Réttur - 01.07.1927, Side 95
Rjettur]
SACCO OG VANZETTI
193
og Sacco, 1908, »af því að hann hafði heyrt að þar væri
frjálslegt í landk. Fyrstu árin fjekst hann við ýmis-
legt, 1912 settist hann að í bænum Plymouth í
Massachusetts. Vegna vanheilsu sinnar, tók hann
brátt að leggja það fyrir sig, að selja fisk og
krabba á götunum. Á þessu hafði hann lifað í 8 ár, þeg-
ar hann var tekinn höndum. Hann var ókvæntur.
Plymouth er mjög fallegur bær, við strönd Atlants-
hafsins. Það er gamall enskur bær, en nú búa þar
margir ítalir. Hjer var það, sem »Pílagrímarnir« stigu
á land, fyrstu ensku útflytjendurnir, sem sigldu yfir
hafið á »Mayflower«, og niðri við ströndina liggur
mjög algengur steinn, það er hin nafnkunna »klöpp«,
sem fyrstu innflytjendúrnir stigu fyrst fæti á. Nú hef-
ir verið bygt nokkurskonar minningarmusteri yfir
þenna sögulega stein. Þar blasir við augum komu-
manns hið merkilega ártal 1620. Jeg kom til Plymouth
til þess að ná tali af nokkrum vitnum, og.þar fjekk jeg
mjög góð kynni af Vanzetti sjálfum.
Lögreglani í þessum litla bæ þekti hann vel, en eng-
inn hafði hjer annað en gott um hann að segja. Mjer
var sagt, að hann væri þar þektur að því að vera frið-
samur og viðfeldinn maður, vel látinn af öllum. Stór,
bláeygður lögregluþjónm, sem hafði eftirlit á götum
úti, var mjög ákafur í að segja sína skoðurn : »Jeg þekti
Vanzetti mjög vel«, sagði hann, »hann var duglegur og
góður drengur, sómamenni í allri framkomu, og jeg
held, að hann sje saklaus. Það hefi jeg altaf álitið, og
jeg er ekkert hræddur við að segja það«. Annar lög-
regluþjónn hafði iðulega verið á fiskveiðum með Van-
zetti, hann fór líka mjög hlýjum orðum um það, hvað
hann hefði altaf verið vingjarnlegur, hæverskur í
íramkomu og aðlaðandi. En samt var hann að sumu
leyti einkennilegur. Hann var altaf með vasana fulla
af bókum, blöðum og handritum, sem hann var að lesa
og skrifa. Stundum sást hann með bók í hönd yfir fisk-