Réttur - 01.07.1927, Qupperneq 94
192 SACCO ÖG VANZETTI [Rjettur
»anarkistiska« elsku hans, blinduðu svo augu þessa
stokkfreðna háskólamanns, að hann gat ekki komið
auga á manninn, sem að brjefinu stóð, eða hann hefir
haldið að þetta vœru lögmannsbrellur, uppfundnar til
að villa honum sjónir, ólöglærðum manninum.
Það var sólskin og blíðviðri, þegar jeg heimsótti
Sacco og Vanzetti. Síðan er nú langur tími liðinn. Við
urðum mestu mátar og gerðum okkur góðar vonir. Sjö-
tugur fangavörður, sem var alsannfærður um sakleysi
mannanna, ráfaði umhverfis okkur eins og vingjarn-
legur föðurbróðir, og lofaði okkur að skrafa eins og við
vildum. Fangarnir, sem báðir voru frá Norðurítalíu,
höfðu orðið þess áskynja, að föðuramma mín var af
Georgii ættinni frá Feneyjum, og það var næstum því
eins og rifinn hefði verið múrveggur, sem aðskildi okk-
ur. Einu sinni kom jeg í fangelsið, ásamt nokkrum ítöl-
um. Það var á aímælisdag Vanzettis. Það var einkenni-
legt að óska dauðadæmdum manni til hamingju með
afmælið sitt. En Vanzetti og vinur hans tóku okkur svo
glaðlega, að það varð miklu ljettara en jeg hafði búist
við. Jeg gaf Vanzetti vönd af kornblómum, þau vaxa
um alt, bæði í ítalíu, Svíþjóð og Ameríku. Já, það var
þrátt fyrir alt ljett og bjart í lofti.
Og svo Vanzetti. Já, eins og jeg sagði áðan, er Van-
zetti mjög ólíkur fjelaga sínum. Hann er ef til vill dá-
lítið meiri veraldarmaður en Sacco. Enda var hann
meiri reglumaður en alment gerist. Vanzetti er veik-
bygðari og fíngerðari að útliti. Augun dreymandi
og starandi. undir háu enni, nefið fallegt, lítið
eitt bogið, andlitið fíngert, búlduleitur með brúu-
leitt yfirskegg. Hann fæddist 1888 í Villafalette,
Piemonte. Að lokinni skólagöngu varð hann verka-
maður við kökubúð, en varð við og við að taka
sjer hvíld frá líkamlegu erfiði, vegna heilsubilunar.
Þegar hann var nær tvítugu, var hann um tíma í
Frakklandi, og kom svo til Bandaríkjanna sama árið