Réttur - 01.07.1927, Side 78
176
KOMMÚNISMINN OG BÆNDUR
[Rjettur
eitthvert stærsta framfara- og menningarmál íslensku
þjóðarinnar: samvinnu um ræktun.
Versta sök flokksins er þó það, að foringjar hans
hafa borið á borð fyrir bændur vafasaman fróðleik um
samvinnuhreyfinguna. Það er hættuleg villa, sem for-
ingjar Framsóknarflokksins halda fram, að hægt sje
að ráða bót á ölluini vandkvæðum auðvaldsskipulagsins
og skapa paradís á jörðu, svo að segja baráttulaust með
samvinnufjelagsskap einum saman. Þetta er hið skað-
legasta tál vegna þess, að það glepur bændum sýn á
rjettu eðli og hlutverki samvinnunnar og varnar þeim
stjórnmálaþroska og skilnings á nauðsyn stjettabar-
áttunnar. Vjer athugum þetta nokkru nánar í öðru
sambandi.
Framsóknarflokkurinn hefur farið með stjórnina í
landinu, en hefur samt ekki tekist, að breyta hið minsta
hinni úreltu búnaðarlöggjöf, sem er leifar löngu liðins
ástands. Flestar tillögur hans á Alþingi hafa verið lítils
virði. »Að vera róttækur er að taka fyrir rætur mál-
anna«. Framsóknarflokkurinn er altaf á yfirborðinu.
Ekki hefur honum heldur tekist að útvega hagkvæm
lán handa bændum. Merkasta tilraunin í þá átt er án
efa frumvarp Jónasar Jónssonar um byggingar- og
landnámssjóð. Tekjur var ætlast til að sjóðurinn fengi
með skatti, sem ætlast var til að jafnað yrði niður á
fyrirtæki eða einstaklinga, sem hafa yfir 20 þús. kr. í
skattskyldum tekjum eða yfir 30 þús. kr. í eignum og
skulu þær nema árlega 500 þús. krónum. Lán úr sjóðn-
um skyldu vera afborgana- og vaxtalaus fyrstu 5 árin.
— Hjer er stefnt í rjetta átt að því leyti að gert er ráð
fyrir að peningarnir sjeu teknir þar, sem þeir eru til.
Þó eru 500 þús. kr. árlega harla lítil upphæð til svo
tröll-aukins verkefnis sem ræktun landsins er. Enda
gerir frumvarpið ekki ráð fyrir að þetta verði annað en
styrkur til áframhaldandi kotungsbúskapar. Samt sem
áður voru undirtektirnar á þingi og í blöðum íhaldsins,