Orsakir
styrjalda er auðvaldið. Auðvaldið hlýtur því að vera í
andstöðu við guðs vilja. Ef andstæðan friður og
bræðralag er samkvæm vilja guðs, þá hlýtur jafnaðar-
stefnan, sem boðar öllum þjóðum þessar dygðir, að
standa nær guðs vilja en auðvaldið. Og ef guðspekin er
samhljóma vilja guðs, þá hlýtur jafnaðarstefnan að
vera nær guðspekinni en auðvaldið. — En ef guðspekin
er ósamhljóma vilja guðs, — hvers vegna eruð þér og
samherjar yðar þá að afvegaleiða hinar villuráfandi
þjóðir með »guðspeki«? Og ef morð á öðrum mönnum
er samkvæmt guðs vilja, leggið þá blessún yðar yfir
styrjaldir og eiturgas og mokið öllum siðferðispostul-
um út í hafið. Þá er ekkert svo ilt, að það eigi ekki rétt