Réttur - 01.07.1927, Síða 125
Rjettur] í KYEÐINNI 22JÍ
ur kurra með jöfnu millibili hálfhuldar í hvítum blórn-
um. Langt í burtu fyrr ofan húsin mynda skýin, þung
eins og votir hvarmar, gráblátt þak yfir jörðina. Nú
er hin ljúfa stund friðar og drauma. — Komið þið
minningar, sem sitjið hræddar og skjálfandi inst í sál
minni. Komið þið veikbygðu börnin mín með gagnsæj-
ar hendur og bólgin augu.
Dansið þið eins og baccinjur í kyrðinni. Baccinjur!
Þið hrökkvið við og starið á mig með stórum, gljáandi
augum. Æ, fyrirgefið þið. Þið hafið ekkert af hinu
hamstola afli, ekkert af þessu æði, sem fleygir öllu á-
fram við skálaglam og söng. — Þið horfið kvíðafullar
framan í veruleikann, titrandi eins og lauf á köldum
heiðum.
En komið þið samt. Syngið þið söngva einstæðings-
ins, lágt, ofurlágt í rauðleitum bjarma loftsins. Sláið
þið hring og dansið fyrir þreyttum augum mínum. Og
hendi mín stráir yfir fíngerða líkami ykkar blöðum,
sem eru að fæðast.
Jeg fóx-na ykkur því besta, sem náttúran á til.
Börnin mín, loksins í dag þoiú jeg að horfa á ykkur
galopnum augum. Ennþá einu sinni færið þið mjer
ilminn af líkama hennar, sem er mjer töpuð í þessu lífi
en ekki að eilífu.
Jeg er kvíðafult barn fyrir framan sloknandi eld.
Jeg óttast að tapa ykkur, veikbygðu förunautar. Ef þið
hverfið, þá verður ekkert eftir, enginn söngur, aðeins
auðnin köld.
Hvílið þið ennþá við brjóst mitt. Verjið mig gegn
þessu kæfandi myrkri, sem veruleikinn hylur mig í.
En — þey! Hvaða ómur er þetta? Er það næturgol-
an, sem þýtur í grasinu ? Eða eru það svanir úr átthög-
unum, sem eru komnir til þess að sefa órólegt hjarta
mitt?
Nei, það er söngur hins frjálsa förumanns, sem ekk-
ert heimili á, nema endalausan þjóðveginn. Titrandi