Réttur


Réttur - 01.02.1942, Page 36

Réttur - 01.02.1942, Page 36
30 milljón króna verðhækkun á tollskyldum vörum fyrir opinberar aðgeröir. Onnui- þingmál. Helzta stjórnarfrumvarpið er um nýja breytingu á skattalögunum. Samkvæmt frumvarpinu skal skatt- urinn nú lagður á tekjurnar áður en tekjuskattur og útsvar fyrra árs eru dregin frá þeim, og er það framför. Á síðasta þingi lagði Sósíalistaflokkurinn til að horfiö yrði að því fyrirkomulagi og var það þá fellt með öllum atkvæðum gegn atkvæðum þing- manna flokksins. Að öðru leyti er frumvarp þetta til mikils hagræðis fyrir stríðsgróðamennina. Það sem lagt er í varsjóð skal nú vera með öllu skattfrjálst og er það Vá af tekjum útgerðarfélaga og Ys af tekjum annarra fé- laga áður en skattar eru frá dregnir. Með þessu fyílrkomulagi er félögunum gefnar miklu frjálsari hendur um arösúthlutun en áður var. Hitt er þó aðalatriðið að tekjur yfir 200 þúsund krónur skulu vera með öllu útsvarsfrjálsar. í stað þess fá bæjar- og hreppsfélögin nokkurn hluta af stríðsgróðaskatt- inum svokallaða. Flokkarnir hafa frjálsar hendur um breytingar við skattafrumvarpið og má því búast við að það verði enn hagkvæmara fyrir hátekjumpnn, er það verður afgreitt frá Alþingi. Sósíalistaflokkurinn flytur tvö tryggingarfrum- vörp, sem fela í sér tillögur um miklar hagsbætur og aukið efnahagslegt öryggi fyrir almenning. Ann- að frumvarpið fjallar um elli- og örorkutryggingar. Samkvæmt því skal Lífeyrissjóður íslands koma til fullra framkvæmda nú þegar og öllum öryrkjum og gamalmennum 67 ára og eldri tryggður lögákveð- inn árlegur lífeyrir, sem greiðist mánaöarlega, með 36

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.