Réttur - 01.07.1927, Page 74
172
HEIMSPEKI EYMDARINNAR
[Rjettur
Náttúrumálin eru afspringur hinnar hálfviltu, reglu-
lausu náttúru. Lítið á steinlíkneski frumaldarmann-
anna úti fyrir dyrum British Museum við hliðina á
Moses eftir Michelangelo. Þar sjáið þér náttúrumálin
í samanburði við esperantó.
Þetta eru meginatriðin um hin praktísku úrlausnar-
efni alþjóðlegs hjálparmáls, sem þér virðist ekki hafa
gert yður nægilega skýra grein fyrir.
En esperantó á sér fleira til ágœtis. í kjölfar esper-
antós siglir esperantisminn. Það er ný, andleg hreyf-
ing, sem er að opna mannkyninu ókunn útsýni yfir
margvísleg viðfangsefni. Esperantisminn er ennfremur
öflug hreyfing friðar og bræðralags, sem kappkostar
að sætta og tengja saman hinar herskáu þjóðir. Gömul
þjóðtunga gæti aldrei orðið mannkyninu vekjandi inn-
blástur.
Eg álít, að esperantó sé fegurra, auðveldara og hag-
kvæmara en ídó. En það er ekki aðalatriði. Það er að
eins smekksatriði. Hitt er aðalatriðið, að allar þjóðir
og allir menn hagnýti sér það alþjóðamálið, sem náð
hefir langmestri hylli og útbreiðslu í heiminum. En það
er ekki ídó. Það er esperantó. Esperantó kom ekki of
seint í heiminn, eins og þér sögðuð. Esperantó er þegar
lifandi mál lifandi manna. Og það útbreiðist hröðum
skrefum.
Af þessum ástæðum var ég svo einfaldur að gera mér
vonir um, að forkólfar guðspekinnar teldu sér skylt að
styðja esperantóhreyfinguna. En svar yðar hefir nú
svift skýlunnifráaugummér. Og ég sé, að jafnvel þessi
umbótaviðleitni er ekki nógu meiningarlaus til þess að
geta átt samleið með hugsjónum yðar.
Sumarið 1921 sótti ég alþjóðaþing guðspekinga í
París. Eg varð þar fyrir dapurlegum vonbrigðum. Guð-
spekingar hrifu mig ekki, því miður. Sumarið 1926 sat
ég alþjóðaþing esperantista í Edinborg. Hvílíkur reg-
inmunur! Aldrei áður hafði ég orðið snortinn af jafn-