Réttur - 01.07.1927, Síða 83
Rjettur]
KOMMÚNISMINN OG EÆNDUR
181
verður að gera land alt að þjóðareign. Þar sem landið
er þjóðareign og fyrirkomulagið kommúnistiskt, greið-
ir búandinn ekki afgjald af jörðinni og hefur lífstíðar-
ábúð. Börnin halda ábúðarrjettinum að öðru jöfnu.
Með þessu móti verður öllum íslenskum bændum trygð
yfirráð yfir jörðum þeim, er þeir búa á fyrir sig og af-
komendur sína. Einnig verður þeim með ráðstöfun
þessari trygður arðurinn af vinnu sinni og ræktun
landsins. Ennfremur mun skuldafarginu og tollabyrð-
inni verða ljett af bændum. Alt þetta miðar að því, að
gera bændur landsins efnalega sjálfstæða.
Nœsta sporið verður svo, að koma upp öflugum at-
vinnusamtökum meðal hænda, rækta landið, beisla
fossana og breyta kotungsbúskapnum í stórframleiðslu,
sem stendur stóriðnaði nútímans á sporði.
Það er ósatt að landið sje fátækt og hrjóstrugt.
»Þetta land á ærinn auð, ef menn kýnnu að nota hann«.
Að því er Þorvaldur Thoroddsen telur, eru 56,3% af
öllu bygðu landi mýrar. óvíða í heiminum mun jarð-
vegurinn vera eins frjósamur og íslensku mýrarnar
eru. Fossarnir geyma ótæmandi auðlindir. f framtíð-
inni verða þessar orkulindir fyrst og fremst notaðar til
að raflýsa og rafhita heimilin og gera alþýðu landsins
lífið þægilegt. Járnbrautirnar munu og ganga fyrir
rafmagni og til margra hluta má nota það, er að land-
búnaði lýtur, jafnvel til heyþurkunar.
En vjer skulum forðast allar skýjaborgir. Ráðið til
að skipuleggja framleiðslukrafta sveitanna eru sam-
vinnufjelögin. Framsóknarflokkurinn þreytist ekki á
því, að telja búandlýð landsins trú um að samvinnufje-
lögin sjeu töframeðöl, sem muni færa honum öll heims-
ins gæði upp í hendurnar fyrirhafnarlaust. Vjer skul-
um athuga þessar kenningar nokkru nánar.
Svokallaðir »samvinnumenn« halda því fram að al-
menningur geti lagt undir sig alla framleiðslu og öll
12*