Réttur - 01.07.1927, Síða 91
Rjettur]
SACCO OG VANZETTI
ÍS9
að orði komist, ágætismenn, þrátt fyrir allar þrenging-
ar fullir af vinarhug og samúð með öðrum.
Þeir virðast vera mjög tilfinningaríkir, og um leið
opnir fyrir áhrifum, einmitt þess vegna er svo erfitt
að geta sjer til um líðan þeirra nú, eða á liðnum fang-
elsisárum. Ef til vill er það fangelsisvistin og sameig-
inleg örlög, sem hefir gefið svip þeirra blæ af andlegri,
draumþýðri innsýni og mildi.
Skal þá fyrst gefa nokkrar upplýsingar um æfiferil
þeirra. Sacco er fæddur 1891 í Torremaggione í ftálíu.
Faðir hans var kaupmaður, verslaði með viðsmjör. Frá
7—14 ára aldurs gekk Sacco í skóla. Hann kom 17 ára
gamall til Ameríku, var þar á lausum kili í tvö ár, en
gerðist síðan verkamaður við skófatnaðarverksmiðju
nálægt Boston. I sjö ár vann hann við verksmiðju
þessa. Eftir að Bandaríkin lentu í ófriðnum, ferðaðist
hann, ásamt hóp skoðanabræðra sinna í stjórnmálum,
til Mexiko, til þess að komast hjá herþjónustu. Saeco
ólst upp undir áhrifum jafnaðarstefnunnar, eri í
Bandaríkjunum hallaðist hann að skoðunum stjórn-
leysingja. Eftir heimkomuna frá Mexiko tók hann aft-
ur að starfa að skófatnaðargerð og fjekk stöðu 1918,
sem hann hjelt, þangað til hann og Vanzetti voru hand-
teknir, en það var 5. maí 1920. Faðir hans er enn á lífi,
en móðirin dó í mars 1920.
Sacco giftist 1912. Hann á duglega og myndarlega
konu og tvö börn. Jeg hefi komið á heknili hans, þrifa-
legt og snoturt verkamannaheimili, sem nú er mikið
heimsótt af stórættuðum hefðarfrúm frá Boston. Dótt-
ir hans, 7 ára gömul, hefir setið á knje mjer. Hún
heitir Inez eða Agnes, eftir því hvort hún er nefnd á
ítölsku eða ensku, og hún er yndislegt ítalíubarn með
dásamlega falleg augu.
15. apríl 1920 heimsótti Sacco ítölsku sendiherra-
skrifstofuna í Boston — sama daginn sem morðið var
framið í South Braintree. Hann hafði ráðgert að flytja