Réttur - 01.07.1927, Page 72
170
HEIMSPEKI EYMDARINNAR
[Rjettur
í fyrsta lagi: Sérhvert stórveldi hefir jafnan staðið
móti því, stendur móti því og mun ávalt rísa gegn þvx,
að tungumál annarar stórþjóðar sé gert að hjálparmáli
gervalls mannkynsins. Englendingar heimta ensku að
alþjóðamáli, Þjóðverjar heimta þýzku, Frakkar
frönsku, Spánverjar spönsku o. s. frv., af því að þeirri
þjóð, sem á hjálparmálið, er rudd leið til þess að ríkja
yfir efnalegu og andlegu lífi allra annara þjóða. Eng-
in þjóðtunga getur þess vegna orðið hjálparmál al-
þjóða, enda myndi slíkt glapmði fyrirgirða það jafn-
rétti og bræðralag, sem verður að vera undirstaða al-
þjóðamálsins. Alþjóðlegt hjálparmál verður þess vegna
að vera þjóðlaust.
i öðru lagi: Alþjóðlegt hjálparmál verður að vera
auðvelt læi’dóms. Þjóðmálin eru mjög erfið öllum þorra
mannkynsins. Hverjum manni, hvar í heiminum sem
er, er margfalt auðveldara að læra tilbúið mál eins og
esperantó heldur en útlent þjóðmál. Eg hefi til dæmis
lesið enska tungu í nítján ár. Samt kann ég ekki að
skrifa ensku, og ég tala hana illa, þótt ég hafi lagt
stund á málvísindi í sjö ár. Esperantó hefi ég að eirs
lesið í tvö ár. Og nú get ég talað esperantó og ritað dá-
vel. Þetta er mikill munur. Esperantó er þess vegna
miklu hagkvæmara tungumál en þjóðtungurnar. Og
samkvæmt hagkvæmislögmálinu, sem hvervetna ríkir í
lífinu, þá sigrar það, sem er hagkvæmai’a, undantekn-
ingarlaust hitt, sem er minna hagkvæmt.
í þriðja lagi: Alþjóðamálið verður að koma öllu
mannkyni að tilætluðu gagni. Það er að skilja: Sérhver
óvitlaus maður vei’ður að geta lesið það, ritað það og
talað eins vel og sitt eigið móðurmál. Að öðrum kosti
nær alþjóðamálið ekki tilgangi sínum. En nú er það
alkunn staðreynd, að venjulegur maður getur aldrei
lært að rita eða tala útlenda þjóðtungu vel, nema hann
dveljist langvistum, mörg ár, með þjóð þeirri, sem við-
komandi tungu talar. Nokkur þúsund fslendinga hafa