Réttur - 01.07.1927, Qupperneq 73
Rjettur]
HEIMSPEKI EYMDARINNAR
171
varið miklum tíma í að læra enska tungu. Þó efast ég
um, að nokkur einn einasti íslendingur sé fær um að
skrifa ensku lýtalaust. Og mjög fáir úr þessum hóp
eru færir um að tala hana reglulega vel. — íslending-
um veitist miklu auðveldara að læra danska tungu en
enska. Og fjöldi landsmanna skilur dönsku á bók. Þrátt
fyrir það dreg ég mjög í efa, að meðal dönsku lesandi
manna hér á landi finnist einir 10, sem kunna að rita
danska tungu lýtalaust. Og mjög fáir tala hana vel. Og
þetta er þó sú erlenda þjóðtungan, sem vér eigum einna
hægast með að læra og byrjum oftast að lesa þegar á
bernskualdri. Og meira en helmingur þeirra bókmenta,
sem vér lesum, er ritaður á dönsku. Þannig er auðveld-
leiki mæltra mála. Esperantó gætum vér hins vegar
lært að rita og tala fullum fetum, af aðdáanlegri list,
þótt vér sætum alla æfi vora upp í tunglinu.
f fjórða lagi: Alþjóðamálið verður að vera fullkom-
ið. Þjóðtungurnar eða náttúrumálin svo nefndu eru ó-
fullkomið sambland af blindum hendingum og ósam-
stæðum hugsanabrotum. Esperantó er margfalt full-
komnara, miklu auðugra, miklu skýrara, miklu
hreinna, miklu beygjanlegra og meðfærilegra og miklu
samræmisfyllra en nokkurt náttúrumál. Esperantó er
hljómfagurt, vísindalegt og listrænt meistaraverk, sem
getur endurspeglað með leikandi lipurð fíngerðustu
blæbrigði, jafnvel andlegustu hugsana og háleitustu til-
finninga heila og hjarta. Esperantó hefir tekið fegurð,
list og vísindi mæltra mála í þjónustu sína og aukið
þessa kosti og auðgað eftir sínum eigin lögum. En það
hefir kastað burt torfærum mæltu málanna, lýtum
þeirra, klunnaskap og heimsku. Max Miiller kvað svo
að orði, að hann þekti enga náansgrein, sem væri betur
fallin til að þroska hugsun nemenda en esperantó. Það
bæri í þeim efnum stórum af latínunni. Þennan vitnis-
burð hafa margir merkir vísindamenn og rithöfundar
gefið esperantó. Esperantó er listasmíði afburða sénís.