Réttur - 01.07.1927, Side 134
232
BARÁTTAN UM HEIMSYFIRRÁÐIN [Rjettur
magni 7000 miljónum króna. Fara t. d. 2332 miljónir
til að auka iðnaðinn, 970 í samgöngur, 560 í rafmagn,
1042 í íbúðarbyggingar og til bæjanna.
Hvað efnahag fólks snertir þá hefur á árinu 1926—
27 (okt,—okt.) efnahagur batnað frá fyrra ári: Hjá
sveitafólki um 7,2%, hjá þeim, sem hafa »frjálsa iðn«
um 5,3%, hjá smáiðnrekendum um 7,2%, hjá launþeg-
umi (verkamönnum o. s. frv.) um 18,1%. Efnahagur
eignamanna hefur sama sem staðið í stað, versnað um
0,1%. Búist er við launahækkun, er nemi 5—6% á
næsta ári, svo lækki verð, sem ráð er fyrir gert, hækka
laun í rauninni um 11—12%.
Frelsisbarátta íra.
Barátta fra fyrir frelsi sínu af oki enskra auðmanna
er enn háð með sama krafti, þótt búið sje að sundra ír-
landi og búa til »fríríki« með sjerstöku þingi, Dail
Eirean, því það sýndi sig brátt að lítt Ijet enska valdið
á sjá fyrir það.
Stjórnarflokkurinn (Cumannanigaedhad) undir
stjórn Cosgrave’s hefur rekið íhaldsmanna pólitík í
þágu Englendinga og eftir morðið á O'Higgins, íhalds-
ráðherranum, tekið að beita andstæðingana skarpaii
vopnum. Ástandið í landinu fer síversnandi, fólkinu
fækkar fyrir áþjánina, sem það verður að þola. 1922
var íbúatalan 4,440,000, en nú 4,229,000. 1923 minkuðu
sparisjóðsinneignir úr 188 miljónum punda niður í 158
miljónir. Harðnaði nú deilan milli aðalflokkanna og
eftir að Fianna Fail, flokkur de Valera, ákvað að taka
þingsæti sín og sverja eið þann, er skilyrði var til þing-
setu — en því höfðu þeir neitað fram að þessu, kornst
stjórnin í minnihluta í þingi og rauf þing í september.
Fyrir kosningarnar var þingið svo skipað:
Stjórnarflokkurinn hafði 46 sæti, Fianna Fail 44,
Verkamannaflokkurinn 22, óháðir 14, Bændur 11»